Krabbamein móður einnar þeirrar bestu í heimi réði því hvar hún spilar í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 10:30 Nora Mörk í leik með norska landsliðinu í handbolta en liðið hans Þóris Hergeirssonar hefur saknað hennar mikið í meiðslunum. Getty/Lukasz Laskowski/ Nora Mörk, ein allra besta hægri skyttan í handbolta kvenna undanfarin ár, hefur tekið ákvörðun um að spila með norska liðinu Vipers frá Kristiansand á komandi tímabili. Nora tilkynnti það fyrir fjórum dögum að hún væri hætt hjá rúmenska félaginu CSM frá Búkarest og í gær varð það síðan ljóst hvar hún ætlar að vera í betur. Nora Mörk er 29 ára gömul og ætlaði sér að spila lengur erlendis. Hún hafði verið í Ungverjalandi og Rúmeníu frá árinu 2016 en hafði jafnframt verið mjög óheppin með meiðsli síðustu ár. „Það var ekki planið að koma heim núna en fyrir þremur vikum þá greindist móðir mín með brjóstakrabbamein. Þá breyttist allt,“ sagði Nora Mörk við Nettavisen. Nora Mørk klar for Vipers: https://t.co/8NsTayCvD9— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 22, 2020 „Þeir sem þekkja mig vita að fjölskyldan mín skiptir mig öllu. Móðir mín er mér svo kær. Það tók mig því ekki langan tíma að ákveða það að ég vildi komast heim og þá ekki síst fyrir mig sjálfa,“ sagði Nora Mörk „Til að geta haldið áfram að spila íþróttina mína þá verð ég að vera í kringum leikmenn, þjálfara og félag sem er með sama metnað og ég. Vipers hefur allt slíkt og því var þetta auðveld ákvörðun fyrir mig,“ sagði Nora Mörk. Nora Mörk missti af öllu fyrsta tímabili sínu með CSM Búkarest vegna hnémeiðsla en átti eitt ár eftir af samningi sínum. Hún hafði áður unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum með ungverska liðinu Györ. Það hjálpaði örugglega ákvörðun hennar að hún hitti fyrir sinn gamla þjálfara Ole Gustav Gjekstad hjá Vipers. Hún spilaði í sjö ár undir hans stjórn hjá Larvik. Nora Mörk hefur skorað 566 mörk í 117 landsleikjum fyrir Noreg. Hún hefur unnið fjögur gull á stórmótum með liðinu og hefur fjórum sinnum verið kosin í lið mótsins. Þá var hún valin í úrvalslið Meistaradeildarinnar þrjú ár í röð frá 2015 til 2017. Nora hefur líka náð því að vera markahæst á HM (2017), á EM (2016) og á Ólympíuleikum (2016). Nora Mörk styrkir því Kristiansand liðið mjög mikið og Vipers er því til alls líklegt á komandi tímabili. Húm sjálf ætlar sér líka að komast í toppform fyrir Evrópumótið í desember en það fer einmitt fram í Noregi að þessu sinni. Handbolti Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Nora Mörk, ein allra besta hægri skyttan í handbolta kvenna undanfarin ár, hefur tekið ákvörðun um að spila með norska liðinu Vipers frá Kristiansand á komandi tímabili. Nora tilkynnti það fyrir fjórum dögum að hún væri hætt hjá rúmenska félaginu CSM frá Búkarest og í gær varð það síðan ljóst hvar hún ætlar að vera í betur. Nora Mörk er 29 ára gömul og ætlaði sér að spila lengur erlendis. Hún hafði verið í Ungverjalandi og Rúmeníu frá árinu 2016 en hafði jafnframt verið mjög óheppin með meiðsli síðustu ár. „Það var ekki planið að koma heim núna en fyrir þremur vikum þá greindist móðir mín með brjóstakrabbamein. Þá breyttist allt,“ sagði Nora Mörk við Nettavisen. Nora Mørk klar for Vipers: https://t.co/8NsTayCvD9— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 22, 2020 „Þeir sem þekkja mig vita að fjölskyldan mín skiptir mig öllu. Móðir mín er mér svo kær. Það tók mig því ekki langan tíma að ákveða það að ég vildi komast heim og þá ekki síst fyrir mig sjálfa,“ sagði Nora Mörk „Til að geta haldið áfram að spila íþróttina mína þá verð ég að vera í kringum leikmenn, þjálfara og félag sem er með sama metnað og ég. Vipers hefur allt slíkt og því var þetta auðveld ákvörðun fyrir mig,“ sagði Nora Mörk. Nora Mörk missti af öllu fyrsta tímabili sínu með CSM Búkarest vegna hnémeiðsla en átti eitt ár eftir af samningi sínum. Hún hafði áður unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum með ungverska liðinu Györ. Það hjálpaði örugglega ákvörðun hennar að hún hitti fyrir sinn gamla þjálfara Ole Gustav Gjekstad hjá Vipers. Hún spilaði í sjö ár undir hans stjórn hjá Larvik. Nora Mörk hefur skorað 566 mörk í 117 landsleikjum fyrir Noreg. Hún hefur unnið fjögur gull á stórmótum með liðinu og hefur fjórum sinnum verið kosin í lið mótsins. Þá var hún valin í úrvalslið Meistaradeildarinnar þrjú ár í röð frá 2015 til 2017. Nora hefur líka náð því að vera markahæst á HM (2017), á EM (2016) og á Ólympíuleikum (2016). Nora Mörk styrkir því Kristiansand liðið mjög mikið og Vipers er því til alls líklegt á komandi tímabili. Húm sjálf ætlar sér líka að komast í toppform fyrir Evrópumótið í desember en það fer einmitt fram í Noregi að þessu sinni.
Handbolti Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti