„Risastórt fyrir stéttina“ Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 25. júní 2020 12:15 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/vilhelm Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt, að mati formanns fyrrnefnda félagsins. Um sé að ræða „risastórt“ skref fyrir stéttina en hagræðingarkröfur Icelandair hafi verið miklar. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður FFÍ segir í samtali við fréttastofu að það sé mikill léttir að hafa náð að skrifa undir kjarasamning eftir „mjög þungar og flóknar“ kjaraviðræður síðustu vikna. „Hagræðingarkrafa frá félaginu var mjög mikil og við vorum reiðubúin að veita eftirgjafir til að koma til móts við félagið á þessum erfiðu tímum og í rauninni sýnum þannig í verki að flugfreyjur og -þjónar félagsins eru tilbúin að leggja sitt af mörkum,“ segir Guðlaug. „Það er hins vegar ákveðinn varnarsigur að við stóðum vörð um starfsöryggi stéttarinnar, sem var búið að taka út í fyrri tilboðum frá félaginu, og við erum mjög stolt af því í dag.“ Guðlaug segir ekki tímabært að fara nánar ofan í saumana á umræddum atriðum sem ekki gætti í fyrri tilboðum frá félaginu. „Það eru kannski einstök ákvæði í kjarasamningi sem hefðu breytt starfsöryggi stéttarinnar, sem er ekki hægt að fara alveg ofan í kjölinn á því. En þetta er í rauninni risastórt fyrir stéttina og þeir sem starfa eftir skilja út á hvað málið gengur.“ Með samningnum koma flugfreyjur til móts kröfur Icelandair og taka m.a. á sig aukið vinnuframlag, líkt og fram kom í máli Boga Nils Bogasonar forstjóra í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi. „Það er aukið vinnuframlag og eftirgjafir á ýmsum atriðum,“ segir Guðlaug. Hún kveðst ekki ætla að ræða einstök atriði samningsins nánar fyrr en búið er að kynna hann fyrir félagsmönnum. Kynningarfundir þess efnis verða haldnir á morgun og svo gerir Guðlaug ráð fyrir að niðurstaða úr atkvæðagreiðslu liggi fyrir í lok næstu viku. Þá segir hún viðtökurnar við fregnum næturinnar meðal félagsmanna hafa verið góðar. „Miðað við þær kveðjur sem okkur hafa borist í morgun þá veit ég, og fullyrði, að hópurinn er þakklátur fyrir að við séum með undirritaðan samning og svo bara þarf tíminn að leiða það í ljós hvað hver og einn velur sér að gera. En ég hef trú á því að við séum búin að ná fram því sem hægt var að ná fram og félagsmenn okkar meta það.“ Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32 Ummæli Boga í Mannlífi komu Flugfreyjufélaginu á óvart Fundi milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk nú klukkan 19:30 án niðurstöðu. Umræður á fundinum voru góðar að sögn formanns FFÍ. 19. júní 2020 20:03 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt, að mati formanns fyrrnefnda félagsins. Um sé að ræða „risastórt“ skref fyrir stéttina en hagræðingarkröfur Icelandair hafi verið miklar. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður FFÍ segir í samtali við fréttastofu að það sé mikill léttir að hafa náð að skrifa undir kjarasamning eftir „mjög þungar og flóknar“ kjaraviðræður síðustu vikna. „Hagræðingarkrafa frá félaginu var mjög mikil og við vorum reiðubúin að veita eftirgjafir til að koma til móts við félagið á þessum erfiðu tímum og í rauninni sýnum þannig í verki að flugfreyjur og -þjónar félagsins eru tilbúin að leggja sitt af mörkum,“ segir Guðlaug. „Það er hins vegar ákveðinn varnarsigur að við stóðum vörð um starfsöryggi stéttarinnar, sem var búið að taka út í fyrri tilboðum frá félaginu, og við erum mjög stolt af því í dag.“ Guðlaug segir ekki tímabært að fara nánar ofan í saumana á umræddum atriðum sem ekki gætti í fyrri tilboðum frá félaginu. „Það eru kannski einstök ákvæði í kjarasamningi sem hefðu breytt starfsöryggi stéttarinnar, sem er ekki hægt að fara alveg ofan í kjölinn á því. En þetta er í rauninni risastórt fyrir stéttina og þeir sem starfa eftir skilja út á hvað málið gengur.“ Með samningnum koma flugfreyjur til móts kröfur Icelandair og taka m.a. á sig aukið vinnuframlag, líkt og fram kom í máli Boga Nils Bogasonar forstjóra í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi. „Það er aukið vinnuframlag og eftirgjafir á ýmsum atriðum,“ segir Guðlaug. Hún kveðst ekki ætla að ræða einstök atriði samningsins nánar fyrr en búið er að kynna hann fyrir félagsmönnum. Kynningarfundir þess efnis verða haldnir á morgun og svo gerir Guðlaug ráð fyrir að niðurstaða úr atkvæðagreiðslu liggi fyrir í lok næstu viku. Þá segir hún viðtökurnar við fregnum næturinnar meðal félagsmanna hafa verið góðar. „Miðað við þær kveðjur sem okkur hafa borist í morgun þá veit ég, og fullyrði, að hópurinn er þakklátur fyrir að við séum með undirritaðan samning og svo bara þarf tíminn að leiða það í ljós hvað hver og einn velur sér að gera. En ég hef trú á því að við séum búin að ná fram því sem hægt var að ná fram og félagsmenn okkar meta það.“
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32 Ummæli Boga í Mannlífi komu Flugfreyjufélaginu á óvart Fundi milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk nú klukkan 19:30 án niðurstöðu. Umræður á fundinum voru góðar að sögn formanns FFÍ. 19. júní 2020 20:03 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32
Ummæli Boga í Mannlífi komu Flugfreyjufélaginu á óvart Fundi milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk nú klukkan 19:30 án niðurstöðu. Umræður á fundinum voru góðar að sögn formanns FFÍ. 19. júní 2020 20:03
„Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32