Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júní 2020 19:00 Lögregluþjónar sjást hér fjarlægja mynd af norðurkóreskum leiðtogum sem komst ekki alla leið yfir landamærin. Undir yfirborði vatnsins eru svo skilaboð um að leiðtogarnir séu morðingjar. AP/Yang Ji-woong Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa lagst gegn áróðrinum og nágrannarnir í norðri eru einfaldlega foxillir. Hafa sent hermenn að landamærunum og sprengt upp hús samvinnustofnunnar ríkjanna. Suðurkóreska varnarmálaráðuneytið varaði Norður-Kóreumenn í dag við hvers konar aðgerðum sem myndu raska friði á skaganum. „Herinn okkar fylgist náið með hreyfingum norðurkóreska hersins, allan sólarhringinn, og er í viðbragðsstöðu. Við getum þó ekki greint frá aðgerðum norðurkóreska hersins eins og stendur, sagði Choi Hyun-soo, upplýsingafulltrúi suðurkóreska varnarmálaráðuneytisins. Áróðurssendingarnar eru ekki nýjar af nálinni og telja sérfræðingar í Suður-Kóreu að mögulega séu Norður-Kóreumenn að auka togstreituna vísvitandi til þess að ná betri árangri í viðræðum um kjarnorkuafvopnun gegn afnámi viðskiptaþvingana. Frost hefur verið í viðræðunum síðan í fyrra. Lítill hópur mótmælti áróðurssendingunum í Paju, suðurkóreskri borg nærri landamærunum, í gærkvöldi. „Ég vil segja þessum aðgerðasinnum að ég veit að það er hægt frekar hægt að senda nauðsynjar yfir landamærin. Ég vil að þeir hætti að angra íbúa við landamærin. Ef markmið þeirra er einfaldlega að hjálpa legg ég til að þeir finni aðra leið til þess,“ sagði Ahn Jae-young, íbúi í Paju, við AP. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa lagst gegn áróðrinum og nágrannarnir í norðri eru einfaldlega foxillir. Hafa sent hermenn að landamærunum og sprengt upp hús samvinnustofnunnar ríkjanna. Suðurkóreska varnarmálaráðuneytið varaði Norður-Kóreumenn í dag við hvers konar aðgerðum sem myndu raska friði á skaganum. „Herinn okkar fylgist náið með hreyfingum norðurkóreska hersins, allan sólarhringinn, og er í viðbragðsstöðu. Við getum þó ekki greint frá aðgerðum norðurkóreska hersins eins og stendur, sagði Choi Hyun-soo, upplýsingafulltrúi suðurkóreska varnarmálaráðuneytisins. Áróðurssendingarnar eru ekki nýjar af nálinni og telja sérfræðingar í Suður-Kóreu að mögulega séu Norður-Kóreumenn að auka togstreituna vísvitandi til þess að ná betri árangri í viðræðum um kjarnorkuafvopnun gegn afnámi viðskiptaþvingana. Frost hefur verið í viðræðunum síðan í fyrra. Lítill hópur mótmælti áróðurssendingunum í Paju, suðurkóreskri borg nærri landamærunum, í gærkvöldi. „Ég vil segja þessum aðgerðasinnum að ég veit að það er hægt frekar hægt að senda nauðsynjar yfir landamærin. Ég vil að þeir hætti að angra íbúa við landamærin. Ef markmið þeirra er einfaldlega að hjálpa legg ég til að þeir finni aðra leið til þess,“ sagði Ahn Jae-young, íbúi í Paju, við AP.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira