Lífið samstarf

Gera við snjalltækin og hvetja fólk út í frisbígolf á meðan

Smartfix ehf
Bergljót Kristinsdóttir og Benedikt Reynir Andrésson reka Smartfix ehf ásamt Sebastian Stefanowicz. Þau gera við allar gerðir snjalltækja ásamt því að selja frisbígolfgræjur. 
Bergljót Kristinsdóttir og Benedikt Reynir Andrésson reka Smartfix ehf ásamt Sebastian Stefanowicz. Þau gera við allar gerðir snjalltækja ásamt því að selja frisbígolfgræjur.  Vilhelm

„Frisbígolf og farsímaviðgerðir fara mjög vel saman. Það verða ákveðin samlegðaráhrif, fólk getur notað tímann til að spila folf meðan síminn er í viðgerð,“ segir Bergljót Kristinsdóttir á léttu nótunum en hún rekur Smartfix ehf og Frisbígolfbúðina ásamt Sebastian Stefanowicz og Benedikt Reyni Andréssyni.

Þau gera þó ekki einungis við farsíma heldur sérhæfa sig í öllum snjalltækjum og tölvum.

Gera við allar gerðir snjalltækja

„Upphaflegt markmið var að gera við síma, spjaldtölvur og apple tölvur en við höfum bætt við okkur viðgerðum á öllum tegundum tölva og jaðartækjum snjallsíma og spjaldtölva svo sem earpods, hýsingum og snjallúrum ásamt viðgerðum á drónum. Það veitir enginn annar slíka alhliða þjónustu,“ segir Bergljót.

Bergljót segir það oft borga sig að gera við tækin og Smartfix vilji stuðla að betri nýtingu og minna kolefnaspori.

Smartfix ehf er til húsa að Bolholti 4.

Bilað tæki er ekki ónýtt

„Við viljum stuðla að betri nýtingu tækja og þar með leggja áherslu á að allir geti gert eitthvað til að sporna gegn auknum áhrifum CO2 í andrúmsloftinu en framleiðsla raftækja á töluverðan þátt í þeirri aukningu. Vandamálið er að þegar tækin bila veit fólk oft ekki hvað það á að gera og telur hlutinn einfaldlega ónýtan. Það borgar sig þó oft að láta gera við. Það eru helst ódýrustu týpurnar sem ekki eru viðgerðar virði. Það verða ekki svo miklar breytingar á tækjunum þó nýrri týpur komi á markaðinn. Oft þarf bara að skipta út hleðslutengingu eða rafhlöðu en það hægist verulega á símanum þegar rafhlaðan fer að gefa sig og fólk gefst þá upp á símanum. Eins er auðvelt að skipta út skjám sem brotna. Við skoðum tækið og látum fólk vita hver kostnaðurinn af viðgerðinni verður og stöndum við hann,“ segir Bergljót.

Sprenging í iðkun frisbígolfs

Hægt er að fá leigðan síma meðan á viðgerð stendur ef nauðsyn krefur. Annars segir Bergljót flesta eiga að komast af án símans í einn dag og lausan tíma mætti vel nota í annað, til dæmis frisbígolf.

Litríkir frisbídiskar setja mikinn svip á búðina. Algjör sprenging hefur orðið í iðkun frisbígolfs enda ódýr og skemmtileg útiíþrótt fyrir fjölskyldur og hópa.

„Það er oft mikið um að vera í búðinni hjá okkur enda er litríkt hér inni og bjart og skemmtileg stemming. Við tókum við rekstri Frisbígolfbúðarinnar fyrir rúmu ári síðan í umboði eigenda hennar en mikill vöxtur er í iðkun á frisbígolfi á Íslandi og má segja að algjör sprenging hafi orðið í sumar,“ segir Bergljót. „Enda er þetta mjög sniðugt útisport fyrir fjölskylduna og vinahópa. Þetta er ódýrt sport og startkostnaður lítill. Við erum líka eina frisbígolfbúðin á landinu sem býður upp á sérstaka ráðgjöf.“

Smartfix ehf Bolholti 4 er opið virka daga frá 10 til 18 og laugardaga 11 til 14.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.