Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. júní 2020 04:32 Frá undirritun kjarasamninga í nótt. Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. Samningurinn verður kynntur flugfreyjum á föstudag og því næst borinn undir félagsmenn í rafrænni atkvæðagreiðslu. Samningurinn gildur til 30. september 2025. „Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur frá upphafi þessara löngu og flóknu samningalotu fundið til ábyrgðar og sýnt mikinn samningsvilja. Líkt og flugmenn og flugvirkjar hafa flugfreyjur og flugþjónar ætíð verið tilbúin til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og mæta fyrirtækinu á erfiðum tímum," segir í yfirlýsingu frá Flugfreyjufélaginu. Þá segir að starfsöryggi félagsmanna FFÍ hafi verið eitt af aðaláhersluatriðum samninganefndar í viðræðunum. „Með nýjum samningi kom FFÍ til móts við Icelandair í því gjörbreytta landslagi sem blasir við fyrirtækinu og gerir því kleift að auka samkeppnishæfni og sveigjanleika félagsins,“ er haft eftir Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, formanni félagsins. Stjórnendur Icelandair hafa sagt það skipta öllu mála að ná kjarasamningi fyrir hlutafjárútboð félagsins. Mikilvægur samningur Í yfirlýsingu frá Icelandair segir að samningurinn sé í samræmi við markmið um að auka vinnuframlag og sveigjanleika fyrir félagið á sama tíma og ráðstöfunartekjur flugliða séu tryggðar. „Það er virkilega ánægjulegt að hafa gengið frá langtímasamningi við flugfreyjur og flugþjóna en það er mikilvægur þáttur í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins og liður í að auka samkeppnishæfni þess til lengri tíma. Töluverðar breytingar til einföldunar voru gerðar frá fyrri samningi sem fela í sér aukið vinnuframlag og aukinn sveigjanleika til þróunar á leiðakerfi Icelandair en samningurinn tryggir jafnframt góð kjör og sveigjanleika fyrir starfsfólk. Með þessum samningi eru flugfreyjur og flugþjónar að leggja sitt af mörkum til að styrkja rekstrargrundvöll Icelandair til framtíðar,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í áðurnefndri tilkynningu. Bogi ítrekaði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hversu mikilvægt það væri að ná þessum kjarasamning fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hefst á mánudag. „Það er einn af mikilvægum lyklum í þessari endurskipulagningu sem við erum í. Ef það tekst ekki erum við í vondri stöðu," sagði Bogi Nils í gær. Icelandair Kjaramál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. Samningurinn verður kynntur flugfreyjum á föstudag og því næst borinn undir félagsmenn í rafrænni atkvæðagreiðslu. Samningurinn gildur til 30. september 2025. „Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur frá upphafi þessara löngu og flóknu samningalotu fundið til ábyrgðar og sýnt mikinn samningsvilja. Líkt og flugmenn og flugvirkjar hafa flugfreyjur og flugþjónar ætíð verið tilbúin til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og mæta fyrirtækinu á erfiðum tímum," segir í yfirlýsingu frá Flugfreyjufélaginu. Þá segir að starfsöryggi félagsmanna FFÍ hafi verið eitt af aðaláhersluatriðum samninganefndar í viðræðunum. „Með nýjum samningi kom FFÍ til móts við Icelandair í því gjörbreytta landslagi sem blasir við fyrirtækinu og gerir því kleift að auka samkeppnishæfni og sveigjanleika félagsins,“ er haft eftir Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, formanni félagsins. Stjórnendur Icelandair hafa sagt það skipta öllu mála að ná kjarasamningi fyrir hlutafjárútboð félagsins. Mikilvægur samningur Í yfirlýsingu frá Icelandair segir að samningurinn sé í samræmi við markmið um að auka vinnuframlag og sveigjanleika fyrir félagið á sama tíma og ráðstöfunartekjur flugliða séu tryggðar. „Það er virkilega ánægjulegt að hafa gengið frá langtímasamningi við flugfreyjur og flugþjóna en það er mikilvægur þáttur í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins og liður í að auka samkeppnishæfni þess til lengri tíma. Töluverðar breytingar til einföldunar voru gerðar frá fyrri samningi sem fela í sér aukið vinnuframlag og aukinn sveigjanleika til þróunar á leiðakerfi Icelandair en samningurinn tryggir jafnframt góð kjör og sveigjanleika fyrir starfsfólk. Með þessum samningi eru flugfreyjur og flugþjónar að leggja sitt af mörkum til að styrkja rekstrargrundvöll Icelandair til framtíðar,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í áðurnefndri tilkynningu. Bogi ítrekaði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hversu mikilvægt það væri að ná þessum kjarasamning fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hefst á mánudag. „Það er einn af mikilvægum lyklum í þessari endurskipulagningu sem við erum í. Ef það tekst ekki erum við í vondri stöðu," sagði Bogi Nils í gær.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira