Um umhverfisvæna endurvinnslu á bílum og bílavarahlutum Aðalheiður Jacobsen skrifar 24. júní 2020 12:30 Mikilvægi endurnýtingar og endurvinnslu af ýmsum toga til verndar umhverfinu og loftslagi er flestum ljóst. Flokkun á því sem til fellur heima fyrir er orðin hluti af heimilishaldi fólks og við erum sífellt meðvitaðri um að hlutir séu ekki endilega ónýtir eða úr sér gengnir eftir einhverja notkun. Við viljum að sama skapi geta valið vörur sem eru framleiddar eða meðhöndlaðar með ábyrgum hætti eða verslað við aðila sem hafa samfélagsábyrgð að leiðarljósi í rekstri. Það styður við okkar eigin skoðun eða umhverfisstefnu. Þetta getur átt við um flesta hluti í okkar lífi – þar á meðal bílana okkar. Bílafloti og bílanotkun Íslendinga er oft heitt umræðuefni þegar rætt er um sjálfbærni. Sem rekstraraðili umhverfisvottaðrar endurvinnslu á bifreiðum og sölu á rekjanlegum bílavarahlutum er mitt hugðarefni hvernig hægt er að viðhalda þeim bílum sem sem nú eru á götunni með sem umhverfisvænstum hætti, eða þar til að nýjar og umhverfisvænni bifreiðar hafa tekið yfir sviðið með þeim áskorunum sem þeim fylgja. Markmið mitt er að efla notkun Íslendinga á notuðum bílavarahlutum sem og að endurvinna eða nýta allt annað sem fellur til af bifreiðum, annað hvort til nýsköpunar eða til annarrar vöruframleiðslu. Úr afskráðum bílum falla nefnilega einnig til önnur verðmæti, eins og járn, ál og plast og fleira sem fer áfram til endurnýtingar í aðra nytjahluti. Eins falla til spilliefni sem hægt er að endurnýta eða ganga þarf frá með réttum hætti. Úr sér gengnar bifreiðar eru ein mest endurunna neytendavara í heiminum í dag. Með umhverfisvænni endurvinnslu bifreiða og aukinni notkun notaðra varahluta gegnum við mikilvægu hlutverki í hringrásarkerfinu, þar sem markmiðið er að allt það sem til fellur úr bifreiðum geti nýst í aðra framleiðslu ef ekki nýtanlega varahluti. Hjá okkur á Netpörtumfer í dag um 85% bifreiðarinnar til endurvinnslu og afgangur í förgun eða urðun. Okkar markmið er að hækka þetta hlutfall sem mest. Með þessu stuðlum við að sjálfbærni, það hvetur okkur til að huga að umhverfinu og þeim takmörkuðu auðlindum sem okkur ber skylda til að ganga vel um. Notkun notaðra varahluta í bifreiðar á Íslandi er nú um 3-5% en er til samanburðar hátt í 12-15% í Svíþjóð. Það er spurning hvers vegna þessi tala er svona lág hjá okkur, en sennilega þurfum við að breyta þeim hugsunarhætti að notuðum varahlutum sé síður treystandi. Það gerist ekki nema að viðskiptavinir geti með gagnsæjum hætti fengið vissu fyrir hvernig varan hefur verið meðhöndluð af rekstraraðila eða hvort hægt sé að ábyrgjast hana að einhverju leyti. Með meiri notkun á notuðum bílavarahlutum minnkar þörfin fyrir að framleiða nýja varahluti, sem hefur allt áhrif á umhverfið. Þegar bíllinn bilar, þá eru töluverðar líkur á að rétta varahlutinn sé að finna í fullkomnu lagi hér heima, þrátt fyrir að hann sé notaður. Notaður bílavarahlutur getur nefnilega verið góð hugmynd fyrir viðskiptavininn, því hann er ódýrari - fyrir bílinn, ef hann er rekjanlegur - og fyrir umhverfið, því hann er endurnýttur. H öfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Netparta ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Mikilvægi endurnýtingar og endurvinnslu af ýmsum toga til verndar umhverfinu og loftslagi er flestum ljóst. Flokkun á því sem til fellur heima fyrir er orðin hluti af heimilishaldi fólks og við erum sífellt meðvitaðri um að hlutir séu ekki endilega ónýtir eða úr sér gengnir eftir einhverja notkun. Við viljum að sama skapi geta valið vörur sem eru framleiddar eða meðhöndlaðar með ábyrgum hætti eða verslað við aðila sem hafa samfélagsábyrgð að leiðarljósi í rekstri. Það styður við okkar eigin skoðun eða umhverfisstefnu. Þetta getur átt við um flesta hluti í okkar lífi – þar á meðal bílana okkar. Bílafloti og bílanotkun Íslendinga er oft heitt umræðuefni þegar rætt er um sjálfbærni. Sem rekstraraðili umhverfisvottaðrar endurvinnslu á bifreiðum og sölu á rekjanlegum bílavarahlutum er mitt hugðarefni hvernig hægt er að viðhalda þeim bílum sem sem nú eru á götunni með sem umhverfisvænstum hætti, eða þar til að nýjar og umhverfisvænni bifreiðar hafa tekið yfir sviðið með þeim áskorunum sem þeim fylgja. Markmið mitt er að efla notkun Íslendinga á notuðum bílavarahlutum sem og að endurvinna eða nýta allt annað sem fellur til af bifreiðum, annað hvort til nýsköpunar eða til annarrar vöruframleiðslu. Úr afskráðum bílum falla nefnilega einnig til önnur verðmæti, eins og járn, ál og plast og fleira sem fer áfram til endurnýtingar í aðra nytjahluti. Eins falla til spilliefni sem hægt er að endurnýta eða ganga þarf frá með réttum hætti. Úr sér gengnar bifreiðar eru ein mest endurunna neytendavara í heiminum í dag. Með umhverfisvænni endurvinnslu bifreiða og aukinni notkun notaðra varahluta gegnum við mikilvægu hlutverki í hringrásarkerfinu, þar sem markmiðið er að allt það sem til fellur úr bifreiðum geti nýst í aðra framleiðslu ef ekki nýtanlega varahluti. Hjá okkur á Netpörtumfer í dag um 85% bifreiðarinnar til endurvinnslu og afgangur í förgun eða urðun. Okkar markmið er að hækka þetta hlutfall sem mest. Með þessu stuðlum við að sjálfbærni, það hvetur okkur til að huga að umhverfinu og þeim takmörkuðu auðlindum sem okkur ber skylda til að ganga vel um. Notkun notaðra varahluta í bifreiðar á Íslandi er nú um 3-5% en er til samanburðar hátt í 12-15% í Svíþjóð. Það er spurning hvers vegna þessi tala er svona lág hjá okkur, en sennilega þurfum við að breyta þeim hugsunarhætti að notuðum varahlutum sé síður treystandi. Það gerist ekki nema að viðskiptavinir geti með gagnsæjum hætti fengið vissu fyrir hvernig varan hefur verið meðhöndluð af rekstraraðila eða hvort hægt sé að ábyrgjast hana að einhverju leyti. Með meiri notkun á notuðum bílavarahlutum minnkar þörfin fyrir að framleiða nýja varahluti, sem hefur allt áhrif á umhverfið. Þegar bíllinn bilar, þá eru töluverðar líkur á að rétta varahlutinn sé að finna í fullkomnu lagi hér heima, þrátt fyrir að hann sé notaður. Notaður bílavarahlutur getur nefnilega verið góð hugmynd fyrir viðskiptavininn, því hann er ódýrari - fyrir bílinn, ef hann er rekjanlegur - og fyrir umhverfið, því hann er endurnýttur. H öfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Netparta ehf.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun