Innlent

Skjálfti 2,9 að stærð norður af Siglu­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Siglufirði. Skjálftar síðustu daga hafa margir fundist vel í bænum. 
Frá Siglufirði. Skjálftar síðustu daga hafa margir fundist vel í bænum.  Vísir/Egill

Jarðskjálftahrinan við mynni Eyjafjarðar er enn yfirstandandi, en klukkan 2:08 mældist skjálfti af stærð 2,9 um 20 kílómetrum norðaustur af Siglufirði.

Þetta kemur fram á heimasíðu Veðurstofunnar, en engar tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist í byggð.

„Þann 28. júní um kl. 19:47 mældist skjálfti af stærð 3,6 og kl. 23:25 af stærð M3,0 á sömu slóðum og fundust báðir í byggð.

Frá því að hrinan hófst 19. júní hefur sjálfvirkt jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar staðsett um 9000 skjálfta. Þrír skjálftar yfir 5 að stærð hafa mælst í hrinunni, sá stærsti á sunnudagskvöldið kl. 19:07 af stærð 5,8 rúma 30 km NNA af Siglufirði. Aðrir skjálftar yfir 5 að stærð voru 5,6 og 5,4 að stærð og voru staðsettir rúma 20 km NA af Siglufirði.

Enn mælist mikið af minni skjálftum á svæðinu og áfram eru líkur á því að fleiri stærri skjálftar muni verða,“ segir í færslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×