Þórólfur: Ekki rétt að hækka viðmið úr 500 í 2.000 um sinn Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2020 14:21 Frá upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Vísir/Sigurjón Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sökum fjölgunar kórónuveirusmita á landinu síðustu daga sé ekki rétt að hækka viðmið samkomubanns úr fimm hundruð í tvö þúsund um sinn. Þá sé enn fremur ekki hægt að mæla með að rýmka opnunartíma skemmtistaða í bili. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar sem hófst klukkan 14. Í síðustu viku sagði Þórólfur að hann hugðist leggja til að við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns yrðu næst hækkuð úr fimm hundruð í tvö þúsund manns mánudaginn 13. júlí næstkomandi. Á þeim fundi sagði hann einnig að til skoðunar væri að rýmka opnunartíma vínveitingastaða en þeim hefur síðustu vikur verið gert að loka klukkan 23. Nú segir sóttvarnalæknir hins vegar að beðið verði með nákvæmar dagsetningar hvað þetta varðar. Hafa slakað „mjög, mjög“ á smitvörnum Þórólfur sagði greinilegt sé að fólk hafi slakað „mjög, mjög“ mikið á smitvörnum undanfarið um leið og hann brýndi fyrir fólki að huga að hreinlæti. Það geti búið til kjöraðstæður fyrir veiruna að ná sér á strik aftur. Sóttvarnalæknir hvatti almenning til að taka sig á í almennum smitvörnum og virða prédikanir yfirvalda. Það yrði töluvert áfall ef herða þyrfti takmarkanir frekar eftir þær fórnir sem hafa verið færðar á undanförnum mánuðum. Gætu þurft að bakka og fara í harðari aðgerðir Þórólfur segir að ef fleiri hópsýkingar koma upp í tengslum við samkomur gætu yfirvöld þurft að bakka og fara í harðari aðgerðir. Því brýni yfirvöld fyrir almeningi að fylgja smitvörnum áfram. Ekki hafi þó fleiri smit komið upp en þau fjögur sem hafa nú greinst og það sé ánægjulegt. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Upplýsingafundur vegna opnunar landamæra og Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn um opnun landamæra og COVID-19 klukkan 14:00 í dag. 29. júní 2020 13:30 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sökum fjölgunar kórónuveirusmita á landinu síðustu daga sé ekki rétt að hækka viðmið samkomubanns úr fimm hundruð í tvö þúsund um sinn. Þá sé enn fremur ekki hægt að mæla með að rýmka opnunartíma skemmtistaða í bili. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar sem hófst klukkan 14. Í síðustu viku sagði Þórólfur að hann hugðist leggja til að við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns yrðu næst hækkuð úr fimm hundruð í tvö þúsund manns mánudaginn 13. júlí næstkomandi. Á þeim fundi sagði hann einnig að til skoðunar væri að rýmka opnunartíma vínveitingastaða en þeim hefur síðustu vikur verið gert að loka klukkan 23. Nú segir sóttvarnalæknir hins vegar að beðið verði með nákvæmar dagsetningar hvað þetta varðar. Hafa slakað „mjög, mjög“ á smitvörnum Þórólfur sagði greinilegt sé að fólk hafi slakað „mjög, mjög“ mikið á smitvörnum undanfarið um leið og hann brýndi fyrir fólki að huga að hreinlæti. Það geti búið til kjöraðstæður fyrir veiruna að ná sér á strik aftur. Sóttvarnalæknir hvatti almenning til að taka sig á í almennum smitvörnum og virða prédikanir yfirvalda. Það yrði töluvert áfall ef herða þyrfti takmarkanir frekar eftir þær fórnir sem hafa verið færðar á undanförnum mánuðum. Gætu þurft að bakka og fara í harðari aðgerðir Þórólfur segir að ef fleiri hópsýkingar koma upp í tengslum við samkomur gætu yfirvöld þurft að bakka og fara í harðari aðgerðir. Því brýni yfirvöld fyrir almeningi að fylgja smitvörnum áfram. Ekki hafi þó fleiri smit komið upp en þau fjögur sem hafa nú greinst og það sé ánægjulegt.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Upplýsingafundur vegna opnunar landamæra og Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn um opnun landamæra og COVID-19 klukkan 14:00 í dag. 29. júní 2020 13:30 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Upplýsingafundur vegna opnunar landamæra og Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn um opnun landamæra og COVID-19 klukkan 14:00 í dag. 29. júní 2020 13:30