Innlent

Sjálf­stæðis­flokkurinn stærstur en fylgi Mið­flokks minnkar

Sylvía Hall skrifar
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 46,8 prósent.
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 46,8 prósent. Vísir/Vilhelm

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka í nýrri könnun MMR, eða 24,7 prósent. Það er tæplega tveimur prósentustigum meira en í síðustu mælingu sem gerð var um miðjan júní. Samfylkingin kemur þar á eftir með 16,3 prósent og bætir við sig fjórum prósentum frá síðustu mælingu.

Framsóknarflokkurinn mælist með 6,1 prósent og minnkar um þrjú prósentustig frá síðustu mælingu. Fylgi Vinstri grænna minnkar örlítið, mældist síðast 11,1 prósent en mælist nú 10,7.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 46,8 prósent og er þremur prósentustigum minna en við síðustu mælingu.

Miðflokkurinn mælist með átta prósenta fylgi, fjórum prósentum minna en í síðustu könnun. Viðreisn fer úr 11,2 prósentum í tíu prósent en Píratar bæta við sig 1,8 prósentustigi og mælast nú með 13,2 prósent fylgi.

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,3% og mældist 22,7% í síðustu könnun.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 16,3% og mældist 12,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 13,2% og mældist 11,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,7% og mældist 11,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,0% og mældist 11,2% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 8,0% og mældist 12,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 6,1% og mældist 9,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 5,4% og mældist 4,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 3,5% og mældist 3,3% í síðustu könnun.
  • Stuðningur við aðra mældist 2,4% samanlagt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×