Innlent

Opna Píeta­símann sem verður opinn allan sólar­hringinn

Atli Ísleifsson skrifar
Kristín Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Píetasamtakanna.
Kristín Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Píetasamtakanna. Vísir/Egill

Píeta-samtökin opnuðu í dag fyrir nýja þjónustu, Píetasímann, sem verður opinn allan sólarhringinn og er liður í því að auka þjónustu við þá sem eru með sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra.

Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píetasamtakanna, segir að samtökin hafi fengið tveggja milljóna styrk frá félagsmálaráðuneytinu sem hafi gert þeim kleift að ráðast í þetta tilraunaverkefni í sex mánuði, fullmannað.

Kristín segir í samtali við Vísi að samtökin hefur verið að þróa verklag og þjálfa starfsfólk. „Það verða því sérþjálfaðir fulltrúar sem svara. Við tókum eftir því á þessum covid-tímum og yfir páskana, þegar við vorum með svona síma sem var opinn allan sólarhringinn, þá sáum við mjög skýrt að þarna var þörf.

Svo vinnum við náið með 1717 sem hefur orðið var við aukningu á símtölum frá fólki með sjálfsvígshugsanir. Við sérhæfum okkur í þessu og teljum okkur vera að vinna saman þarna og vonandi létta á 1717,“ segir í Kristín.

Sími Píetasímans er 5522218.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×