Varð hræddur og skráði húsið á sig Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2020 10:44 Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, 31. október 2018. Samsett/EPA Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. Hann hafi þess vegna fengið kaupmála þeirra hjóna breytt og látið skrá húsið alfarið á sitt nafn. Þetta hefur norska dagblaðið VG upp úr yfirheyrslum lögreglu yfir auðkýfingnum. Tom Hagen er grunaður um að hafa banað konu sinni eða átt aðild að andláti hennar. Hann var handtekinn í lok apríl en sleppt úr varðhaldi í byrjun maí – og hefur gengið laus síðan. Áður hefur komið fram að kaupmáli hjónanna er liður í rannsókn lögreglu á hvarfi Anne-Elisabeth, sem ekkert hefur spurst til síðan 31. október 2018. Tom og Anne-Elisabeth gengu í hjónaband árið 1987 og gerðu þá með sér kaupmála. Þau skrifuðu svo bæði undir breytingu á honum í desember 1993, þar sem heimili þeirra að Sloravejen 4 í Lørenskógi var skráð alfarið á nafn Toms Hagen. Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. EPA/Vidar Ruud Þegar hefur komið fram að umræddur kaupmáli þyki svo ósanngjarn í garð Anne-Elisabeth að hann haldi ekki fyrir dómi. Þannig hafa norskir sérfræðingar haldið því fram að við skilnað ætti Anne-Elisabeth tilkall til mun umfangsmeiri eigna en kveður á um í kaupmálanum. Nú greinir VG frá því að Tom Hagen hafi útskýrt fyrir lögreglu í skýrslutöku hvers vegna hann skráði húsið á sig. Þau hjónin hafi glímt við erfiðleika í hjónabandinu á tíunda áratug síðustu aldar og því hafi hann orðið hræddur um að honum yrði „kastað á dyr“, þar sem Anne-Elisabeth hafi verið skráð fyrir húsinu. Þess vegna hafi hann ákveðið að færa eignarhaldið yfir á sitt nafn. Hann fullyrti jafnframt að Anne-Elisabeth hefði verið meðvituð um ráðahaginn. Greint var frá því í síðustu viku að skilnaðarpappírar hafi fundist við rannsókn á heimilinu, sem aðeins Anne-Elisabeth hafði skrifað undir. Samkvæmt heimildum VG eru skjölin nokkurra ára gömul og voru gefin út talsvert áður en Anne-Elisabeth hvarf af heimilinu þann 31. október 2018. Fram hefur komið að Anne-Elisabeth sagði nokkrum nákomnum sér að hjónaband þeirra Toms væri stormasamt. Þá hafa norskir fjölmiðlar greint frá því að ýmislegt bendi til þess að hún hafi viljað skilja við mann sinn áður en hún hvarf. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02 Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02 Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. Hann hafi þess vegna fengið kaupmála þeirra hjóna breytt og látið skrá húsið alfarið á sitt nafn. Þetta hefur norska dagblaðið VG upp úr yfirheyrslum lögreglu yfir auðkýfingnum. Tom Hagen er grunaður um að hafa banað konu sinni eða átt aðild að andláti hennar. Hann var handtekinn í lok apríl en sleppt úr varðhaldi í byrjun maí – og hefur gengið laus síðan. Áður hefur komið fram að kaupmáli hjónanna er liður í rannsókn lögreglu á hvarfi Anne-Elisabeth, sem ekkert hefur spurst til síðan 31. október 2018. Tom og Anne-Elisabeth gengu í hjónaband árið 1987 og gerðu þá með sér kaupmála. Þau skrifuðu svo bæði undir breytingu á honum í desember 1993, þar sem heimili þeirra að Sloravejen 4 í Lørenskógi var skráð alfarið á nafn Toms Hagen. Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. EPA/Vidar Ruud Þegar hefur komið fram að umræddur kaupmáli þyki svo ósanngjarn í garð Anne-Elisabeth að hann haldi ekki fyrir dómi. Þannig hafa norskir sérfræðingar haldið því fram að við skilnað ætti Anne-Elisabeth tilkall til mun umfangsmeiri eigna en kveður á um í kaupmálanum. Nú greinir VG frá því að Tom Hagen hafi útskýrt fyrir lögreglu í skýrslutöku hvers vegna hann skráði húsið á sig. Þau hjónin hafi glímt við erfiðleika í hjónabandinu á tíunda áratug síðustu aldar og því hafi hann orðið hræddur um að honum yrði „kastað á dyr“, þar sem Anne-Elisabeth hafi verið skráð fyrir húsinu. Þess vegna hafi hann ákveðið að færa eignarhaldið yfir á sitt nafn. Hann fullyrti jafnframt að Anne-Elisabeth hefði verið meðvituð um ráðahaginn. Greint var frá því í síðustu viku að skilnaðarpappírar hafi fundist við rannsókn á heimilinu, sem aðeins Anne-Elisabeth hafði skrifað undir. Samkvæmt heimildum VG eru skjölin nokkurra ára gömul og voru gefin út talsvert áður en Anne-Elisabeth hvarf af heimilinu þann 31. október 2018. Fram hefur komið að Anne-Elisabeth sagði nokkrum nákomnum sér að hjónaband þeirra Toms væri stormasamt. Þá hafa norskir fjölmiðlar greint frá því að ýmislegt bendi til þess að hún hafi viljað skilja við mann sinn áður en hún hvarf.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02 Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02 Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02
Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02
Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08
Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30