Arnór Sveinn Aðalsteinsson er orðinn heill heilsu samkvæmt vef KR og mun vera í leikmannahópi KR er liðið sækir ÍA heim í kvöld.
Mikil meiðsli hafa herjað á varnarmenn KR að undanförnu en Gunnar Þór Gunnarsson sleit krossband í bikarleiknum gegn Vængjum Júpiters fyrr í vikunni.
Hinn efnilegi Finnur Tómas Pálmason er einnig á meiðslalistanum hjá KR og því mikilvægt fyrir Rúnar Kristinsson að endurheimta Arnór Svein fyrir kvöldið.
KR steinlá fyrir HK í síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar á meðan ÍA tapaði fyrir FH á útivelli.
Leikur ÍA og KR er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending frá Akranesi klukkan 19.00.
Hey Google - Hvað á ég að gera í kvöld?
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) June 28, 2020
#allirsemeinn pic.twitter.com/pMW0SxGR3O