Fullyrðir að dómararnir í leik Njarðvíkur og Völsungs hafi ekki kunnað reglurnar: „Fyrir mér er þetta lágpunktur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júní 2020 09:00 Mikael Nikulásson er þjálfari Njarðvíkur sem og spekingur í hlaðvarpsþættinum vinsæla Dr. Football. vísir/skjáskot Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, fullyrðir í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að dómararnir í leik Njarðvíkur og Völsungar hafi ekki kunnað reglurnar hvað varðar skiptingar í leiknum. Undanfarin tímabil hefur liðum í 2. deild og neðar verið heimilt að skipta fimm leikmönnum inn á og stýra liðin hversu oft þau geta stöðvað leikinn til að gera skiptingarnar fimm. Fyrir tímabilið í ár var svo leyft í öllum keppnum að skipta fimm leikmönnum inn á - en einungis í þremur stoppum í Mjólkurbikarnum, Pepsi Max-deildunum og Lengjudeildunum. Mikael segir að hann hafi spurt dómara leiksins á laugardaginn, Gunnar Frey Róbertsson, sem og aðstoðardómara 1, Guðmund Ragnar Björnsson, um hvort hann mætti ekki örugglega stöðva leikinn fimm sinnum til að skipta inn á. Þeir brugðust ókváðir við og voru vissir um að það væri bara þrisvar. „Dómararnir í þeim leik, hvorki dómarinn né línuvörðurinn í Njarðvík - Völsungur vissi hvernig skiptingarnar virkuðu. Þeir vissu það ekki. Ég spurði línuvörðinn svona sjö sinnum og hann var orðinn vel pirraður á mér. Svo stoppaði leikurinn því það meiddist einhver, svo ég kallaði dómarann til mín, því ég virkilega þurfti að vita þetta upp á skiptingarnar mínar,“ sagði Mikael. „Ég var búinn með tvær skiptingar, einn leikmaður í hvort skipti og línuvörðurinn var harður á því að ég mætti bara taka eitt í viðbót. Þjálfarinn hjá Völsung, bekkurinn hjá þeim og ég vorum alveg harðir á því að það mætti taka fimm stopp. Línuvörðurinn var harður á því að það væru þrjú.“ Mikael segir að eftir mikið japl, jaml og fuður hafi dómari leiksins loksins ákveðið að koma til hans og sagt honum að hann væri alveg með reglurnar á hreinu. Annað átti eftir að koma í ljós. „Dómarinn var ekki að nenna að koma til mín en hann mætti. Ég spurði hann að við værum ekki alveg sammála línuvörðurinn hvernig það væri með stoppin. „Það eru bara þrjú stopp.“ Ég sagði: „Ertu viss?“ Þá svaraði hann: „Við erum dómararnir og erum með þetta 100% á hreinu. Slakaðu á,“ á dómarinn að hafa sagt við Mikael sem var ekki sáttur við þetta. „Það þýddi það að ég þurfti að breyta hjá mér skiptinginum í þessum leik. Sem betur fer hafði það ekki áhrif á úrslit leiksins. Þetta fyrir mér er lágpunktur. Mér er alveg sama að ég sé þjálfari Njarðvíkur og hvað sem það er. Að dómarar leiksins séu ekki með reglurnar á hreinu áður en leikurinn byrjar er ekki nógu gott og KSÍ ekki til hróss.“ Dr. Football Podcast · Doc án landamæra - Agent Montejo, Vogamenn rændir og framtíð Arsenal Íslenski boltinn UMF Njarðvík Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Sjá meira
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, fullyrðir í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að dómararnir í leik Njarðvíkur og Völsungar hafi ekki kunnað reglurnar hvað varðar skiptingar í leiknum. Undanfarin tímabil hefur liðum í 2. deild og neðar verið heimilt að skipta fimm leikmönnum inn á og stýra liðin hversu oft þau geta stöðvað leikinn til að gera skiptingarnar fimm. Fyrir tímabilið í ár var svo leyft í öllum keppnum að skipta fimm leikmönnum inn á - en einungis í þremur stoppum í Mjólkurbikarnum, Pepsi Max-deildunum og Lengjudeildunum. Mikael segir að hann hafi spurt dómara leiksins á laugardaginn, Gunnar Frey Róbertsson, sem og aðstoðardómara 1, Guðmund Ragnar Björnsson, um hvort hann mætti ekki örugglega stöðva leikinn fimm sinnum til að skipta inn á. Þeir brugðust ókváðir við og voru vissir um að það væri bara þrisvar. „Dómararnir í þeim leik, hvorki dómarinn né línuvörðurinn í Njarðvík - Völsungur vissi hvernig skiptingarnar virkuðu. Þeir vissu það ekki. Ég spurði línuvörðinn svona sjö sinnum og hann var orðinn vel pirraður á mér. Svo stoppaði leikurinn því það meiddist einhver, svo ég kallaði dómarann til mín, því ég virkilega þurfti að vita þetta upp á skiptingarnar mínar,“ sagði Mikael. „Ég var búinn með tvær skiptingar, einn leikmaður í hvort skipti og línuvörðurinn var harður á því að ég mætti bara taka eitt í viðbót. Þjálfarinn hjá Völsung, bekkurinn hjá þeim og ég vorum alveg harðir á því að það mætti taka fimm stopp. Línuvörðurinn var harður á því að það væru þrjú.“ Mikael segir að eftir mikið japl, jaml og fuður hafi dómari leiksins loksins ákveðið að koma til hans og sagt honum að hann væri alveg með reglurnar á hreinu. Annað átti eftir að koma í ljós. „Dómarinn var ekki að nenna að koma til mín en hann mætti. Ég spurði hann að við værum ekki alveg sammála línuvörðurinn hvernig það væri með stoppin. „Það eru bara þrjú stopp.“ Ég sagði: „Ertu viss?“ Þá svaraði hann: „Við erum dómararnir og erum með þetta 100% á hreinu. Slakaðu á,“ á dómarinn að hafa sagt við Mikael sem var ekki sáttur við þetta. „Það þýddi það að ég þurfti að breyta hjá mér skiptinginum í þessum leik. Sem betur fer hafði það ekki áhrif á úrslit leiksins. Þetta fyrir mér er lágpunktur. Mér er alveg sama að ég sé þjálfari Njarðvíkur og hvað sem það er. Að dómarar leiksins séu ekki með reglurnar á hreinu áður en leikurinn byrjar er ekki nógu gott og KSÍ ekki til hróss.“ Dr. Football Podcast · Doc án landamæra - Agent Montejo, Vogamenn rændir og framtíð Arsenal
Íslenski boltinn UMF Njarðvík Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Sjá meira