Kempuliðið FC Ísland spilar fyrsta leikinn sinn út í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 15:00 Tómas Ingi Tómasson er þjálfari FC Ísland og Björgólfur Hideaki Takefusa verður örugglega í stór hlutverki í sóknarleiknum. Mynd/FC Ísland Ný þáttaröð um íslenska knattspyrnu verður sýnd á Stöð 2 í sumar og hefur hún fengið nafnið Framlengingin. Í þáttunum Framlengingin ferðast margir af þekktustu fyrrverandi knattspyrnumönnum Íslands um landið og skora á knattspyrnulið á landsbyggðinni í góðgerðarleik til styrktar málefnum í hverju sveitarfélagi. Búið er að mynda öflugt og sterkt kempulið sem heitir FC Ísland. Fyrsta æfingin hjá kempunum var í gær mánudag og gekk æfingin vel og án nokkurra meiðsla. Það er mikill keppnisandi í liðinu og þó þeir séu komnir af léttasta skeiði í boltanum þá vantar ekki keppnisskapið í þessa kunnu kappa. Bjarnólfur Lárusson er fyrirliði FC Ísland.Mynd/FC Ísland Heyrst hefur að verið sé að smala í mjög sterk lið á öllum stöðum þar sem keppt verður, þannig að FC Ísland er með ýmsar stórgóðar og nýjar hugmyndir um það hvernig þeir ætla að ná fram sigri í leikjunum. Liðið gerir meira en bara að spila fótbolta en ýmsar skemmtilegar þrautir verða lagðar fyrir liðið með það að markmiði að safna áheitum. FC Ísland mun spila fjóra leiki og fara þeir fram í Vestmannaeyjum, á Akranesi, á Akureyri og í Reykjavík. Það standa vonir til þess að á hverjum stað muni heimamenn plata sínar kempur út á völlinn og úr verði skemmtilegri leikir. Nýtt merki félagsins.Mynd/FC Ísland Fyrsti leikur liðsins er klukkan 19.00 á Hásteinsvelli á fimmtudagskvöldið eða beint á eftir setningu Orkumótsins. Gunnar Heiðar Þorvaldsson verður fyrirliði liðs Eyjamanna sem fær það verkefni að mæta FC Íslandi. FC Ísland mun í samstarfi við Ufsaskalla vinna að góðgerðarsöfnun fyrir stuðningsfélag krabbameinssjúklinga í Vestmannaeyjum. Ufsaskalli ætlar að gefa 500 þúsund krónur í tengslum við þáttinn. Frá æfingu FC Ísland í gær.Mynd/FC Ísland Lið FC Ísland sem keppir í fyrsta leiknum í Eyjum er skipað eftirtöldum leikmönnum: Baldvin Jón Hallgrímsson Birkir Kristinsson Bjarnólfur Lárusson Björgólfur Takefusa Eyjólfur Örn Eyjólfsson Eysteinn Lárusson Hjörtur Hjartarson Ingólfur Sigurðsson Ingólfur Þórarinsson/veðurguð Jón Hafsteinn Jóhannsson Sævar Þór Gíslason Tryggvi Guðmundson Valur Fannar Gíslason Fyrirliði FC Ísland: Bjarnólfur Lárusson Þjálfari: Tómas Ingi Tómasson Aðstoðarþjálfari: Friðgeir Bergsteinsson Tómas Ingi Tómasson og aðstoðarmaður hans Friðgeir Bergsteinsson fylgjast með sínum mönnum hita upp.Mynd/FC Ísland FC Ísland spilar fjóra leiki í sumar: Fyrsti leikur verður í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn, 25.júni. Annar leikur á Akranesi 2. júlí • Þriðji leikur á Akureyri 3. júlí Fjórði leikur í Reykjavík 22. júlí. Liðsmenn FC Ísland eru: Baldvin Jón Hallgrímsson Birkir Kristinsson Bjarni Guðjónsson Bjarnólfur Lárusson Björgólfur Takefusa Brynjar Benediktsson Brynjar Björn Gunnarsson Erlingur Jack Guðmundsson Eyjólfur Örn Eyjólfsson Eysteinn Lárusson Garðar Gunnlaugsson Gunnar Heiðar Þorvaldsson Gunnar Jarl Jónsson Gunnlaugur Jónsson Halldór Hilmisson Hjörtur Hjartarson Ingólfur Sigurðsson Jón Hafsteinn Jóhannsson Kjartan Sturluson Ólafur Páll Snorrason Reynir Leósson Sævar Þór Gíslason Sigurbjörn Hreiðarsson Tryggvi Guðmundson Valur Fannar Gíslason Fótbolti Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sjá meira
Ný þáttaröð um íslenska knattspyrnu verður sýnd á Stöð 2 í sumar og hefur hún fengið nafnið Framlengingin. Í þáttunum Framlengingin ferðast margir af þekktustu fyrrverandi knattspyrnumönnum Íslands um landið og skora á knattspyrnulið á landsbyggðinni í góðgerðarleik til styrktar málefnum í hverju sveitarfélagi. Búið er að mynda öflugt og sterkt kempulið sem heitir FC Ísland. Fyrsta æfingin hjá kempunum var í gær mánudag og gekk æfingin vel og án nokkurra meiðsla. Það er mikill keppnisandi í liðinu og þó þeir séu komnir af léttasta skeiði í boltanum þá vantar ekki keppnisskapið í þessa kunnu kappa. Bjarnólfur Lárusson er fyrirliði FC Ísland.Mynd/FC Ísland Heyrst hefur að verið sé að smala í mjög sterk lið á öllum stöðum þar sem keppt verður, þannig að FC Ísland er með ýmsar stórgóðar og nýjar hugmyndir um það hvernig þeir ætla að ná fram sigri í leikjunum. Liðið gerir meira en bara að spila fótbolta en ýmsar skemmtilegar þrautir verða lagðar fyrir liðið með það að markmiði að safna áheitum. FC Ísland mun spila fjóra leiki og fara þeir fram í Vestmannaeyjum, á Akranesi, á Akureyri og í Reykjavík. Það standa vonir til þess að á hverjum stað muni heimamenn plata sínar kempur út á völlinn og úr verði skemmtilegri leikir. Nýtt merki félagsins.Mynd/FC Ísland Fyrsti leikur liðsins er klukkan 19.00 á Hásteinsvelli á fimmtudagskvöldið eða beint á eftir setningu Orkumótsins. Gunnar Heiðar Þorvaldsson verður fyrirliði liðs Eyjamanna sem fær það verkefni að mæta FC Íslandi. FC Ísland mun í samstarfi við Ufsaskalla vinna að góðgerðarsöfnun fyrir stuðningsfélag krabbameinssjúklinga í Vestmannaeyjum. Ufsaskalli ætlar að gefa 500 þúsund krónur í tengslum við þáttinn. Frá æfingu FC Ísland í gær.Mynd/FC Ísland Lið FC Ísland sem keppir í fyrsta leiknum í Eyjum er skipað eftirtöldum leikmönnum: Baldvin Jón Hallgrímsson Birkir Kristinsson Bjarnólfur Lárusson Björgólfur Takefusa Eyjólfur Örn Eyjólfsson Eysteinn Lárusson Hjörtur Hjartarson Ingólfur Sigurðsson Ingólfur Þórarinsson/veðurguð Jón Hafsteinn Jóhannsson Sævar Þór Gíslason Tryggvi Guðmundson Valur Fannar Gíslason Fyrirliði FC Ísland: Bjarnólfur Lárusson Þjálfari: Tómas Ingi Tómasson Aðstoðarþjálfari: Friðgeir Bergsteinsson Tómas Ingi Tómasson og aðstoðarmaður hans Friðgeir Bergsteinsson fylgjast með sínum mönnum hita upp.Mynd/FC Ísland FC Ísland spilar fjóra leiki í sumar: Fyrsti leikur verður í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn, 25.júni. Annar leikur á Akranesi 2. júlí • Þriðji leikur á Akureyri 3. júlí Fjórði leikur í Reykjavík 22. júlí. Liðsmenn FC Ísland eru: Baldvin Jón Hallgrímsson Birkir Kristinsson Bjarni Guðjónsson Bjarnólfur Lárusson Björgólfur Takefusa Brynjar Benediktsson Brynjar Björn Gunnarsson Erlingur Jack Guðmundsson Eyjólfur Örn Eyjólfsson Eysteinn Lárusson Garðar Gunnlaugsson Gunnar Heiðar Þorvaldsson Gunnar Jarl Jónsson Gunnlaugur Jónsson Halldór Hilmisson Hjörtur Hjartarson Ingólfur Sigurðsson Jón Hafsteinn Jóhannsson Kjartan Sturluson Ólafur Páll Snorrason Reynir Leósson Sævar Þór Gíslason Sigurbjörn Hreiðarsson Tryggvi Guðmundson Valur Fannar Gíslason
Lið FC Ísland sem keppir í fyrsta leiknum í Eyjum er skipað eftirtöldum leikmönnum: Baldvin Jón Hallgrímsson Birkir Kristinsson Bjarnólfur Lárusson Björgólfur Takefusa Eyjólfur Örn Eyjólfsson Eysteinn Lárusson Hjörtur Hjartarson Ingólfur Sigurðsson Ingólfur Þórarinsson/veðurguð Jón Hafsteinn Jóhannsson Sævar Þór Gíslason Tryggvi Guðmundson Valur Fannar Gíslason Fyrirliði FC Ísland: Bjarnólfur Lárusson Þjálfari: Tómas Ingi Tómasson Aðstoðarþjálfari: Friðgeir Bergsteinsson
FC Ísland spilar fjóra leiki í sumar: Fyrsti leikur verður í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn, 25.júni. Annar leikur á Akranesi 2. júlí • Þriðji leikur á Akureyri 3. júlí Fjórði leikur í Reykjavík 22. júlí. Liðsmenn FC Ísland eru: Baldvin Jón Hallgrímsson Birkir Kristinsson Bjarni Guðjónsson Bjarnólfur Lárusson Björgólfur Takefusa Brynjar Benediktsson Brynjar Björn Gunnarsson Erlingur Jack Guðmundsson Eyjólfur Örn Eyjólfsson Eysteinn Lárusson Garðar Gunnlaugsson Gunnar Heiðar Þorvaldsson Gunnar Jarl Jónsson Gunnlaugur Jónsson Halldór Hilmisson Hjörtur Hjartarson Ingólfur Sigurðsson Jón Hafsteinn Jóhannsson Kjartan Sturluson Ólafur Páll Snorrason Reynir Leósson Sævar Þór Gíslason Sigurbjörn Hreiðarsson Tryggvi Guðmundson Valur Fannar Gíslason
Fótbolti Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sjá meira