Andrés Ingi segir verktaka maka krókinn grímulaust á kostnað almennings Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2020 15:40 Andrés Ingi segir að viðurkennt sé að framkvæmdir sem í er ráðist með þessum hætti kosti 20 til 30 prósentum meira en öðrum kosti og það fé renni þá í vasa einkaaðila. visir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka segir að með lagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir sé grímulaust verið að hygla verktökum á kostnað almennings. Hér er vísað til frumvarps til laga sem gengur út á að heimila ríkinu að semja við einkaaðila um tilteknar framkvæmdir: Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, Hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, Tvöföldun Hvalfjarðarganga, Hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Málið gekk til umhverfis- og samgöngunefndar í maí og er framsögumaður hennar Ari Trausti Guðmundsson. Frumvarp Sigurðar Inga hefur verið umdeilt og hefur ráðherra verið sakaður um að koma því í gegnum þingið í skugga kórónuveirufárs. Nokkuð sem hann vísar á bug. Tilfærsla fjármuna til einkaaðila Andrés Ingi segir að einkaaðilum sé með þessu gert kleift að færa í eigin vasa um 20 til 30 prósent af kostnaði, það komi meira að segja fram í greinargerð með frumvarpinu: „Reynslan í Evrópu hefur verið sú að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafa samvinnuverkefni kostað 20–30% meira en verkefni sem hafa verið fjármögnuð með hefðbundinni aðferð.“ Andrés Ingi tjáir þessa skoðun sína á Facebook-svæði Sósíalistaflokks Íslands. Málshefjandi er Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar flokksins sem bendir á frumvarpið og segir þar um að ræða gerning frá ríkisstjórninni sérhannaðan til að hleypa einkaaðilum að skattfé svo þeir geti smurt ofan á opinberar framkvæmdir um 1/4 eða 1/3 af kostnaði og stungið í vasann. „Það er fyrir löngu búið að afhjúpa svona stefnu; hún leiðir til lakari þjónustu fyrir almenning fyrir meiri pening; enginn græðir nema auðfólkið sem nær að smeygja sér á milli almennings og ríkissjóðs og taka kött. En það virðist enginn gera athugasemdir við þetta; ekki verkalýðshreyfingin og enginn fulltrúi almennings nema FÍB,“ segir Gunnar Smári og furðar sig á því að málið sé ekki á döfinni. Nefndin meðvituð um þetta Andrés Ingi bætir því við jafnframt að meirihluti þingnefndarinnar sé sér algjörlega meðvitaður um þetta, þá með vísan til skýrslu starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um leiðir til fjármögnunar vegaframkvæmda, sem kom út í apríl 2019, en þá „var á það bent að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafi reynslan verið sú í Evrópu að samvinnuverkefni hafi kostað 20–30% meira en verkefni fjármögnuð af ríkissjóði. Því til viðbótar komi kostnaður vegna innheimtu veggjalda.“ Andrés Ingi segir þetta sakleysislega „kostnaður vegna innheimtu veggjalda“ sé til samanburðar um milljarður þann tíma sem var rukkað í gegnum Hvalfjarðargöngin. Samgöngur Alþingi Efnahagsmál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka segir að með lagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir sé grímulaust verið að hygla verktökum á kostnað almennings. Hér er vísað til frumvarps til laga sem gengur út á að heimila ríkinu að semja við einkaaðila um tilteknar framkvæmdir: Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, Hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, Tvöföldun Hvalfjarðarganga, Hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Málið gekk til umhverfis- og samgöngunefndar í maí og er framsögumaður hennar Ari Trausti Guðmundsson. Frumvarp Sigurðar Inga hefur verið umdeilt og hefur ráðherra verið sakaður um að koma því í gegnum þingið í skugga kórónuveirufárs. Nokkuð sem hann vísar á bug. Tilfærsla fjármuna til einkaaðila Andrés Ingi segir að einkaaðilum sé með þessu gert kleift að færa í eigin vasa um 20 til 30 prósent af kostnaði, það komi meira að segja fram í greinargerð með frumvarpinu: „Reynslan í Evrópu hefur verið sú að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafa samvinnuverkefni kostað 20–30% meira en verkefni sem hafa verið fjármögnuð með hefðbundinni aðferð.“ Andrés Ingi tjáir þessa skoðun sína á Facebook-svæði Sósíalistaflokks Íslands. Málshefjandi er Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar flokksins sem bendir á frumvarpið og segir þar um að ræða gerning frá ríkisstjórninni sérhannaðan til að hleypa einkaaðilum að skattfé svo þeir geti smurt ofan á opinberar framkvæmdir um 1/4 eða 1/3 af kostnaði og stungið í vasann. „Það er fyrir löngu búið að afhjúpa svona stefnu; hún leiðir til lakari þjónustu fyrir almenning fyrir meiri pening; enginn græðir nema auðfólkið sem nær að smeygja sér á milli almennings og ríkissjóðs og taka kött. En það virðist enginn gera athugasemdir við þetta; ekki verkalýðshreyfingin og enginn fulltrúi almennings nema FÍB,“ segir Gunnar Smári og furðar sig á því að málið sé ekki á döfinni. Nefndin meðvituð um þetta Andrés Ingi bætir því við jafnframt að meirihluti þingnefndarinnar sé sér algjörlega meðvitaður um þetta, þá með vísan til skýrslu starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um leiðir til fjármögnunar vegaframkvæmda, sem kom út í apríl 2019, en þá „var á það bent að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafi reynslan verið sú í Evrópu að samvinnuverkefni hafi kostað 20–30% meira en verkefni fjármögnuð af ríkissjóði. Því til viðbótar komi kostnaður vegna innheimtu veggjalda.“ Andrés Ingi segir þetta sakleysislega „kostnaður vegna innheimtu veggjalda“ sé til samanburðar um milljarður þann tíma sem var rukkað í gegnum Hvalfjarðargöngin.
Samgöngur Alþingi Efnahagsmál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira