Innlent

Á­fram líkur á stærri skjálftum á Norður­landi

Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Frá Siglufirði. Skjálftarnir hafa fundist vel í bænum.
Frá Siglufirði. Skjálftarnir hafa fundist vel í bænum. Vísir/Egill

Jarðskjálftahrinan í Tjörnesbrotabeltinu á Norðurlandi hélt áfram í nótt. Líkt og undanfarnar tvær nætur voru flestir skjálftanna undir þremur að stærð en tveir skjálftar, annars vegar upp á 3,1 og 3,2 urðu laust fyrir klukkan þrjú í nótt.

Um kvöldmatarleytið í gær mátti síðan finna þrjá slíka skjálfta sem allir voru yfir þrír að stærð.

Frá því jarðskjálftahrinan hófst 19. júní hefur sjálfvirkt jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar staðsett yfir fimm þúsund skjálfta.

Þrír þeirra mældust yfir fimm að stærð og varð sá stærsti á sunnudagskvöldið.

Áfram eru líkur á því að fleiri stærri skjálftar muni verða á Norðurlandi að mati náttúruvársérfræðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×