Vogue Scandinavia hefur göngu sína næsta vor Andri Eysteinsson skrifar 26. júní 2020 14:38 Anna Wintour ritstjóri Vogue og Martina Bonnier ritstjóri Vogue Scandinavia Getty/ Mikael Jansson Ný útgáfa tískutímaritsins Vogue er væntanleg næsta vor en tímaritið sem mun bera titilinn Vogue Scandinavia mun vera gefið út á ensku og einblína á norræna hönnun. Höfuðstöðvar Vogue Scandinavia verða í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi en í blaðinu verður fjallað um Norðurlöndin öll þar á meðal Ísland. „Síðustu ár hefur skandinavísk hönnun og einstök menning svæðisins orðið fjölda fólks um heim allan innblástur,“ segir Wolfgang Blau forseti Condé Nast sem á Vogue. Blaðinu verður ritstýrt af Martinu Bonnier sem starfaði sem ritstýra Damernas Värld eins stærsta lífsstílstímarits Norðurlandanna. Hún hefur einnig komið fram í sjónvarpi í Danmörku og Svíþjóð ásamt því að hafa gefið út bækur um tísku og stíl. „Ég er spennt fyrir því að koma Vogue Scandinavia á tímum þar sem tíska er að breytast gríðarlega. Norðurlöndin eru frábær í því að aðlagast að breytingum og tískustraumum með hraði. Ég er himinlifandi yfir því að loksins verði til Vogue fyrir norðurlöndin og er spennt að deila með fleirum norrænum lífstíl og þeirri miklu sköpunargáfu sem hér finnst,“ sagði Bonnier í tilkynningu frá Condé Nast. Tíska og hönnun Fjölmiðlar Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ný útgáfa tískutímaritsins Vogue er væntanleg næsta vor en tímaritið sem mun bera titilinn Vogue Scandinavia mun vera gefið út á ensku og einblína á norræna hönnun. Höfuðstöðvar Vogue Scandinavia verða í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi en í blaðinu verður fjallað um Norðurlöndin öll þar á meðal Ísland. „Síðustu ár hefur skandinavísk hönnun og einstök menning svæðisins orðið fjölda fólks um heim allan innblástur,“ segir Wolfgang Blau forseti Condé Nast sem á Vogue. Blaðinu verður ritstýrt af Martinu Bonnier sem starfaði sem ritstýra Damernas Värld eins stærsta lífsstílstímarits Norðurlandanna. Hún hefur einnig komið fram í sjónvarpi í Danmörku og Svíþjóð ásamt því að hafa gefið út bækur um tísku og stíl. „Ég er spennt fyrir því að koma Vogue Scandinavia á tímum þar sem tíska er að breytast gríðarlega. Norðurlöndin eru frábær í því að aðlagast að breytingum og tískustraumum með hraði. Ég er himinlifandi yfir því að loksins verði til Vogue fyrir norðurlöndin og er spennt að deila með fleirum norrænum lífstíl og þeirri miklu sköpunargáfu sem hér finnst,“ sagði Bonnier í tilkynningu frá Condé Nast.
Tíska og hönnun Fjölmiðlar Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira