Segir garðyrkjumenn fá fyrir hjartað þegar aspir eru kollaðar Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2020 08:54 Gurrý Helgadóttir var gestur Bítismanna í morgun. Facebook/Vísir/Vilhelm Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. „En hins vegar þá erum við garðyrkumenn, við fáum sting í hjartað þegar aspir eru kollaðar. Þegar tekinn er helmingur ofan af stórri ösp. Tréð á mjög erfitt með að höndla það í framtíðinni.“ Gurrý var gestur í Bítinu í morgun þar sem aspir voru til umræðu. Hún segir bol trésins ekki vera hannaðan til að vera efsti parturinn af trénu. „Hann á bara að vera inni í miðjunni. Það sem gerist með tímanum, yfirleitt með aspir sem hafa verið kollaðar svona, það kemur fúa ofan í miðjan stofninni. Áður en það gerist verður aukinn greinavöxtur efst í trénu, rétt fyrir neðan staðinn þar sem hefur verið sagað, þannig að það verða ofboðslega stórar og grófar greinar sem koma þar út og þær í raun raska jafnvæginu í trénu. Það samhliða fúanum sem óhjákvæmilega kemur alltaf í trénu með tímanum, það eykur hættuna á því að tréð klofni þegar fram líða stundir.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Gott að móta alveg frá upphafi Gurrý segir að það sem best er að gera ef maður er með ösp í garðinum og vill ekki að hún fari yfir ákveðna hæð, þá setji maður niður tré sem sé minna en maður ætlar að hafa. „Leyfir því að vaxa upp í hæðina og um leið og það nær þeirri hæð þá fer maður alltaf að taka toppinn af því, bara eins og maður er að rækja ávaxtatré eða bonsai eða eitthvað slíkt. Það er því gott ef maður nær að móta það alveg frá upphafi.“ Sitji oft upp með himinháar aspir Gurrý segir að fólk sitji hins vegar oft uppi með himinháar aspir í garðinum sem skyggi á allt nærumhverfið. „Þá er það eiginlega betra að taka allt tréð í burtu og setja annað tré sem hentar betur fyrir viðkomandi aðstæður. „Þessi tré sem hafa verið tekin svona niður, þau munu aldrei verða falleg. Þá er sniðugt að taka þau í burtu. Þá er einmitt tíminn núna, þegar aspirnar eru nýlaufgaðar, eru þær búnar að nota allan forðann sem þær söfnuðu í síðasta sumar til þess að koma laufblöðunum út, þannig að núna, á þessum tíma þegar trén eru tekin alveg í burtu þá er forðinn sem þær áttu mjög lítill. Það dregur því úr rótarskotum.“ Aspir verða jafnan himinháar.Vísir/Vilhelm Sumir kalla um aspir sem risaarfa. Er kannski ekki æskilegt að vera með aspir í húsagörðum? „Ef ég á að tala sem manneskja sem hefur stundum verið að selja plöntur… Það eru mörg ár síðan garðyrkjumenn ráðlögðu að setja aspir í litla húsagarða. Þær verða svo ofboðslega stórar og miklar og garðarnir fara minnkandi. Aftur á móti á opnum svæðum hjá sveitarfélögum þá eru þetta alveg frábær tré til að búa til háskjól í hverfum. Lyktin af þeim er náttúrulega æðisleg og þær eru mjög fallegar. En sem tré inni í litla garða þá eru þær eru þær eiginlega dottnar af vinsældalistanum. Maður ráðleggur frekar smærri tré sem verður þá blómstrandi og eitthvað slíkt,“ segir Gurrý. Garðyrkja Bítið Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira
Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. „En hins vegar þá erum við garðyrkumenn, við fáum sting í hjartað þegar aspir eru kollaðar. Þegar tekinn er helmingur ofan af stórri ösp. Tréð á mjög erfitt með að höndla það í framtíðinni.“ Gurrý var gestur í Bítinu í morgun þar sem aspir voru til umræðu. Hún segir bol trésins ekki vera hannaðan til að vera efsti parturinn af trénu. „Hann á bara að vera inni í miðjunni. Það sem gerist með tímanum, yfirleitt með aspir sem hafa verið kollaðar svona, það kemur fúa ofan í miðjan stofninni. Áður en það gerist verður aukinn greinavöxtur efst í trénu, rétt fyrir neðan staðinn þar sem hefur verið sagað, þannig að það verða ofboðslega stórar og grófar greinar sem koma þar út og þær í raun raska jafnvæginu í trénu. Það samhliða fúanum sem óhjákvæmilega kemur alltaf í trénu með tímanum, það eykur hættuna á því að tréð klofni þegar fram líða stundir.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Gott að móta alveg frá upphafi Gurrý segir að það sem best er að gera ef maður er með ösp í garðinum og vill ekki að hún fari yfir ákveðna hæð, þá setji maður niður tré sem sé minna en maður ætlar að hafa. „Leyfir því að vaxa upp í hæðina og um leið og það nær þeirri hæð þá fer maður alltaf að taka toppinn af því, bara eins og maður er að rækja ávaxtatré eða bonsai eða eitthvað slíkt. Það er því gott ef maður nær að móta það alveg frá upphafi.“ Sitji oft upp með himinháar aspir Gurrý segir að fólk sitji hins vegar oft uppi með himinháar aspir í garðinum sem skyggi á allt nærumhverfið. „Þá er það eiginlega betra að taka allt tréð í burtu og setja annað tré sem hentar betur fyrir viðkomandi aðstæður. „Þessi tré sem hafa verið tekin svona niður, þau munu aldrei verða falleg. Þá er sniðugt að taka þau í burtu. Þá er einmitt tíminn núna, þegar aspirnar eru nýlaufgaðar, eru þær búnar að nota allan forðann sem þær söfnuðu í síðasta sumar til þess að koma laufblöðunum út, þannig að núna, á þessum tíma þegar trén eru tekin alveg í burtu þá er forðinn sem þær áttu mjög lítill. Það dregur því úr rótarskotum.“ Aspir verða jafnan himinháar.Vísir/Vilhelm Sumir kalla um aspir sem risaarfa. Er kannski ekki æskilegt að vera með aspir í húsagörðum? „Ef ég á að tala sem manneskja sem hefur stundum verið að selja plöntur… Það eru mörg ár síðan garðyrkjumenn ráðlögðu að setja aspir í litla húsagarða. Þær verða svo ofboðslega stórar og miklar og garðarnir fara minnkandi. Aftur á móti á opnum svæðum hjá sveitarfélögum þá eru þetta alveg frábær tré til að búa til háskjól í hverfum. Lyktin af þeim er náttúrulega æðisleg og þær eru mjög fallegar. En sem tré inni í litla garða þá eru þær eru þær eiginlega dottnar af vinsældalistanum. Maður ráðleggur frekar smærri tré sem verður þá blómstrandi og eitthvað slíkt,“ segir Gurrý.
Garðyrkja Bítið Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira