Tækifærin í sameinuðu sveitarfélagi Hildur Þórisdóttir skrifar 2. júlí 2020 18:30 Um þó nokkurn tíma hefur verið unnið að stofnun Háskólaseturs á Austurlandi en skortur á valkostum í háskólanámi hefur háð framgangi og vexti fjórðungsins um árabil. Menntastig íbúa á Austurlandi er lægra en annars staðar á landinu sem hefur haft margvíslegar afleiðingar. Tekjur Austfirðinga hafa staðið í stað síðastliðinn áratug á meðan heildartekjur hafa aukist annarsstaðar á landinu. Munur á launum kvenna og karla er hvað mestur á Austurlandi sem er birtingarmynd þess að staða kvenna er ekki nægilega sterk. Fjölbreytni skortir þegar kemur að atvinnutækifærum ungs fólks sem hefur hug á að setjast að eftir háskólanám. Samfélögin á Austurlandi hafa flest hver horft fram á fólksfækkun þar sem kvarnast hefur mest úr aldurshópnum milli 20 og 40 ára. Börnum hefur fækkað í leikskólum og grunnskólum á minnstu stöðunum og sums staðar hafa árgangar helmingast. En hvað veldur? Þetta er öfug þróun þegar hugsað er til þess að hvergi er betra að ala upp börn en í þorpunum út á landi. Frelsið og stuttu vegalengdirnar skapa lífsgæði sem borgarbúar geta aðeins látið sig dreyma um. Hér er andrými til að njóta lífsins og því virðist sólarhringurinn lengri. Þegar við rýnum í ástæður þess að sífellt fleiri velja að sejast að í höfuðborginni eða erlendis blasir við skortur á innviðum. Hallað hefur verulega á landsbyggðina í byggðastefnu síðustu áratuga sem hefur lagt áherslu á sterka höfuðborg með góðum innviðum. Á sama tíma hefur sveitarstjórnarfólk eytt ómældum tíma í að berjast fyrir sjálfsagðri grunnþjónustu svo sem heilbrigðiskerfi, samgöngum og aðgengi að háskólanámi. Hvað getum við gert? Ríkisstjórnin hefur boðað sameiningu sveitarfélaga í þeirri viðleitni að styrkja þau og sveitarstjórnarstigið sem hefur verið veikt um langt árabil. Í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Fljótsdalshéraðs, Djúpavogs og Seyðisfjarðar eru sannarlega mörg tækifæri til að sækja fram. Eitt þessara tækifæra og stórt framfaramál fjórðungsins er að koma á háskólanámi þar sem íbúar á Austurlandi geta stundað staðbundið nám. Í slíku háskólaumhverfi þrífast rannsóknir og nýsköpun sem styðja við aukna fjölbreytni og verðmætasköpun í atvinnulífi. Því við vitum jú öll að menntun er grundvöllur nýsköpunar og nýsköpun er grundvöllur fjölbreytts atvinnulífs framtíðarinnar. Höfundur er forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði og skipar 1. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Nýsköpun Skóla - og menntamál Djúpivogur Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Um þó nokkurn tíma hefur verið unnið að stofnun Háskólaseturs á Austurlandi en skortur á valkostum í háskólanámi hefur háð framgangi og vexti fjórðungsins um árabil. Menntastig íbúa á Austurlandi er lægra en annars staðar á landinu sem hefur haft margvíslegar afleiðingar. Tekjur Austfirðinga hafa staðið í stað síðastliðinn áratug á meðan heildartekjur hafa aukist annarsstaðar á landinu. Munur á launum kvenna og karla er hvað mestur á Austurlandi sem er birtingarmynd þess að staða kvenna er ekki nægilega sterk. Fjölbreytni skortir þegar kemur að atvinnutækifærum ungs fólks sem hefur hug á að setjast að eftir háskólanám. Samfélögin á Austurlandi hafa flest hver horft fram á fólksfækkun þar sem kvarnast hefur mest úr aldurshópnum milli 20 og 40 ára. Börnum hefur fækkað í leikskólum og grunnskólum á minnstu stöðunum og sums staðar hafa árgangar helmingast. En hvað veldur? Þetta er öfug þróun þegar hugsað er til þess að hvergi er betra að ala upp börn en í þorpunum út á landi. Frelsið og stuttu vegalengdirnar skapa lífsgæði sem borgarbúar geta aðeins látið sig dreyma um. Hér er andrými til að njóta lífsins og því virðist sólarhringurinn lengri. Þegar við rýnum í ástæður þess að sífellt fleiri velja að sejast að í höfuðborginni eða erlendis blasir við skortur á innviðum. Hallað hefur verulega á landsbyggðina í byggðastefnu síðustu áratuga sem hefur lagt áherslu á sterka höfuðborg með góðum innviðum. Á sama tíma hefur sveitarstjórnarfólk eytt ómældum tíma í að berjast fyrir sjálfsagðri grunnþjónustu svo sem heilbrigðiskerfi, samgöngum og aðgengi að háskólanámi. Hvað getum við gert? Ríkisstjórnin hefur boðað sameiningu sveitarfélaga í þeirri viðleitni að styrkja þau og sveitarstjórnarstigið sem hefur verið veikt um langt árabil. Í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Fljótsdalshéraðs, Djúpavogs og Seyðisfjarðar eru sannarlega mörg tækifæri til að sækja fram. Eitt þessara tækifæra og stórt framfaramál fjórðungsins er að koma á háskólanámi þar sem íbúar á Austurlandi geta stundað staðbundið nám. Í slíku háskólaumhverfi þrífast rannsóknir og nýsköpun sem styðja við aukna fjölbreytni og verðmætasköpun í atvinnulífi. Því við vitum jú öll að menntun er grundvöllur nýsköpunar og nýsköpun er grundvöllur fjölbreytts atvinnulífs framtíðarinnar. Höfundur er forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði og skipar 1. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun