Innlent

Skjálfti að stærð 3,6 fannst í Ólafsfirði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skjálftinn fannst í Ólafsfirði.
Skjálftinn fannst í Ólafsfirði. Vísir/getty

Jarðskjálfti 3,6 að stærð varð um sautján kílómetra norðvestur af Gjögurtá í kvöld klukkan 19:20. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í Ólafsfirði.

Þetta er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á svæðinu síðan 27. júní en þá mældist þar skjálfti að stærð 4,1.

Jarðskjálftahrinan í Tjörnesbrotabeltinu er þannig enn yfirstandandi. Laust eftir klukkan fjögur í nótt mældist skjálfti upp á 3,1 rúma tuttugu kílómetra norðvestur af Gjögurtá. Líkur eru á stærri skjálftum á svæðinu að mati náttúruvársérfræðinga. Stærsti skjálftinn í hrinunni á svæðinu mældist 5,8 sunnudagskvöldið 21. júní.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×