Innlent

Styrkur skjálftanna fer dvínandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Siglufjörður.
Siglufjörður. Vísir/Egill

Jarðhræringar héldu áfram í Tjörnesbrotabeltinu í nótt en styrkur skjálftanna út af Eyjafirði hefur farið dvínandi. Eins og áður mældust mjög margir skjálftar í nótt en langflestir þeirra voru undir tveimur stigum og enginn var yfir þremur.

Auk þess að styrkur skjálftanna virðist fara dvínandi hefur þeim sömuleiðis fækkað lítillega.

Undanfarna tvo sólarhringa hefur Veðurstofan mælt 1.472 jarðskjálfta á svæðinu, þegar þetta er skrifað. Þar af hafa 61 verið stærri en þrjú stig. 331 hafa verið tvö til þrjú stig og 1.13 hafa verið eitt til tvö stig.

Frá því að hrinan hófst hafa rúmlega fjögur þúsund skjálftar mælst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×