Bakarí Kristínar brann til grunna Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2020 08:20 Frá vettvangi brunans. Huy Bunleng News Bakarí í eigu Kristínar Báru Haraldsdóttur og Adrian Cowen í Kambódíu brann til kaldra kola þann 11. júní síðastliðinn. Hafin er söfnun til að þau geti hafið rekstur á ný, sem fram að brunanum hafði ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Kristín og Adrian segjast hafa flust til Otres Villages í Kambódíu eftir að hafa verið búsett í New York í Bandaríkjunum til margra ára. Þau hafi kunnað vel við sig í Kambódíu og orðið „ástfangin af landi og þjóð“ eins og þau orða það á vefsíðu söfnunarinnar. Kristín og Adrian settu á fót bakaríið Bake and Bake fyrir um fjórum árum, sem sérhæfir sig í framleiðslu innpakkaðra smákaka sem seldar eru víðsvegar um Kambódíu. Þó svo að þau segi að rekstur þeirra hafi verið sjálfbær áður en hann brann til grunna eiga kambódísk stjórnvöld að hafa reynst þeim óþægur ljár í þúfu. Þau hafi þannig endurskipulagt stóran hluta Otres Village fyrir um hálfu ári síðan, tekið landsvæði eignarnámi og jafnað upprunalegt húsnæði Bake and Bake við jörðu. Þrátt fyrir raskið hafi kambódísk stjórnvöld ekki boðið Kristínu, Adrian né öðrum íbúum svæðisins neinar sárabætur. Bakaríið var því opnað á nýjum stað, sem svo brann svo til grunna að morgni 11. júní sem fyrr segir. Engin slys urðu þó á fólki. Hafin er hópsöfnun fyrir aðstandendur Bake and bake og ætla þau sér að safna næstum 46 þúsund sterlingspundum, um 8 milljónum króna, svo þau geti hafið rekstur á ný. Söfnunina og frekar upplýsingar má nálgast með því að smella hér. Íslendingar erlendis Kambódía Bakarí Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Bakarí í eigu Kristínar Báru Haraldsdóttur og Adrian Cowen í Kambódíu brann til kaldra kola þann 11. júní síðastliðinn. Hafin er söfnun til að þau geti hafið rekstur á ný, sem fram að brunanum hafði ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Kristín og Adrian segjast hafa flust til Otres Villages í Kambódíu eftir að hafa verið búsett í New York í Bandaríkjunum til margra ára. Þau hafi kunnað vel við sig í Kambódíu og orðið „ástfangin af landi og þjóð“ eins og þau orða það á vefsíðu söfnunarinnar. Kristín og Adrian settu á fót bakaríið Bake and Bake fyrir um fjórum árum, sem sérhæfir sig í framleiðslu innpakkaðra smákaka sem seldar eru víðsvegar um Kambódíu. Þó svo að þau segi að rekstur þeirra hafi verið sjálfbær áður en hann brann til grunna eiga kambódísk stjórnvöld að hafa reynst þeim óþægur ljár í þúfu. Þau hafi þannig endurskipulagt stóran hluta Otres Village fyrir um hálfu ári síðan, tekið landsvæði eignarnámi og jafnað upprunalegt húsnæði Bake and Bake við jörðu. Þrátt fyrir raskið hafi kambódísk stjórnvöld ekki boðið Kristínu, Adrian né öðrum íbúum svæðisins neinar sárabætur. Bakaríið var því opnað á nýjum stað, sem svo brann svo til grunna að morgni 11. júní sem fyrr segir. Engin slys urðu þó á fólki. Hafin er hópsöfnun fyrir aðstandendur Bake and bake og ætla þau sér að safna næstum 46 þúsund sterlingspundum, um 8 milljónum króna, svo þau geti hafið rekstur á ný. Söfnunina og frekar upplýsingar má nálgast með því að smella hér.
Íslendingar erlendis Kambódía Bakarí Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira