Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2020 11:00 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára var samþykkt á Alþingi í gærkvöldi. Með henni verður tæpum 633 milljörðum króna varið í málaflokkinn á tímabilinu. Vísir/Vilhelm Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. Tillagan felur í sér endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Bein framlög til samgöngumála munu nema alls tæpum 633 milljörðum króna á fimmtán ára tímabili samgönguáætlunar. Til vegagerðar munu falla tæpir 560 milljarðar, um 37 milljarðar til flugvalla og flugleiðsögu, rúmir 14 milljarðar til hafnarmála, rúmir 19 milljarðar í stjórnsýslu, öryggi og eftirlit og rúmir 2,5 milljarðar til Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Áætlunin hefur valdið miklu fjaðrafoki á Alþingi og var Miðflokkurinn meðal annars sakaður um málþóf. Þingmenn Miðflokksins höfðu lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu og innanlandsflug. Við endurskoðun samgönguáætlunarinnar var samþykkt að auka framlög til vegagerðar umtalsvert. Þeim fjármunum verður meðal annars varið í aukin framlög til nýframkvæmda og viðhalds vega og þjónustu. Þá verður fjölmörgum framkvæmdum flýtt á tímabili áætlunarinnar með sérstakri áherslu á að bæta umferðaröryggi og tengingar á milli byggða. Þá er í áætluninni falin sérstök jarðgangaáætlun og í henni er meðal annars gert ráð fyrir að framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng hefjist árið 2022. Fjarðarheiðargöng verða sett í forgang en í kjölfarið hefjast framkvæmdir á göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og síðan Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Þar með verði komið á hringtengingu á svæðinu. Sem hluti af samgönguáætlun fyrir næstu fimmtán árin var einnig samþykkt tillaga um samgönguáætlun næstu fimm ára en útgjöld í málaflokkinn munu aukast um fjóra milljarða á ári 2020-2024. Reykjavíkurflugvöllur þjónar enn innanlandsflugi Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að flytja skuli Reykjavíkurflugvöll svo fljótt sem auðið er var felld með 47 atkvæðum. Tillagan var gerð á grein sem segir til um að Reykjavíkurflugvöllur skuli áfram sinna innanlandsflugi með fullnægjandi hætti á meðan annar jafn góður eða betri kostur sé ekki fyrir hendi. Með tillögunni lagði Björn til að flugvöllurinn skyldi færður eins fljótt og auðið er en hann gæti enn þjónað innanlandsflugi þar til nýr flugvöllur hefði verið byggður. Þá var önnur breytingatillaga hans felld en hann lagði til að ekki væri heimilt að innheimta veggjöld. Björn hefur ítrekað gagnrýnt það að veggjöld skuli heimil. Hann hefur meðal annars greint frá því að með veggjöldum sé miðað að því að fjármagna og flýta ýmsum framkvæmdum og bæta nýjum við. Samvinnuverkefni ríkis og opinberra aðila Þá var lagt til samþykkis frumvarp um Samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir sem samþykkt var með 35 atkvæðum gegn einu. Nítján sátu hjá. Með verkefninu er lögð enn meiri áhersla í samgönguáætluninni á aukna samvinnu milli hins opinbera og einkaaðila við hraða uppbyggingu framkvæmda. Ríkinu verður þar með heimilað að semja við einkaaðila um tilteknar framkvæmdir. Meðal þess sem áætlað er að verði samið um eru: Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegur um Mýrdal, jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Frumvarpið hefur verið umdeilt og hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, meðal annars verið sakaður um að koma því í gegn um þingið í skugga kórónuveirufárs, sem hann hefur alfarið vísað á bug. Þá hefur Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, sagt að með frumvarpinu sé grímulaust verið að hygla verktökum á kostnað almennings. Einkaaðilum sé með þessu kleift að færa í eigin vasa um 20 til 30 prósent af kostnaði. Alþingi Samgöngur Sundabraut Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. Tillagan felur í sér endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Bein framlög til samgöngumála munu nema alls tæpum 633 milljörðum króna á fimmtán ára tímabili samgönguáætlunar. Til vegagerðar munu falla tæpir 560 milljarðar, um 37 milljarðar til flugvalla og flugleiðsögu, rúmir 14 milljarðar til hafnarmála, rúmir 19 milljarðar í stjórnsýslu, öryggi og eftirlit og rúmir 2,5 milljarðar til Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Áætlunin hefur valdið miklu fjaðrafoki á Alþingi og var Miðflokkurinn meðal annars sakaður um málþóf. Þingmenn Miðflokksins höfðu lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu og innanlandsflug. Við endurskoðun samgönguáætlunarinnar var samþykkt að auka framlög til vegagerðar umtalsvert. Þeim fjármunum verður meðal annars varið í aukin framlög til nýframkvæmda og viðhalds vega og þjónustu. Þá verður fjölmörgum framkvæmdum flýtt á tímabili áætlunarinnar með sérstakri áherslu á að bæta umferðaröryggi og tengingar á milli byggða. Þá er í áætluninni falin sérstök jarðgangaáætlun og í henni er meðal annars gert ráð fyrir að framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng hefjist árið 2022. Fjarðarheiðargöng verða sett í forgang en í kjölfarið hefjast framkvæmdir á göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og síðan Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Þar með verði komið á hringtengingu á svæðinu. Sem hluti af samgönguáætlun fyrir næstu fimmtán árin var einnig samþykkt tillaga um samgönguáætlun næstu fimm ára en útgjöld í málaflokkinn munu aukast um fjóra milljarða á ári 2020-2024. Reykjavíkurflugvöllur þjónar enn innanlandsflugi Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að flytja skuli Reykjavíkurflugvöll svo fljótt sem auðið er var felld með 47 atkvæðum. Tillagan var gerð á grein sem segir til um að Reykjavíkurflugvöllur skuli áfram sinna innanlandsflugi með fullnægjandi hætti á meðan annar jafn góður eða betri kostur sé ekki fyrir hendi. Með tillögunni lagði Björn til að flugvöllurinn skyldi færður eins fljótt og auðið er en hann gæti enn þjónað innanlandsflugi þar til nýr flugvöllur hefði verið byggður. Þá var önnur breytingatillaga hans felld en hann lagði til að ekki væri heimilt að innheimta veggjöld. Björn hefur ítrekað gagnrýnt það að veggjöld skuli heimil. Hann hefur meðal annars greint frá því að með veggjöldum sé miðað að því að fjármagna og flýta ýmsum framkvæmdum og bæta nýjum við. Samvinnuverkefni ríkis og opinberra aðila Þá var lagt til samþykkis frumvarp um Samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir sem samþykkt var með 35 atkvæðum gegn einu. Nítján sátu hjá. Með verkefninu er lögð enn meiri áhersla í samgönguáætluninni á aukna samvinnu milli hins opinbera og einkaaðila við hraða uppbyggingu framkvæmda. Ríkinu verður þar með heimilað að semja við einkaaðila um tilteknar framkvæmdir. Meðal þess sem áætlað er að verði samið um eru: Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegur um Mýrdal, jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Frumvarpið hefur verið umdeilt og hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, meðal annars verið sakaður um að koma því í gegn um þingið í skugga kórónuveirufárs, sem hann hefur alfarið vísað á bug. Þá hefur Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, sagt að með frumvarpinu sé grímulaust verið að hygla verktökum á kostnað almennings. Einkaaðilum sé með þessu kleift að færa í eigin vasa um 20 til 30 prósent af kostnaði.
Alþingi Samgöngur Sundabraut Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira