Þórólfur: Ekki rétt að hækka viðmið úr 500 í 2.000 um sinn Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2020 14:21 Frá upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Vísir/Sigurjón Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sökum fjölgunar kórónuveirusmita á landinu síðustu daga sé ekki rétt að hækka viðmið samkomubanns úr fimm hundruð í tvö þúsund um sinn. Þá sé enn fremur ekki hægt að mæla með að rýmka opnunartíma skemmtistaða í bili. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar sem hófst klukkan 14. Í síðustu viku sagði Þórólfur að hann hugðist leggja til að við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns yrðu næst hækkuð úr fimm hundruð í tvö þúsund manns mánudaginn 13. júlí næstkomandi. Á þeim fundi sagði hann einnig að til skoðunar væri að rýmka opnunartíma vínveitingastaða en þeim hefur síðustu vikur verið gert að loka klukkan 23. Nú segir sóttvarnalæknir hins vegar að beðið verði með nákvæmar dagsetningar hvað þetta varðar. Hafa slakað „mjög, mjög“ á smitvörnum Þórólfur sagði greinilegt sé að fólk hafi slakað „mjög, mjög“ mikið á smitvörnum undanfarið um leið og hann brýndi fyrir fólki að huga að hreinlæti. Það geti búið til kjöraðstæður fyrir veiruna að ná sér á strik aftur. Sóttvarnalæknir hvatti almenning til að taka sig á í almennum smitvörnum og virða prédikanir yfirvalda. Það yrði töluvert áfall ef herða þyrfti takmarkanir frekar eftir þær fórnir sem hafa verið færðar á undanförnum mánuðum. Gætu þurft að bakka og fara í harðari aðgerðir Þórólfur segir að ef fleiri hópsýkingar koma upp í tengslum við samkomur gætu yfirvöld þurft að bakka og fara í harðari aðgerðir. Því brýni yfirvöld fyrir almeningi að fylgja smitvörnum áfram. Ekki hafi þó fleiri smit komið upp en þau fjögur sem hafa nú greinst og það sé ánægjulegt. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Upplýsingafundur vegna opnunar landamæra og Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn um opnun landamæra og COVID-19 klukkan 14:00 í dag. 29. júní 2020 13:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sökum fjölgunar kórónuveirusmita á landinu síðustu daga sé ekki rétt að hækka viðmið samkomubanns úr fimm hundruð í tvö þúsund um sinn. Þá sé enn fremur ekki hægt að mæla með að rýmka opnunartíma skemmtistaða í bili. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar sem hófst klukkan 14. Í síðustu viku sagði Þórólfur að hann hugðist leggja til að við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns yrðu næst hækkuð úr fimm hundruð í tvö þúsund manns mánudaginn 13. júlí næstkomandi. Á þeim fundi sagði hann einnig að til skoðunar væri að rýmka opnunartíma vínveitingastaða en þeim hefur síðustu vikur verið gert að loka klukkan 23. Nú segir sóttvarnalæknir hins vegar að beðið verði með nákvæmar dagsetningar hvað þetta varðar. Hafa slakað „mjög, mjög“ á smitvörnum Þórólfur sagði greinilegt sé að fólk hafi slakað „mjög, mjög“ mikið á smitvörnum undanfarið um leið og hann brýndi fyrir fólki að huga að hreinlæti. Það geti búið til kjöraðstæður fyrir veiruna að ná sér á strik aftur. Sóttvarnalæknir hvatti almenning til að taka sig á í almennum smitvörnum og virða prédikanir yfirvalda. Það yrði töluvert áfall ef herða þyrfti takmarkanir frekar eftir þær fórnir sem hafa verið færðar á undanförnum mánuðum. Gætu þurft að bakka og fara í harðari aðgerðir Þórólfur segir að ef fleiri hópsýkingar koma upp í tengslum við samkomur gætu yfirvöld þurft að bakka og fara í harðari aðgerðir. Því brýni yfirvöld fyrir almeningi að fylgja smitvörnum áfram. Ekki hafi þó fleiri smit komið upp en þau fjögur sem hafa nú greinst og það sé ánægjulegt.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Upplýsingafundur vegna opnunar landamæra og Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn um opnun landamæra og COVID-19 klukkan 14:00 í dag. 29. júní 2020 13:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira
Upplýsingafundur vegna opnunar landamæra og Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn um opnun landamæra og COVID-19 klukkan 14:00 í dag. 29. júní 2020 13:30