Áunnin andúð á á-orðinu Baldur Thorlacius skrifar 3. júlí 2020 09:00 Haustið 2008 bættist nýtt orð á lista bannorða á íslenskum fjármálamarkaði. Orð sem þótti frá og með þeim tíma svo hræðilegt og dónalegt að það mátti varla segja það upphátt. Orð sem varð að hálfgerðum Voldemort fjármálageirans. Orðið er áhætta. Þessi áunna andúð á áhættu var mjög skiljanleg. Hér varð hrun. Við þurftum að ná áttum og greina hvað fór úrskeiðis áður en markaðurinn gat farið að íhuga eitthvað sem fæli í sér áhættu. Það er aftur á móti áhyggjuefni að viðhorf margra til áhættu virðist vera nánast óbreytt í dag, 12 árum síðar. Á-orðið hefur náð að festast í sessi sem bannorð. Í þessu samhengi er afar mikilvægt að gera greinarmun á meðvitaðri og ómeðvitaðri áhættu. Vissulega var mikið um áhættusækni á árunum fram að hruni, en það er ekki svo að hrunið megi rekja til of mikilla fjárfestinga í nýsköpun eða öðrum rekstri sem er í eðli sínu áhættusamur. Þvert á móti var lagt mikið kapp á fjárfestingar sem voru sagðar nokkuð traustar. Sökum villandi og jafnvel rangrar framsetningar upplýsinga reyndist áhættan aftur á móti talsvert meiri en flestir höfðu áttað sig á. Eftir hrun hefur hér byggst upp öflugur markaður með skuldabréf og almenningshlutafélög sem eiga það flest sameiginlegt að vera í nokkuð stöðugum rekstri. En í flóruna vantar fleiri nýsköpunarfyrirtæki og fleiri fyrirtæki sem eru að reyna að hasla sér völl. Fyrirtæki sem bjóða fjárfestum með sér í ákveðna vegferð. Leggja spilin á borðið, greina frá því hvað þau hyggjast gera og hver áhættan er. Ef vel tekst til gætu fjárfestar fengi mjög góða ávöxtun. Ef ekki gætu þeir jafnvel tapað öllu. Í stuttu máli: Meiri meðvitaða áhættu. Fjárfestar eiga ekki að gefa neinn afslátt af kröfum um upplýsingagjöf, gagnsæi, góða stjórnarhætti, verkferla, ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum og annað sem eflir og styrkir ákvarðanatöku þeirra. En þeir eiga að vera opnir fyrir því að taka meðvitaða og vel ígrundaða áhættu. Seðlabankastjóri hafði nýlega orð á því að hann vonaðist til að lægri vextir myndu „örva hlutabréfamarkaðinn og auðvelda fyrirtækjum að sækja sér það áhættufjármagn sem við sannarlega þurfum á að halda til að skapa ný störf og aukna verðmætasköpun í hagkerfinu”. Það má vel taka undir þau orð. Það er alveg ótrúlega mikilvægt að þetta takist vel og við náum kröftugri viðspyrnu með því að byggja hér upp fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Til þess þarf að byrja á því að koma á-orðinu af bannorðalistanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2008 bættist nýtt orð á lista bannorða á íslenskum fjármálamarkaði. Orð sem þótti frá og með þeim tíma svo hræðilegt og dónalegt að það mátti varla segja það upphátt. Orð sem varð að hálfgerðum Voldemort fjármálageirans. Orðið er áhætta. Þessi áunna andúð á áhættu var mjög skiljanleg. Hér varð hrun. Við þurftum að ná áttum og greina hvað fór úrskeiðis áður en markaðurinn gat farið að íhuga eitthvað sem fæli í sér áhættu. Það er aftur á móti áhyggjuefni að viðhorf margra til áhættu virðist vera nánast óbreytt í dag, 12 árum síðar. Á-orðið hefur náð að festast í sessi sem bannorð. Í þessu samhengi er afar mikilvægt að gera greinarmun á meðvitaðri og ómeðvitaðri áhættu. Vissulega var mikið um áhættusækni á árunum fram að hruni, en það er ekki svo að hrunið megi rekja til of mikilla fjárfestinga í nýsköpun eða öðrum rekstri sem er í eðli sínu áhættusamur. Þvert á móti var lagt mikið kapp á fjárfestingar sem voru sagðar nokkuð traustar. Sökum villandi og jafnvel rangrar framsetningar upplýsinga reyndist áhættan aftur á móti talsvert meiri en flestir höfðu áttað sig á. Eftir hrun hefur hér byggst upp öflugur markaður með skuldabréf og almenningshlutafélög sem eiga það flest sameiginlegt að vera í nokkuð stöðugum rekstri. En í flóruna vantar fleiri nýsköpunarfyrirtæki og fleiri fyrirtæki sem eru að reyna að hasla sér völl. Fyrirtæki sem bjóða fjárfestum með sér í ákveðna vegferð. Leggja spilin á borðið, greina frá því hvað þau hyggjast gera og hver áhættan er. Ef vel tekst til gætu fjárfestar fengi mjög góða ávöxtun. Ef ekki gætu þeir jafnvel tapað öllu. Í stuttu máli: Meiri meðvitaða áhættu. Fjárfestar eiga ekki að gefa neinn afslátt af kröfum um upplýsingagjöf, gagnsæi, góða stjórnarhætti, verkferla, ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum og annað sem eflir og styrkir ákvarðanatöku þeirra. En þeir eiga að vera opnir fyrir því að taka meðvitaða og vel ígrundaða áhættu. Seðlabankastjóri hafði nýlega orð á því að hann vonaðist til að lægri vextir myndu „örva hlutabréfamarkaðinn og auðvelda fyrirtækjum að sækja sér það áhættufjármagn sem við sannarlega þurfum á að halda til að skapa ný störf og aukna verðmætasköpun í hagkerfinu”. Það má vel taka undir þau orð. Það er alveg ótrúlega mikilvægt að þetta takist vel og við náum kröftugri viðspyrnu með því að byggja hér upp fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Til þess þarf að byrja á því að koma á-orðinu af bannorðalistanum.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun