Gefur lítið fyrir ummæli Ólafs um malbikun Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 22:46 G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar gefur lítið fyrir ummæli Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings um malbik og hvernig staðið er að lagningu þess á Íslandi. G. Pétur segir að malbik sé lagt með nákvæmlega sama hætti hér á landi og annars staðar. Ólafur var harðorður í garð Vegagerðarinnar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann ræddi þar malbik og aðstæður á vegum eftir að tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á Kjalarnesi á sunnudag. Fram hefur komið að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegarkaflanum þar sem banaslysið varð hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Talið er að malbikið, sem var nýlagt, hafi verið hálla en við verður unað. „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ sagði Ólafur í Bítinu í morgun. Þá sagði hann að það væri „eiginlega allt sem er að“ í málaflokknum. Notað væri íslenskt berg en ekki innflutt kvars og að bikið sem notað væri hentaði ekki hitastiginu á Íslandi. G. Pétur ræddi ástand malbiksins á slysstað í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði ljóst að hálkustig malbiksins þegar slysið varð hefðu verið langt fyrir neðan leyfileg viðnámsmörk. „Við vitum sem er að malbik er alltaf hálla þegar er nýbúið að leggja það, og það jafnar sig smám saman, það er í eðli þess, þess vegna setjum við þær kröfur í útboðsgögnin um það hvert viðnámið má vera þegar það er nýútlagt. Það eru ákveðin mörk og þetta var langt fyrir neðan þau mörk, svolítið mikið fyrir neðan þau. Við þurfum að reyna að komast að því hvað gerðist og hvort við getum þá komist að því, því þetta er nokkuð flókið dæmi.“ Þá gaf hann lítið fyrir ummæli Ólafs í Bítinu í morgun. „Ég verð eiginlega að segja það að mér finnst stórmerkilegt hvað Ólafur Guðmundsson getur séð af því einu að horfa bara á malbikið. Við hjá Vegagerðinni höfum ekki þá hæfileika. Eins og ég var að lýsa þurfum við að senda þetta út til rannsóknar til þess að skoða þetta.“ Þá sagði G. Pétur að malbik hér á Íslandi væri lagt með svipuðum hætti og í nágrannalöndunum. „Já, já, já. Malbikið er með nákvæmlega sama hætti og annars staðar. Síðan erum við líka með klæðingu sem er svolítið öðruvísi, sem er meira þá á þjóðvegunum þar sem umferðin er minni. Það er líka klætt með þeim hætti erlendis. En það er náttúrulega á umferðarminni vegi, það er lengra úti á landi hjá þeim heldur en hér. […] En auðvitað eru stundum séríslenskar aðstæður, og þá sérstaklega veðrið.“ Viðtalið við G. Pétur má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Bifhjólamenn vilja sjá tafarlausar aðgerðir í vegamálum Á þriðja hundrað bifhjólamanna komu saman við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag til að krefjast bættra vega. Mínútu þögn var vegna fallinna bifhjólamanna í umferðinni. 30. júní 2020 20:00 Segir nánast allt að sem við kemur malbikun „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. 30. júní 2020 13:06 Ætla að malbika upp á nýtt á Kjalarnesi eftir banaslysið Vegagerðin ætlar að leggja nýtt malbik yfir kafla á Kjalarnesi þar sem nýlagt malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám. Tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á veginum í gær. 29. júní 2020 16:31 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar gefur lítið fyrir ummæli Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings um malbik og hvernig staðið er að lagningu þess á Íslandi. G. Pétur segir að malbik sé lagt með nákvæmlega sama hætti hér á landi og annars staðar. Ólafur var harðorður í garð Vegagerðarinnar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann ræddi þar malbik og aðstæður á vegum eftir að tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á Kjalarnesi á sunnudag. Fram hefur komið að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegarkaflanum þar sem banaslysið varð hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Talið er að malbikið, sem var nýlagt, hafi verið hálla en við verður unað. „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ sagði Ólafur í Bítinu í morgun. Þá sagði hann að það væri „eiginlega allt sem er að“ í málaflokknum. Notað væri íslenskt berg en ekki innflutt kvars og að bikið sem notað væri hentaði ekki hitastiginu á Íslandi. G. Pétur ræddi ástand malbiksins á slysstað í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði ljóst að hálkustig malbiksins þegar slysið varð hefðu verið langt fyrir neðan leyfileg viðnámsmörk. „Við vitum sem er að malbik er alltaf hálla þegar er nýbúið að leggja það, og það jafnar sig smám saman, það er í eðli þess, þess vegna setjum við þær kröfur í útboðsgögnin um það hvert viðnámið má vera þegar það er nýútlagt. Það eru ákveðin mörk og þetta var langt fyrir neðan þau mörk, svolítið mikið fyrir neðan þau. Við þurfum að reyna að komast að því hvað gerðist og hvort við getum þá komist að því, því þetta er nokkuð flókið dæmi.“ Þá gaf hann lítið fyrir ummæli Ólafs í Bítinu í morgun. „Ég verð eiginlega að segja það að mér finnst stórmerkilegt hvað Ólafur Guðmundsson getur séð af því einu að horfa bara á malbikið. Við hjá Vegagerðinni höfum ekki þá hæfileika. Eins og ég var að lýsa þurfum við að senda þetta út til rannsóknar til þess að skoða þetta.“ Þá sagði G. Pétur að malbik hér á Íslandi væri lagt með svipuðum hætti og í nágrannalöndunum. „Já, já, já. Malbikið er með nákvæmlega sama hætti og annars staðar. Síðan erum við líka með klæðingu sem er svolítið öðruvísi, sem er meira þá á þjóðvegunum þar sem umferðin er minni. Það er líka klætt með þeim hætti erlendis. En það er náttúrulega á umferðarminni vegi, það er lengra úti á landi hjá þeim heldur en hér. […] En auðvitað eru stundum séríslenskar aðstæður, og þá sérstaklega veðrið.“ Viðtalið við G. Pétur má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Bifhjólamenn vilja sjá tafarlausar aðgerðir í vegamálum Á þriðja hundrað bifhjólamanna komu saman við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag til að krefjast bættra vega. Mínútu þögn var vegna fallinna bifhjólamanna í umferðinni. 30. júní 2020 20:00 Segir nánast allt að sem við kemur malbikun „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. 30. júní 2020 13:06 Ætla að malbika upp á nýtt á Kjalarnesi eftir banaslysið Vegagerðin ætlar að leggja nýtt malbik yfir kafla á Kjalarnesi þar sem nýlagt malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám. Tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á veginum í gær. 29. júní 2020 16:31 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Bifhjólamenn vilja sjá tafarlausar aðgerðir í vegamálum Á þriðja hundrað bifhjólamanna komu saman við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag til að krefjast bættra vega. Mínútu þögn var vegna fallinna bifhjólamanna í umferðinni. 30. júní 2020 20:00
Segir nánast allt að sem við kemur malbikun „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. 30. júní 2020 13:06
Ætla að malbika upp á nýtt á Kjalarnesi eftir banaslysið Vegagerðin ætlar að leggja nýtt malbik yfir kafla á Kjalarnesi þar sem nýlagt malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám. Tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á veginum í gær. 29. júní 2020 16:31