Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júlí 2020 20:00 Á myndinni má sjá þá sem að samingsgerðinni komu: Standandi: Kristófer Jónasson frá LOGOS, Gunnar Sturluson frá LOGOS, Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi og Árni Einarsson, stjórnarmaður í Mál og menningu og Forlaginu. Sitjandi: Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, Röstan Panday, stjórnarformaður Storytel AB, Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, Soffía Eydís Björgvinsdóttir frá KPMG og Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Seljandinn, bókmenntafélagið Mál og menning, mun áfram fara með þrjátíu prósenta hlut í félaginu sem mun starfa sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið streymisveitu Storytel á Íslandi. „Hvernig er hljóðið í rithöfundum varðandi þessa breytingu? Auðvitað kemur þetta höfundum og mörgum á óvart. En ég held og hef heyrt að þegar við höfum útskýrt fyrir þeim hvaða breytingar þetta hefur í för með sér þá sjá allir tækifæri í þessu,“ sagði Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann segir jafnframt að breyting á eignarhaldi muni í engum tilfellum hafa áhrif á sjálfstæði íslenskra rithöfunda. Stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins tekur í sama streng. „Það eru í gildi samningar milli félags bókaútgefanda og rithöfundasambands íslands og Forlagið sem fyrirtæki óháð eignarhaldi ber ábyrgð á að þeir samningar séu efndir,“ sagði Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. „Það hefur ekki verið neitt launungarmál að sala á prentuðum bókum hérlendis jafnt og erlendis dregist verulega saman. Hins vegar hefur sala á stafrænum bókum nánast alls staðar annars staðar á nágrannalöndunum aukist verulega,“ sagði Egill Örn. Ísland hafi þó setið eftir en nú gefst að sögn Egils tækifæri til að stíga skref inn í framtíðina. Landsstjóri Storytel á Íslandi segir greiðslur til höfunda tryggðar þegar um stafræna útgáfu er að ræða. Storytel gerir greiðslusamninga við Forlagið sem gerir samninga við útgefendur og höfunda. „Við höfum svosem ekki upplýsingar hverjar þær greiðslur eru en við greiðum á milli 50 og 60% af öllum okkar tekjum til útgefanda,“ sagði Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir 100 þúsund færri kindur í dag en fyrir 10 árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Seljandinn, bókmenntafélagið Mál og menning, mun áfram fara með þrjátíu prósenta hlut í félaginu sem mun starfa sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið streymisveitu Storytel á Íslandi. „Hvernig er hljóðið í rithöfundum varðandi þessa breytingu? Auðvitað kemur þetta höfundum og mörgum á óvart. En ég held og hef heyrt að þegar við höfum útskýrt fyrir þeim hvaða breytingar þetta hefur í för með sér þá sjá allir tækifæri í þessu,“ sagði Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann segir jafnframt að breyting á eignarhaldi muni í engum tilfellum hafa áhrif á sjálfstæði íslenskra rithöfunda. Stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins tekur í sama streng. „Það eru í gildi samningar milli félags bókaútgefanda og rithöfundasambands íslands og Forlagið sem fyrirtæki óháð eignarhaldi ber ábyrgð á að þeir samningar séu efndir,“ sagði Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. „Það hefur ekki verið neitt launungarmál að sala á prentuðum bókum hérlendis jafnt og erlendis dregist verulega saman. Hins vegar hefur sala á stafrænum bókum nánast alls staðar annars staðar á nágrannalöndunum aukist verulega,“ sagði Egill Örn. Ísland hafi þó setið eftir en nú gefst að sögn Egils tækifæri til að stíga skref inn í framtíðina. Landsstjóri Storytel á Íslandi segir greiðslur til höfunda tryggðar þegar um stafræna útgáfu er að ræða. Storytel gerir greiðslusamninga við Forlagið sem gerir samninga við útgefendur og höfunda. „Við höfum svosem ekki upplýsingar hverjar þær greiðslur eru en við greiðum á milli 50 og 60% af öllum okkar tekjum til útgefanda,“ sagði Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir 100 þúsund færri kindur í dag en fyrir 10 árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira