Höfðingleg píanógjöf til Hússins á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. júní 2020 20:13 Íris og Glúmur að spila á píanóið í Húsinu á Eyrarbakka, sem er frá 1855. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Húsinu á Eyrarbakka hefur borist höfðingleg gjöf en það er píanó frá 1855. Píanóið var upphaflega í Húsinu í 35 ár og er nú komið heim aftur. Húsið á Eyrarbakka er hluti af Byggðasafni Árnesinga en hlutverk þess er að safna, skrásetja, varðveita og sýna muni, sem tengjast sögu Árnessýslu. Húsið, sem byggt var árið 1765 fyrir danska einokunarkaupmenn er í hópi elstu bygginga landsins en byggðasafnið tók við Húsinu árið 1995 að loknum viðamiklum viðgerðum. Nýlega barst Húsinu glæsileg gjöf en það er mjög merkilegt píanó og eitt af þeim elstu í landinu. Píanóið er reyndar rammfalskt en það mun jafna sig. „Það er verið að gefa Byggðasafni Árnesinga fyrsta píanóið, sem kom í Húsið á Eyrarbakka og það er smíðað 1855,“ segir Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga. Glúmur Gylfason, tónlistarmaður á Selfossi á heiðurinn af því að píanóið er nú komið aftur í Húsið en afi hans og amma áttu píanóið í þau 35 ár, sem það var í Húsinu en það voru þau hjónin Helga Friðrikka Vigfúsdóttir og Siggeir Torfason. „Þetta er frábær gjöf, það er mikill fengur fyrir safnið að fá píanóið og ég þarf að endurskrifa sögu Hússins um einn kafla,“ segir Lýður. „Ég æfði mig á þetta píanó þegar ég var strákur, krakki hjá ömmu minni, hún átti það. Það er hægt að spila svona músík á það í dag en það er spennandi að vita þegar búið verður að stemma það en það þarf að standa hérna dálítið fyrst og venjast þessu húsi,“segir Glúmur. „Þetta er mjög merkilegur gripur en það er allt öðruvísi en venjulegt píanó, svolítið öðruvísi hljómur, það er mjög gaman að spila á það,“ segir Íris Beata Dudziak 17 ára barnabarn Glúms Lýður Pálsson, safnvörður er hæstánægður með þá höfðinglegu gjöf, sem Byggðasafn Árnesinga var að fá, píanó frá 1955, sem er komið aftur „heim“ í Húsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Menning Tónlist Söfn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Húsinu á Eyrarbakka hefur borist höfðingleg gjöf en það er píanó frá 1855. Píanóið var upphaflega í Húsinu í 35 ár og er nú komið heim aftur. Húsið á Eyrarbakka er hluti af Byggðasafni Árnesinga en hlutverk þess er að safna, skrásetja, varðveita og sýna muni, sem tengjast sögu Árnessýslu. Húsið, sem byggt var árið 1765 fyrir danska einokunarkaupmenn er í hópi elstu bygginga landsins en byggðasafnið tók við Húsinu árið 1995 að loknum viðamiklum viðgerðum. Nýlega barst Húsinu glæsileg gjöf en það er mjög merkilegt píanó og eitt af þeim elstu í landinu. Píanóið er reyndar rammfalskt en það mun jafna sig. „Það er verið að gefa Byggðasafni Árnesinga fyrsta píanóið, sem kom í Húsið á Eyrarbakka og það er smíðað 1855,“ segir Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga. Glúmur Gylfason, tónlistarmaður á Selfossi á heiðurinn af því að píanóið er nú komið aftur í Húsið en afi hans og amma áttu píanóið í þau 35 ár, sem það var í Húsinu en það voru þau hjónin Helga Friðrikka Vigfúsdóttir og Siggeir Torfason. „Þetta er frábær gjöf, það er mikill fengur fyrir safnið að fá píanóið og ég þarf að endurskrifa sögu Hússins um einn kafla,“ segir Lýður. „Ég æfði mig á þetta píanó þegar ég var strákur, krakki hjá ömmu minni, hún átti það. Það er hægt að spila svona músík á það í dag en það er spennandi að vita þegar búið verður að stemma það en það þarf að standa hérna dálítið fyrst og venjast þessu húsi,“segir Glúmur. „Þetta er mjög merkilegur gripur en það er allt öðruvísi en venjulegt píanó, svolítið öðruvísi hljómur, það er mjög gaman að spila á það,“ segir Íris Beata Dudziak 17 ára barnabarn Glúms Lýður Pálsson, safnvörður er hæstánægður með þá höfðinglegu gjöf, sem Byggðasafn Árnesinga var að fá, píanó frá 1955, sem er komið aftur „heim“ í Húsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Menning Tónlist Söfn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira