Sport

Trump-bíllinn tekur þátt í Nascar-kappakstrinum um helgina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Trump-bíllinn mun taka þátt í næstu níu keppnum Nascar.
Trump-bíllinn mun taka þátt í næstu níu keppnum Nascar. Vísir/OutKick

Big Hand Sanitizer 400-mótið fer fram í Indianapolis í Bandaríkjunum um helgina. Þar er keppt í Nascar-kappakstrinum og er ljóst að einn bíll mun skera sig úr fjöldanum.

Ford Mustang bíll Corey LaJoie, númer 32, mun eflaust vekja mikla athygli um helgina sem og í næstu keppnum. Ástæðan er sú að samtökin Föðurlandsvinir Bandaríkjanna (e. Patriots of America) hafa gert samning þess efnis að bíllinn muni auglýsa forsetaframboð Donald J. Trump.

„Sem stuðningsmaður Trump mun liðið gera allt sem það getur til að tryggja sigur hans í komandi forsetakosningum,“ sagði Archie St. Hilaire, eigandi Go Fas Racing – sem LaJoie keppir fyrir - í yfirlýsingu.

Alls borguðu PAC 350 þúsund Bandaríkjadala fyrir auglýsinguna eða rúmar 48 milljónir íslenskra króna.

„Markmið okkar er að fá kjósendur til að skrá sig og mæta á kjörstað í nóvember. Við teljum þetta bestu leiðina til að koma skilaboðum okkar á framfæri og hvetjum alla Bandaríkjamenn til að láta ekki sitt eftir liggja,“ sagði Jeff Whaley fyrir hönd PAC.

Athygli vekur að auglýsingin kemur einnig á þeim tímapunkti sem Nascar-kappaksturinn færir sig af NBC-sjónvarpsstöðinni yfir á Fox.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×