„Þessi harmleikur er ekkert slys“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2020 23:08 Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg, þar sem þrjú létu lífið, var nánast viðbúinn að sögn íbúa í hverfinu en einn til viðbótar er á gjörgæslu. Mikil sorg og reiði ríkir í hverfinu en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim látnu virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Sorgin og samúðin var áþreifanleg á Austurvelli í dag þar sem fólk vottaði þeim látnu virðingu sína. Í húsinu bjó erlent verkafólk sem missti allar eigur sínar í brunanum. Fólk var einnig komið saman til að mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks á húsnæðismarkaði hér á landi. Viðburðurinn var skipulagður af Pólverjum og íbúum í Vesturbænum. Enginn gerir neitt „Þessi harmleikur er ekkert slys. Þetta hefur verið á spjöldum verkalýðsfélaganna í að minnsta kosti fimm ár. Það hafa borist ótal kvartanir um þær aðstæður sem innflytjendur búa við hér á landi, og enginn gerir neitt í því. Þetta er forkastanlegt,“ sagði Wiktoria Joanna Ginter, einn skipuleggjenda fundarins. Slökkviliðsmenn mættu á fundinn til að votta virðingu sína. „Þetta náttúrulega reynir á allt samfélagið og alla sem koma að þessu,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að á meðal þeirra slökkviliðsmanna sem mættu á fundinn í dag hafi verið einhverjir sem tóku þátt í aðgerðum á vettvangi á fimmtudaginn. Hugur slökkviliðsins sé hjá aðstandendum þeirra sem létust. Eftir samstöðufundinn leiddi lögregla göngu að húsinu þar sem fólk lagði blóm við húsið. Búið að vara við því að þetta gæti gerst Íbúar í Vesturbænum segja að bæði sé ríkjandi sorg og reiði í hverfinu. Íbúar hafi ítrekað lýst áhyggjum sínum af aðstæðunum í húsinu. „Þetta var eiginlega nánast viðbúið. Það var búið að vara við þessu, að þetta gæti gerst, og núna hefur þetta gerst,“ segir einn íbúi Vesturbæjarins. Hann sé ekki tilbúinn að búa í samfélagi þar sem það viðgengst að verkafólk búi við jafn slæmar aðstæður og raun ber vitni. Jafnframt sagði hann málið stafa af kerfislægum vanda sem fælist í því að almennt væri samþykkt að erlent verkafólk lifði við aðstæður líkar þeim sem voru í húsinu sem brann. Svipmyndir frá fundinum og fleiri viðtöl má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 28. júní 2020 13:51 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg, þar sem þrjú létu lífið, var nánast viðbúinn að sögn íbúa í hverfinu en einn til viðbótar er á gjörgæslu. Mikil sorg og reiði ríkir í hverfinu en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim látnu virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Sorgin og samúðin var áþreifanleg á Austurvelli í dag þar sem fólk vottaði þeim látnu virðingu sína. Í húsinu bjó erlent verkafólk sem missti allar eigur sínar í brunanum. Fólk var einnig komið saman til að mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks á húsnæðismarkaði hér á landi. Viðburðurinn var skipulagður af Pólverjum og íbúum í Vesturbænum. Enginn gerir neitt „Þessi harmleikur er ekkert slys. Þetta hefur verið á spjöldum verkalýðsfélaganna í að minnsta kosti fimm ár. Það hafa borist ótal kvartanir um þær aðstæður sem innflytjendur búa við hér á landi, og enginn gerir neitt í því. Þetta er forkastanlegt,“ sagði Wiktoria Joanna Ginter, einn skipuleggjenda fundarins. Slökkviliðsmenn mættu á fundinn til að votta virðingu sína. „Þetta náttúrulega reynir á allt samfélagið og alla sem koma að þessu,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að á meðal þeirra slökkviliðsmanna sem mættu á fundinn í dag hafi verið einhverjir sem tóku þátt í aðgerðum á vettvangi á fimmtudaginn. Hugur slökkviliðsins sé hjá aðstandendum þeirra sem létust. Eftir samstöðufundinn leiddi lögregla göngu að húsinu þar sem fólk lagði blóm við húsið. Búið að vara við því að þetta gæti gerst Íbúar í Vesturbænum segja að bæði sé ríkjandi sorg og reiði í hverfinu. Íbúar hafi ítrekað lýst áhyggjum sínum af aðstæðunum í húsinu. „Þetta var eiginlega nánast viðbúið. Það var búið að vara við þessu, að þetta gæti gerst, og núna hefur þetta gerst,“ segir einn íbúi Vesturbæjarins. Hann sé ekki tilbúinn að búa í samfélagi þar sem það viðgengst að verkafólk búi við jafn slæmar aðstæður og raun ber vitni. Jafnframt sagði hann málið stafa af kerfislægum vanda sem fælist í því að almennt væri samþykkt að erlent verkafólk lifði við aðstæður líkar þeim sem voru í húsinu sem brann. Svipmyndir frá fundinum og fleiri viðtöl má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 28. júní 2020 13:51 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20
Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01
Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 28. júní 2020 13:51