Fjárhagslegt tjón samfélagsins – ein af mörgum neikvæðum afleiðingum refsistefnu í vímuefnamálum Jóhannes S. Ólafsson skrifar 2. júlí 2020 11:00 Í vikunni kaus Alþingi um lagafrumvarp sem átti í stuttu máli að hafa þær afleiðingar að hætt yrði að refsa neytendum vímuefna fyrir vörslu neysluskammta. Frumvarpið var fellt með 28 atkvæðum gegn 18. Aðrir sátu hjá eða voru fjarverandi. Um þetta mál gæti ég skrifað langa bók en hér ætla ég að takmarka umfjöllunina við einn anga málsins. Ég ætla að reyna að varpa ljósi á það gríðarlega fjárhagslega tjón sem samfélagið verður fyrir og leiðir beint af núverandi stefnu. Þetta tjón er hins vegar því miður aðeins toppurinn á ísjakanum. Margir gera sér enga grein fyrir því hversu miklum fjármunum er sóað í tilgangslausan löggu- og bófaleik við ungt fólk. Allt án nokkurs árangurs. Ef við leggjum um stund til hliðar öll mannslífin og allar þjáningarnar sem fíknistríðið óneitanlega hefur í för með sér og horfum í staðinn blákalt einungis á peningahliðina, þá birtist okkur ófögur sjón. Peningar skipta máli og eyðsla á almannafé á að skipta okkur öll máli. Í störfum mínum sem lögmaður hef ég fengið ágætis innsýn í þetta mál og ætla í þessu sambandi að leyfa mér að taka eitt dæmi. Hér er um raunverulegt mál að ræða úr mínu starfi. Málið hófst með þeim hætti að ung stúlka (köllum hana A) hafði samband við mig í síma. Hún var gráti næst og bað mig að mæta með sér í skýrslutöku hjá lögreglunni. A þekki ég persónulega en hún var á þessum tíma að klára menntaskóla og hefur aldrei svo mikið sem prófað annað vímuefni en áfengi í miklu hófi. Þetta er sem sagt „góð stelpa, úr góðu hverfi með góða foreldra.“ Það kom henni því algjörlega í opna skjöldu þegar hún fékk skyndilega símtal frá lögreglunni. Þar var henni tilkynnt að hún væri grunuð um „fíkniefnamisferli“, hún yrði að koma í skýrslutöku eftir nokkra daga og hefði rétt á því að hafa með sér verjanda. Lögreglan vildi nánast engar upplýsingar gefa henni í síma um málið, stærð þess, alvarleika eða annað. Eina sem henni var sagt var að vitni hefðu bent á hana sem hina seku í fíkniefnamáli. A þurfti að bíða í nokkra daga eftir að mæta í skýrslutökuna. Þessi tími var henni mjög þungbær og svaf hún varla á næturnar. Þegar kom að skýrslutökunni mætti ég með henni og var þar einnig mættur lögregluþjónn til að taka af henni skýrslu. A ber bæði mjög algengt fyrra nafn og seinna nafn. Nöfnin eru nánast jafn algeng og ef hún héti t.d. Helga Guðmundsdóttir. Því var nokkuð augljóst að mikill fjöldi kvenna á Íslandi bæri þetta nafn. Nokkrum mínútum eftir að við settumst niður kom í ljós að hér hafði lögreglan farið mannavillt. Fyrsta spurningin var um það hvort A ætti systur sem bæri tiltekið nafn. Þegar hún svaraði því neitandi varð lögregluþjónninn vandræðalegur og viðurkenndi að hann hefði nú líklega boðað ranga manneskju í skýrslutöku. Þegar ég spurði hann hvers vegna þeir hefðu ekki spurt hana um þetta í símann, hafði hann engin svör. Síðan fór hann í gegnum málið og lýsti fyrir okkur málavöxtum, en þeir voru eitthvað á þessa leið: Um ári áður hafði verið partý þar sem hringt var á lögregluna vegna slagsmála. Þegar lögreglan mætti á staðinn fundu þeir veski á borði. Í veskinu var að finna fáeinar töflur og álpappír með grasi (kannabisefni). Magnið mældist um 0,3 grömm. Nú skulum við reikna kostnaðinn af þessu lögreglumáli. Þá þarf auðvitað að geta í eyðurnar enda hef ég ekki nema takmarkaðar uppplýsingar um kostnaðinn og nákvæman fjölda vitna/grunaðra o.s.frv. Sagan þarf heldur ekki að vera hárnákvæm enda kom ég að málinu með þessum takmarkaða hætti og eitthvað er um liðið síðan þetta gerðist. Mikil nákvæmni skiptir þó ekki öllu hér og líklega er ég nokkuð nærri lagi með tölurnar. Þessi 0,3 grömm af kannabis sem fundust og þessar fáeinu töflur kunna að hafa kostað skattgreiðendur þetta (gróf áætlun): 1. Töflurnar sem fundust voru sendar í efnagreiningu = 91 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum sem ég aflaði mér munnlega frá Rannsóknarstofu lyfja- og eiturefnafræða, þá greiðir lögreglan rannsóknarstofunni fyrir efnagreiningar sem þessar. Kostnaðurinn fyrir leit og magngreiningu er skv. því91 þúsund krónur í hverju tilviki. Í þessu tilviki kom „óþekkt efni“ út úr rannsókninni. Niðurstaðan var sú að pillurnar pössuðu ekki við þau efni á bannlista sem lögreglan hafði óskað eftir að prófað yrði fyrir. Hér gæti því allt eins hafa verið um einhvers konar fæðubótaefni að ræða. 2. Kostnaður við störf verjenda stúlkunnar sem átti veskið = 90.800 krónur. Stúlkan sem talin var eiga veskið var handtekin og færð í skýrslutöku með verjanda. Fyrir þá skýrslutöku greiddi ríkissjóður verjandanum 53 þúsund krónur auk virðisaukaskatts. Stúlkan benti víst í allar áttir og sagðist ekki eiga grasið eða pillurnar. Þá er algengt að greitt sé fyrir einhver samskipti við lögmann í kringum skýrslutökuna og afdrif málsins, segjum 2 klukkustundir á kr. 18.900 klst. Samtals 90.800 krónur. 3. Vitni og grunaðir í skýrslutökur = sirka 500 þúsund krónur. Nokkur vitni voru einnig boðuð í skýrslutöku en ekki er ljóst hvort fleiri fengu réttarstöðu grunaðra og þá hvort aðrir verjendur hafi mætt með 53 þúsund króna tjóni fyrir ríkið. Skýrslutökur fóru fram og í kjölfarið voru skrifaðar lögregluskýrslur um hverja og eina skýrslutöku. Málinu var þá lokað án þess að ákært væri en lögreglan taldi sig ekki hafa nægilega sönnun fyrir því hver ætti þessi 0,3 grömm af grasi sem eftir stóðu. Málið snerist sem sagt ekki lengur um neitt nema þessi 0,3 grömm af kannabisefni. Gefum okkur að hér hafi verið teknar skýrslur af 5 aðilum að meðtöldum A og stúlkunni með veskið. Hver skýrslutaka er dýr hjá lögreglu. Þar þarf að sitja lögregluþjónn að störfum. Lögregluþjónninn þarf að finna viðkomandi og boða hann í skýrslutöku. Hann þarf að undirbúa og framkvæma skýrslutökuna. Svo þarf að skrifa hana upp eftir á. Það þarf að vera til staðar herbergi með öllum þeim búnaði sem notaður er við skýrslutökur o.s.frv. Rekstur fasteigna er kostnaðarsamur á Íslandi. Ég veit ekki kostnaðinn en mig grunar að ef allt er tekið með í reikninginn, þá sé hann ekki undir 100 þúsund krónur að meðaltali. Í ljósi þessa má skjóta á að þarna hafi farið um 500 þúsund krónur í viðbót. 4. Bætur vegna handtöku og mögulega lögmannskostnaður vegna þessa = 80 – 250 þúsund krónur. Ef stúlkan sem upphaflega var handtekin hefur svo sótt um bætur úr ríkissjóði fyrir handtökuna, þá á hún almennt rétt á u.þ.b. 80-120 þúsund krónum í bætur. Þessi réttur er tryggður í lögum ef málið er fellt niður íkjölfar handtökunnar, sbr. 246. gr. laga um meðferð sakamála. Ef lögmaður gerði fyrir hana bótakröfu á hendur ríkinu geta bæst þar við 100-130 þúsund krónur, sem einnig greiðast úr ríkissjóði. 5. Kostnaður verjanda A = 53 þúsund krónur. Um það bil ári síðar fær A svo símtalið góða frá lögreglunni. Hvers vegna ætli það hafi verið? Jú, stúlkan sem hafði átt veskið var þá stödd í skýrslutöku hjá lögreglu í öðru óskyldu máli. Í þeirri skýrslutöku barst fyrir tilviljun samtalið að því máli sem hér er til umfjöllunar. Allt í einu sagði hún þá að eigandi þessara 0,3 gramma af kannabis væri stelpa sem bæri nafn A. Ekki veit ég af hverju lögreglan hringdi í A. Var hún hugsanlega bara fyrst á listanum í þjóðskrá eða á já.is? Höfðu þeir eitthvað annað sem benti til þess að hún væri hin seka? Ég veit ekki svörin við þessum spurningum en ég get ekki séð að þau skipti höfuðmáli. Í skýrslutökunni yfir A var hún síðan spurð hvort hún ætti þessi 0,3 grömm af grasi og hvort hún hefði verið í umræddu partýi árið áður. Hún svaraði neitandi og þar með lauk skýrslutökunni. Lögreglan sat síðan eftir og skrifaði enn eina skýrsluna. Ég fékk greiddar 53 þúsund krónur auk virðisaukaskatts úr ríkissjóði fyrir skýrslutökuna. Ekki veit ég hvað gerðist eftir þetta og hvort þeir hafi boðað fleiri aðila í skýrslutöku sem bera sama algenga nafnið og A. Maður getur bara vonað að þessi vandræðalega skýrslutaka hafi orðið síðasta verkið í þessum tiltekna eltingarleik. En þetta er bara eitt dæmi um leik sem er gegnumgangandi alla daga ársins. Hver er þá heildarkostnaðurinn af þessu eina máli? Með því að leggja saman þessar tölur er hæglega hægt að komast nærri heilli milljón króna. Milljón sem hægt hefði verið að nota í forvarnir, meðferð fólks með fíknivanda eða til að laga holurnar í götum Reykjavíkurborgar. Hvers virði er þessi milljón í þessum löggu- og bófaleik? Jafnvel ef A hefði verið sú seka og hefði viðurkennt að eiga þessi 0,3 grömm af grasi. Hver er ávinningurinn? Hefði peningunum þá verið vel varið í þessu máli? Ég trúi því ekki að nokkur maður með vott af heilbrigðri skynsemi myndi svara þeirri spurningu játandi. Framangreind saga er einungis eitt af fjölmörgum dæmum sem ég hef orðið vitni að í þessum málaflokki. Þessi mál hafa misboðið mér eins og ég vona að þér kæri lesandi sé nú misboðið. Frumvarpið um afglæpavæðingu hefði skrúfað algjörlega fyrir svona eltingarleik um smávægilega neysluskammta. Eltingaleik sem tekur upp stóran hluta af tíma lögreglunnar ár hvert. Tíma sem óneitanlega væri betur varið í annað. Þegar meirihlutinn á Alþingi kaus gegn frumvarpinu um afglæpavæðingu vísuðu þingmenn meirihlutans m.a. til þess að það væru nú þegar voða litlar refsingar við neysluskömmtum og því skipti þetta litlu máli. Þetta er rangt að svo mörgu leyti. Eins og staðan er í dag eru neytendur sektaðir fyrir vörslu neysluskammta og það er refsing. Neytendur geta rofið skilorð finnist neysluskammtur á þeim. Þá verða þvingunaraðgerðir lögreglu eins og leit, húsleit, handtaka og líkamsrannsókn (sem ella væru ólögmætar) sjálfkrafa lögmætar við það eitt að neysluskammtur finnst á viðkomandi við aðgerðirnar. Þá vísuðu þingmenn meirihlutans til þess að ekki hefði verið haft nægilegt samráð við lögregluna. Þetta var notað sem röksemd fyrir því að kjósa gegn afglæpavæðingarfrumvarpinu. Fyrir það fyrsta er fullyrðingin röng enda hefur margsinnis verið leitað álits lögreglu á málinu og það m.a. við undirbúning þessa frumvarps. Þaðan kemur hins vegar alltaf sama svarið. Lögreglan er á móti afglæpavæðingu. Hins vegar get ég ekki séð hvers vegna lögreglan á yfir höfuð að hafa eitthvað um þetta að segja. Lögreglan á að vinna eftir lögunum eins og þau eru á hverjum tíma en ekki ákveða hvað eigi að vera refsivert. Á lögreglan að hafa eitthvað um þetta að segja? Í þessum málaflokki virðist fólk oft eiga erfitt með að sjá hversu fráleitt það er að leita álits lögreglunnar á mögulegu afnámi refsinga. Ef við hins vegar skoðum þetta út frá öðru óskyldu máli, þá finnst mér það varpa ágætu ljósi á vandamálið. Tökum til dæmis bann við samkynhneigð. Slíkt bann er því miður enn við líði í mörgum ríkjum heims en þeim fer þó sem betur fer fækkandi. Gefum okkur að slíkt bann væri við líði á Íslandi. Staðan væri hins vegar sú að flestallir stjórnmálaflokkar væru komnir á þá skoðun að rangt sé að refsa fyrir samkynhneigð. Þrátt fyrir þetta hefði enginn flokkur við stjórn enn þorað að ríða á vaðið og breyta lögunum. Gamlir og íhaldssamir kjósendur væru á móti breytingum og þar færu mikilvæg atkvæði við næstu kosningar. Nákvæmlega þannig er einmitt staðan í þessu máli núna á Alþingi. Nánast allir flokkar eru efnislega sammála um afglæpavæðinguna og bæði Sjálfstæðisflokkurinn og VG eru beinlínis með það á stefnuskrá sinni. En aftur að hinu tilbúna dæmi um samkynhneigð. Segjum sem svo að þessi staða væri uppi en ríkisstjórnin fengist ekki til að afnema refsingarnar. Skipaði bara nefnd eftir nefnd til að vinna skýrslu eftir skýrslu og málið sofnaði alltaf aftur. Síðan kæmi stjórnarandstöðuflokkur loksins með frumvarp þar sem afnema ætti í eitt skipti fyrir öll refsingar við samkynhneigð. Stjórnarflokkarnir myndu síðan greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Aðspurðir um þessa furðulegu atkvæðagreiðslu myndu stjórnarþingmennirnir nota það sem röksemd fyrir atkvæði sínu að ekki hefði verið haft nægilegt samráð við lögregluna. Lögreglan sæi nú um að framfylgja banninu þ.e.a.s. að handtaka samkynhneigða og refsa þeim. Lögreglan sæi um að leita á grunuðum og í híbýlum þeirra að sönnunargögnum. Skiptir í alvörunni einhverju máli í þessu tilviki hvort að lögreglan vilji eða vilji ekki halda áfram að refsa samkynhneigðum og beita þá slíkum órétti? Nei, auðvitað ekki. Hér er um ólög að ræða sem ber að afnema og spurningin er eingöngu pólitísk rétt eins og spurningin um afnám refsinga við neysluskömmtum. Það að lögreglan vilji halda heimildum sínum til að níðast löglega á fólki með vímuefnavanda, skiptir engu máli. Þingmenn stjórnarinnar viðurkenna hver á fætur öðrum að það sé siðferðislega óverjandi að halda áfram þessari refsistefnu en telja hins vegar að það megi alls ekki afnema hana strax. Ein af meginástæðum þess að það þarf að bíða lengur sé sú, að nú þurfi í enn eitt skiptið að leita álits lögreglunnar á afnámi refsistefnunnar. Þetta sýnir einfaldlega hversu rökþrota varðhundar refsistefnunnar eru orðnir. Öll efnisleg rök með stefnunni eru dauð. Erlendis hafa ríki eins og Portúgal og Sviss fyrir löngu vikið frá stefnunni með hreint ótrúlega góðum árangri. Fjöldi ríkja hafa lögleitt kannabis s.s. Bandaríkin (sum fylki), Kanada, Uruguay o.fl. Í hvert einasta skipti sem ríki fara í þessa átt er þróunin svipuð. Þegar reynsla kemst á breytingarnar hefur andstaða almennings og hinna íhaldssömustu stjórnmálamanna dvínað jafnt og þétt eftir lögleiðingu. Yfirleitt finnst nánast enginn sem vill fara til baka áratug síðar. Þá er búið að margsanna að stefnan virkar ekki og hefur ekkert nema hryllilegar afleiðingar í för með sér. Þeim mun harðari refsingar þeim mun meiri dauði, þjáningar og fjárhagslegt tjón fyrir samfélagið. Rökin með refsistefnunni sem eftir standa eru í þessum gæðaflokki: Lögreglan vill þetta ekki og við verðum að hlusta á þá. Eru lögregluþjónar á Íslandi annars ekki örugglega sérfræðingar í því hvort að refsistefnan sé góð eða slæm? Eru þeir ekki best fallnir til að meta hvort aðrar leiðir hafi í öðrum löndum virkað betur? Höfundur er starfandi hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Alþingi Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Í vikunni kaus Alþingi um lagafrumvarp sem átti í stuttu máli að hafa þær afleiðingar að hætt yrði að refsa neytendum vímuefna fyrir vörslu neysluskammta. Frumvarpið var fellt með 28 atkvæðum gegn 18. Aðrir sátu hjá eða voru fjarverandi. Um þetta mál gæti ég skrifað langa bók en hér ætla ég að takmarka umfjöllunina við einn anga málsins. Ég ætla að reyna að varpa ljósi á það gríðarlega fjárhagslega tjón sem samfélagið verður fyrir og leiðir beint af núverandi stefnu. Þetta tjón er hins vegar því miður aðeins toppurinn á ísjakanum. Margir gera sér enga grein fyrir því hversu miklum fjármunum er sóað í tilgangslausan löggu- og bófaleik við ungt fólk. Allt án nokkurs árangurs. Ef við leggjum um stund til hliðar öll mannslífin og allar þjáningarnar sem fíknistríðið óneitanlega hefur í för með sér og horfum í staðinn blákalt einungis á peningahliðina, þá birtist okkur ófögur sjón. Peningar skipta máli og eyðsla á almannafé á að skipta okkur öll máli. Í störfum mínum sem lögmaður hef ég fengið ágætis innsýn í þetta mál og ætla í þessu sambandi að leyfa mér að taka eitt dæmi. Hér er um raunverulegt mál að ræða úr mínu starfi. Málið hófst með þeim hætti að ung stúlka (köllum hana A) hafði samband við mig í síma. Hún var gráti næst og bað mig að mæta með sér í skýrslutöku hjá lögreglunni. A þekki ég persónulega en hún var á þessum tíma að klára menntaskóla og hefur aldrei svo mikið sem prófað annað vímuefni en áfengi í miklu hófi. Þetta er sem sagt „góð stelpa, úr góðu hverfi með góða foreldra.“ Það kom henni því algjörlega í opna skjöldu þegar hún fékk skyndilega símtal frá lögreglunni. Þar var henni tilkynnt að hún væri grunuð um „fíkniefnamisferli“, hún yrði að koma í skýrslutöku eftir nokkra daga og hefði rétt á því að hafa með sér verjanda. Lögreglan vildi nánast engar upplýsingar gefa henni í síma um málið, stærð þess, alvarleika eða annað. Eina sem henni var sagt var að vitni hefðu bent á hana sem hina seku í fíkniefnamáli. A þurfti að bíða í nokkra daga eftir að mæta í skýrslutökuna. Þessi tími var henni mjög þungbær og svaf hún varla á næturnar. Þegar kom að skýrslutökunni mætti ég með henni og var þar einnig mættur lögregluþjónn til að taka af henni skýrslu. A ber bæði mjög algengt fyrra nafn og seinna nafn. Nöfnin eru nánast jafn algeng og ef hún héti t.d. Helga Guðmundsdóttir. Því var nokkuð augljóst að mikill fjöldi kvenna á Íslandi bæri þetta nafn. Nokkrum mínútum eftir að við settumst niður kom í ljós að hér hafði lögreglan farið mannavillt. Fyrsta spurningin var um það hvort A ætti systur sem bæri tiltekið nafn. Þegar hún svaraði því neitandi varð lögregluþjónninn vandræðalegur og viðurkenndi að hann hefði nú líklega boðað ranga manneskju í skýrslutöku. Þegar ég spurði hann hvers vegna þeir hefðu ekki spurt hana um þetta í símann, hafði hann engin svör. Síðan fór hann í gegnum málið og lýsti fyrir okkur málavöxtum, en þeir voru eitthvað á þessa leið: Um ári áður hafði verið partý þar sem hringt var á lögregluna vegna slagsmála. Þegar lögreglan mætti á staðinn fundu þeir veski á borði. Í veskinu var að finna fáeinar töflur og álpappír með grasi (kannabisefni). Magnið mældist um 0,3 grömm. Nú skulum við reikna kostnaðinn af þessu lögreglumáli. Þá þarf auðvitað að geta í eyðurnar enda hef ég ekki nema takmarkaðar uppplýsingar um kostnaðinn og nákvæman fjölda vitna/grunaðra o.s.frv. Sagan þarf heldur ekki að vera hárnákvæm