Innlent

Skjálftum fækkar enn

Samúel Karl Ólason skrifar
Í gærkvöldi hafði Veðurstofan mælt rúmlega 4.500 skjálfta frá því hrinan hófst þann 19. júní.
Í gærkvöldi hafði Veðurstofan mælt rúmlega 4.500 skjálfta frá því hrinan hófst þann 19. júní. Vísir/Jóhann

Skjálftahrinan í Tjörnesbrotabeltinu norður af Íslandi hélt áfram í nótt. Jarðskjálftunum hefur þó fækkað áfram og er útlit fyrir að það dragi úr styrkleika þeirra. Á undanförnum tveimur sólarhringum hefur Veðurstofa Íslands greint samtals 1.128 jarðskjálfta á svæðinu.

Þar af hafa ellefu verið stærri en þrír, 152 hafa verið frá tveir til þrír að stærð, 873 frá einn til tveir og 92 minni en einn. Í gærmorgun höfðu rúmlega 1.400 skjálftar mælst á tveimur sólarhringum.

Í gærkvöldi hafði Veðurstofan mælt rúmlega 4.500 skjálfta frá því hrinan hófst þann 19. júní. Þrír þeirra hafa verið yfir fimm að stærð og sá stærsti 5,8. Áfram eru taldar líkur á fleiri stærri skjálftum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×