Innlent

Jörð skalf úti fyrir Siglufirði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði. Vísir/Jóhann K.

Jarðskjálftahrinan við mynni Eyjafjarðar stendur enn yfir. Í gærkvöldi mældust tveir skjálftar að stærð þrír eða stærri á svæðinu, sá fyrri 3,6 klukkan 19:47 um 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði og sá síðari að stærð 3,0 á sömu slóðum klukkan 23:25.

Tilkynningar bárust Veðurstofu um að báðir skjálftarnir hefðu fundist á Siglufirði sem og á Ólafsfirði.

Frá því að hrinan hófst 19. júní hefur sjálfvirkt jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar staðsett um 9000 skjálfta. Þrír skjálftar yfir 5 að stærð hafa mælst í hrinunni, sá stærsti á sunnudagskvöldið 21. júní klukkan 19:07 að stærð 5,8.

Aðrir skjálftar yfir 5 að stærð voru 5,6 og 5,4. Enn mælist mikið af minni skjálftum á svæðinu og áfram eru líkur á því að fleiri stærri skjálftar muni verða.


Tengdar fréttir

Skjálfti fjórir að stærð í morgun

Jarðskjálfti sem mældist fjórir að stærð varð rúma þrjátíu kílómetra norðaustur af Siglufirði klukkan sjö í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×