enda kom ég að málinu með þessum takmarkaða hætti og eitthvað er um liðið síðan þetta gerðist. Mikil nákvæmni skiptir þó ekki öllu hér og líklega er ég nokkuð nærri lagi með tölurnar. Þessi 0,3 grömm af kannabis sem fundust og þessar fáeinu töflur kunna að hafa kostað skattgreiðendur þetta (gróf áætlun): 1. Töflurnar sem fundust voru sendar í efnagreiningu = 91 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum sem ég aflaði mér munnlega frá Rannsóknarstofu lyfja- og eiturefnafræða, þá greiðir lögreglan rannsóknarstofunni fyrir efnagreiningar sem þessar. Kostnaðurinn fyrir leit og magngreiningu er skv. því91 þúsund krónur í hverju tilviki. Í þessu tilviki kom „óþekkt efni“ út úr rannsókninni. Niðurstaðan var sú að pillurnar pössuðu ekki við þau efni á bannlista sem lögreglan hafði óskað eftir að prófað yrði fyrir. Hér gæti því allt eins hafa verið um einhvers konar fæðubótaefni að ræða. 2. Kostnaður við störf verjenda stúlkunnar sem átti veskið = 90.800 krónur. Stúlkan sem talin var eiga veskið var handtekin og færð í skýrslutöku með verjanda. Fyrir þá skýrslutöku greiddi ríkissjóður verjandanum 53 þúsund krónur auk virðisaukaskatts. Stúlkan benti víst í allar áttir og sagðist ekki eiga grasið eða pillurnar. Þá er algengt að greitt sé fyrir einhver samskipti við lögmann í kringum skýrslutökuna og afdrif málsins, segjum 2 klukkustundir á kr. 18.900 klst. Samtals 90.800 krónur. 3. Vitni og grunaðir í skýrslutökur = sirka 500 þúsund krónur. Nokkur vitni voru einnig boðuð í skýrslutöku en ekki er ljóst hvort fleiri fengu réttarstöðu grunaðra og þá hvort aðrir verjendur hafi mætt með 53 þúsund króna tjóni fyrir ríkið. Skýrslutökur fóru fram og í kjölfarið voru skrifaðar lögregluskýrslur um hverja og eina skýrslutöku. Málinu var þá lokað án þess að ákært væri en lögreglan taldi sig ekki hafa nægilega sönnun fyrir því hver ætti þessi 0,3 grömm af grasi sem eftir stóðu. Málið snerist sem sagt ekki lengur um neitt nema þessi 0,3 grömm af kannabisefni. Gefum okkur að hér hafi verið teknar skýrslur af 5 aðilum að meðtöldum A og stúlkunni með veskið. Hver skýrslutaka er dýr hjá lögreglu. Þar þarf að sitja lögregluþjónn að störfum. Lögregluþjónninn þarf að finna viðkomandi og boða hann í skýrslutöku. Hann þarf að undirbúa og framkvæma skýrslutökuna. Svo þarf að skrifa hana upp eftir á. Það þarf að vera til staðar herbergi með öllum þeim búnaði sem notaður er við skýrslutökur o.s.frv. Rekstur fasteigna er kostnaðarsamur á Íslandi. Ég veit ekki kostnaðinn en mig grunar að ef allt er tekið með í reikninginn, þá sé hann ekki undir 100 þúsund krónur að meðaltali. Í ljósi þessa má skjóta á að þarna hafi farið um 500 þúsund krónur í viðbót. 4. Bætur vegna handtöku og mögulega lögmannskostnaður vegna þessa = 80 – 250 þúsund krónur. Ef stúlkan sem upphaflega var handtekin hefur svo sótt um bætur úr ríkissjóði fyrir handtökuna, þá á hún almennt rétt á u.þ.b. 80-120 þúsund krónum í bætur. Þessi réttur er tryggður í lögum ef málið er fellt niður íkjölfar handtökunnar, sbr. 246. gr. laga um meðferð sakamála. Ef lögmaður gerði fyrir hana bótakröfu á hendur ríkinu geta bæst þar við 100-130 þúsund krónur, sem einnig greiðast úr ríkissjóði. 5. Kostnaður verjanda A = 53 þúsund krónur. Um það bil ári síðar fær A svo símtalið góða frá lögreglunni. Hvers vegna ætli það hafi verið? Jú, stúlkan sem hafði átt veskið var þá stödd í skýrslutöku hjá lögreglu í öðru óskyldu máli. Í þeirri skýrslutöku barst fyrir tilviljun samtalið að því máli sem hér er til umfjöllunar. Allt í einu sagði hún þá að eigandi þessara 0,3 gramma af kannabis væri stelpa sem bæri nafn A. Ekki veit ég af hverju lögreglan hringdi í A. Var hún hugsanlega bara fyrst á listanum í þjóðskrá eða á já.is? Höfðu þeir eitthvað annað sem benti til þess að hún væri hin seka? Ég veit ekki svörin við þessum spurningum en ég get ekki séð að þau skipti höfuðmáli. Í skýrslutökunni yfir A var hún síðan spurð hvort hún ætti þessi 0,3 grömm af grasi og hvort hún hefði verið í umræddu partýi árið áður. Hún svaraði neitandi og þar með lauk skýrslutökunni. Lögreglan sat síðan eftir og skrifaði enn eina skýrsluna. Ég fékk greiddar 53 þúsund krónur auk virðisaukaskatts úr ríkissjóði fyrir skýrslutökuna. Ekki veit ég hvað gerðist eftir þetta og hvort þeir hafi boðað fleiri aðila í skýrslutöku sem bera sama algenga nafnið og A. Maður getur bara vonað að þessi vandræðalega skýrslutaka hafi orðið síðasta verkið í þessum tiltekna eltingarleik. En þetta er bara eitt dæmi um leik sem er gegnumgangandi alla daga ársins. Hver er þá heildarkostnaðurinn af þessu eina máli? Með því að leggja saman þessar tölur er hæglega hægt að komast nærri heilli milljón króna. Milljón sem hægt hefði verið að nota í forvarnir, meðferð fólks með fíknivanda eða til að laga holurnar í götum Reykjavíkurborgar. Hvers virði er þessi milljón í þessum löggu- og bófaleik? Jafnvel ef A hefði verið sú seka og hefði viðurkennt að eiga þessi 0,3 grömm af grasi. Hver er ávinningurinn? Hefði peningunum þá verið vel varið í þessu máli? Ég trúi því ekki að nokkur maður með vott af heilbrigðri skynsemi myndi svara þeirri spurningu játandi. Framangreind saga er einungis eitt af fjölmörgum dæmum sem ég hef orðið vitni að í þessum málaflokki. Þessi mál hafa misboðið mér eins og ég vona að þér kæri lesandi sé nú misboðið. Frumvarpið um afglæpavæðingu hefði skrúfað algjörlega fyrir svona eltingarleik um smávægilega neysluskammta. Eltingaleik sem tekur upp stóran hluta af tíma lögreglunnar ár hvert. Tíma sem óneitanlega væri betur varið í annað. Þegar meirihlutinn á Alþingi kaus gegn frumvarpinu um afglæpavæðingu vísuðu þingmenn meirihlutans m.a. til þess að það væru nú þegar voða litlar refsingar við neysluskömmtum og því skipti þetta litlu máli. Þetta er rangt að svo mörgu leyti. Eins og staðan er í dag eru neytendur sektaðir fyrir vörslu neysluskammta og það er refsing. Neytendur geta rofið skilorð finnist neysluskammtur á þeim. Þá verða þvingunaraðgerðir lögreglu eins og leit, húsleit, handtaka og líkamsrannsókn (sem ella væru ólögmætar) sjálfkrafa lögmætar við það eitt að neysluskammtur finnst á viðkomandi við aðgerðirnar. Þá vísuðu þingmenn meirihlutans til þess að ekki hefði verið haft nægilegt samráð við lögregluna. Þetta var notað sem röksemd fyrir því að kjósa gegn afglæpavæðingarfrumvarpinu. Fyrir það fyrsta er fullyrðingin röng enda hefur margsinnis verið leitað álits lögreglu á málinu og það m.a. við undirbúning þessa frumvarps. Þaðan kemur hins vegar alltaf sama svarið. Lögreglan er á móti afglæpavæðingu. Hins vegar get ég ekki séð hvers vegna lögreglan á yfir höfuð að hafa eitthvað um þetta að segja. Lögreglan á að vinna eftir lögunum eins og þau eru á hverjum tíma en ekki ákveða hvað eigi að vera refsivert. Á lögreglan að hafa eitthvað um þetta að segja? Í þessum málaflokki virðist fólk oft eiga erfitt með að sjá hversu fráleitt það er að leita álits lögreglunnar á mögulegu afnámi refsinga. Ef við hins vegar skoðum þetta út frá öðru óskyldu máli, þá finnst mér það varpa ágætu ljósi á vandamálið. Tökum til dæmis bann við samkynhneigð. Slíkt bann er því miður enn við líði í mörgum ríkjum heims en þeim fer þó sem betur fer fækkandi. Gefum okkur að slíkt bann væri við líði á Íslandi. Staðan væri hins vegar sú að flestallir stjórnmálaflokkar væru komnir á þá skoðun að rangt sé að refsa fyrir samkynhneigð. Þrátt fyrir þetta hefði enginn flokkur við stjórn enn þorað að ríða á vaðið og breyta lögunum. Gamlir og íhaldssamir kjósendur væru á móti breytingum og þar færu mikilvæg atkvæði við næstu kosningar. Nákvæmlega þannig er einmitt staðan í þessu máli núna á Alþingi. Nánast allir flokkar eru efnislega sammála um afglæpavæðinguna og bæði Sjálfstæðisflokkurinn og VG eru beinlínis með það á stefnuskrá sinni. En aftur að hinu tilbúna dæmi um samkynhneigð. Segjum sem svo að þessi staða væri uppi en ríkisstjórnin fengist ekki til að afnema refsingarnar. Skipaði bara nefnd eftir nefnd til að vinna skýrslu eftir skýrslu og málið sofnaði alltaf aftur. Síðan kæmi stjórnarandstöðuflokkur loksins með frumvarp þar sem afnema ætti í eitt skipti fyrir öll refsingar við samkynhneigð. Stjórnarflokkarnir myndu síðan greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Aðspurðir um þessa furðulegu atkvæðagreiðslu myndu stjórnarþingmennirnir nota það sem röksemd fyrir atkvæði sínu að ekki hefði verið haft nægilegt samráð við lögregluna. Lögreglan sæi nú um að framfylgja banninu þ.e.a.s. að handtaka samkynhneigða og refsa þeim. Lögreglan sæi um að leita á grunuðum og í híbýlum þeirra að sönnunargögnum. Skiptir í alvörunni einhverju máli í þessu tilviki hvort að lögreglan vilji eða vilji ekki halda áfram að refsa samkynhneigðum og beita þá slíkum órétti? Nei, auðvitað ekki. Hér er um ólög að ræða sem ber að afnema og spurningin er eingöngu pólitísk rétt eins og spurningin um afnám refsinga við neysluskömmtum. Það að lögreglan vilji halda heimildum sínum til að níðast löglega á fólki með vímuefnavanda, skiptir engu máli. Þingmenn stjórnarinnar viðurkenna hver á fætur öðrum að það sé siðferðislega óverjandi að halda áfram þessari refsistefnu en telja hins vegar að það megi alls ekki afnema hana strax. Ein af meginástæðum þess að það þarf að bíða lengur sé sú, að nú þurfi í enn eitt skiptið að leita álits lögreglunnar á afnámi refsistefnunnar. Þetta sýnir einfaldlega hversu rökþrota varðhundar refsistefnunnar eru orðnir. Öll efnisleg rök með stefnunni eru dauð. Erlendis hafa ríki eins og Portúgal og Sviss fyrir löngu vikið frá stefnunni með hreint ótrúlega góðum árangri. Fjöldi ríkja hafa lögleitt kannabis s.s. Bandaríkin (sum fylki), Kanada, Uruguay o.fl. Í hvert einasta skipti sem ríki fara í þessa átt er þróunin svipuð. Þegar reynsla kemst á breytingarnar hefur andstaða almennings og hinna íhaldssömustu stjórnmálamanna dvínað jafnt og þétt eftir lögleiðingu. Yfirleitt finnst nánast enginn sem vill fara til baka áratug síðar. Þá er búið að margsanna að stefnan virkar ekki og hefur ekkert nema hryllilegar afleiðingar í för með sér. Þeim mun harðari refsingar þeim mun meiri dauði, þjáningar og fjárhagslegt tjón fyrir samfélagið. Rökin með refsistefnunni sem eftir standa eru í þessum gæðaflokki: Lögreglan vill þetta ekki og við verðum að hlusta á þá. Eru lögregluþjónar á Íslandi annars ekki örugglega sérfræðingar í því hvort að refsistefnan sé góð eða slæm? Eru þeir ekki best fallnir til að meta hvort aðrar leiðir hafi í öðrum löndum virkað betur? Höfundur er starfandi hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar