Fimmtán milljóna sekt vegna Airbnb-útleigu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2020 09:21 Konan leigði út gistirými í gegnum Airbnb vísir/vilhelm Yfirskattanefnd hefur úrskurðað að kona sem leigði út gistirými í gegnum Airbnb þurfi að greiða tæplega fimmtán milljóna króna sekt fyrir að hafa vanrækt að telja fram í skattframtölum sínum tekjur af útleigu húsnæðis til ferðamanna á árunum 2016, 2017 og 2018. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá en í úrskurði Yfirskattanefndar kemur fram að sektin er einnig tilkomin þar sem viðkomandi hafi ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum og innheimtum virðisaukaskatti vegna seldrar þjónustu á sömu árum. Konunni var gefið að sök að hafa staðið skattyfirvöldum skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2017 til og með 2019, vegna rekstraráranna 2016 til og með 2018, með því að vanrækja að gera grein fyrir rekstrartekjum sínum sem til voru komnar vegna sjálfstæðrar starfsemi hennar, samtals að fjárhæð 15,3 milljóna króna. Þá var henni gefið að sök að hafa vanrækt að tilkynna ríkiskattstjóra um virðisaukaskattsskylda starfsemi sína. Að mati skattrannsóknarstjóra nam vanframtalin skattskyld velta samtals 28,2 milljónum og vanframtalinn útskattur nam samtals 3,1 milljón. Í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra staðfesti konan að tekjurnar sem voru til skoðunar hjá yfirvöldum hafi verið greiðslur frá Airbnb vegna útleigu húsnæðis. Sagði hún að bæði hún og fyrrverandi eiginmaður hennar hafi lent í fjárhagserfiðleikum og byrjað að leigja herbergi út, síðan hafi fleiri bæst við. Í úrskurðinum segir að við rannsókn málsins og meðferð þess hafi ekkert komið fram sem hafi gefið tilefni til þess að miða við aðrar fjárhæðir en komu fram við rannsókn skattrannsóknarstjóra. Þarf konan að greiða sekt sem nemur 14,9 milljónum, þar af ellefu milljónir til ríkissjóðs og 3,9 milljónir til borgarsjóðs Reykjavíkur. Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Airbnb Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Yfirskattanefnd hefur úrskurðað að kona sem leigði út gistirými í gegnum Airbnb þurfi að greiða tæplega fimmtán milljóna króna sekt fyrir að hafa vanrækt að telja fram í skattframtölum sínum tekjur af útleigu húsnæðis til ferðamanna á árunum 2016, 2017 og 2018. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá en í úrskurði Yfirskattanefndar kemur fram að sektin er einnig tilkomin þar sem viðkomandi hafi ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum og innheimtum virðisaukaskatti vegna seldrar þjónustu á sömu árum. Konunni var gefið að sök að hafa staðið skattyfirvöldum skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2017 til og með 2019, vegna rekstraráranna 2016 til og með 2018, með því að vanrækja að gera grein fyrir rekstrartekjum sínum sem til voru komnar vegna sjálfstæðrar starfsemi hennar, samtals að fjárhæð 15,3 milljóna króna. Þá var henni gefið að sök að hafa vanrækt að tilkynna ríkiskattstjóra um virðisaukaskattsskylda starfsemi sína. Að mati skattrannsóknarstjóra nam vanframtalin skattskyld velta samtals 28,2 milljónum og vanframtalinn útskattur nam samtals 3,1 milljón. Í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra staðfesti konan að tekjurnar sem voru til skoðunar hjá yfirvöldum hafi verið greiðslur frá Airbnb vegna útleigu húsnæðis. Sagði hún að bæði hún og fyrrverandi eiginmaður hennar hafi lent í fjárhagserfiðleikum og byrjað að leigja herbergi út, síðan hafi fleiri bæst við. Í úrskurðinum segir að við rannsókn málsins og meðferð þess hafi ekkert komið fram sem hafi gefið tilefni til þess að miða við aðrar fjárhæðir en komu fram við rannsókn skattrannsóknarstjóra. Þarf konan að greiða sekt sem nemur 14,9 milljónum, þar af ellefu milljónir til ríkissjóðs og 3,9 milljónir til borgarsjóðs Reykjavíkur.
Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Airbnb Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira