Tveir farþeganna í einangrun en níu með „gömul smit“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2020 15:59 Farþegar í flugvél Icelandair með grímur fyrir vitum. Vísir/Einar Af þeim ellefu sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun hér á landi eru aðeins tveir með virk smit og í einangrun. Hinir níu eru með „gömul smit“, þ.e. höfðu þegar fengið veiruna og eru með virkt mótefni fyrir henni. Þeir þurfa því ekki að sæta einangrun. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Alls voru 760 sýni tekin úr farþegum sem komu til landsins í gær. Enginn greindist með veiruna en frá því að á mánudag hafa rúmlega sjö þúsund farþegar komið til Íslands, langflestir til Keflavíkur en 160 með Norrænu og 350 með einkaflugi. Af þessum rúmlega sjö þúsund einstaklingur hefur sýni verið tekið úr 5500 einstaklingum og alls ellefu greinst með veiruna, að sögn Þórólfs. „En hins vegar segir það ekki alla söguna því tveir hafa reynst vera með smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru hins vegar með gamalt smit og mótefni, og eru þess vegna ekki smitandi og því þarf engar sérstakar ráðstafanir fyrir þá.“ Rúmlega tuttugu einstaklingar hafa þurft að fara í sóttkví vegna þeirra sem greinst hafa á landamærunum. Sóttkvíarfólki mun hins vegar fækka núna vegna þess að verið er að taka í notkun nýjar skilgreiningar á áhættu í flugi eftir að flugfarþegum var gert að taka upp nýjar sóttvarnaráðstafanir. „Við erum að endurskilgreina það í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar og þá mun þörfin á sóttkví fyrir farþega í flugi, þó að greinist smit, verða miklu minna en áður. En ég vil minna á að ekkert covid-smit hafi verið staðfest í flugi til þessa, þó að upp hafi komið grunur um smit á alþjóðlega vísu.“ Covid-göngudeild Landspítala fylgist með sjö einstaklingum með virkt kórónuveirusmit hér á landi. Enginn þeirra er alvarlega veikur. Þrír af þessum sjö eru lögreglumenn á Suðurlandi sem smituðust sennilega af tveimur erlendum ferðamönnum sem einnig eru í einangrun, líkt og áður hefur komið fram. Þá hefur ekkert innlent smit greinst eftir 15. júní. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ekkert smit greindist við skimun á landamærum í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist í landamæraskimun í gær að því er fram kemur í uppfærðum tölum á síðunni covid.is. 22. júní 2020 13:05 Vísa sjö Rúmenanna úr landi Til stendur að vísa sjö af ellefu Rúmenum sem komu nýverið til landsins úr landi. Umræddir menn gerðust allir brotlegir við reglur um sóttkví. 22. júní 2020 12:51 Kemur til greina að hætta að skima ferðamenn frá ákveðnum löndum Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gætu komið til greina. 22. júní 2020 15:11 Ekkert sem bendi til þess að fordómar geti spilað inn í komi til frávísunar Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. 22. júní 2020 15:28 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Af þeim ellefu sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun hér á landi eru aðeins tveir með virk smit og í einangrun. Hinir níu eru með „gömul smit“, þ.e. höfðu þegar fengið veiruna og eru með virkt mótefni fyrir henni. Þeir þurfa því ekki að sæta einangrun. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Alls voru 760 sýni tekin úr farþegum sem komu til landsins í gær. Enginn greindist með veiruna en frá því að á mánudag hafa rúmlega sjö þúsund farþegar komið til Íslands, langflestir til Keflavíkur en 160 með Norrænu og 350 með einkaflugi. Af þessum rúmlega sjö þúsund einstaklingur hefur sýni verið tekið úr 5500 einstaklingum og alls ellefu greinst með veiruna, að sögn Þórólfs. „En hins vegar segir það ekki alla söguna því tveir hafa reynst vera með smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru hins vegar með gamalt smit og mótefni, og eru þess vegna ekki smitandi og því þarf engar sérstakar ráðstafanir fyrir þá.“ Rúmlega tuttugu einstaklingar hafa þurft að fara í sóttkví vegna þeirra sem greinst hafa á landamærunum. Sóttkvíarfólki mun hins vegar fækka núna vegna þess að verið er að taka í notkun nýjar skilgreiningar á áhættu í flugi eftir að flugfarþegum var gert að taka upp nýjar sóttvarnaráðstafanir. „Við erum að endurskilgreina það í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar og þá mun þörfin á sóttkví fyrir farþega í flugi, þó að greinist smit, verða miklu minna en áður. En ég vil minna á að ekkert covid-smit hafi verið staðfest í flugi til þessa, þó að upp hafi komið grunur um smit á alþjóðlega vísu.“ Covid-göngudeild Landspítala fylgist með sjö einstaklingum með virkt kórónuveirusmit hér á landi. Enginn þeirra er alvarlega veikur. Þrír af þessum sjö eru lögreglumenn á Suðurlandi sem smituðust sennilega af tveimur erlendum ferðamönnum sem einnig eru í einangrun, líkt og áður hefur komið fram. Þá hefur ekkert innlent smit greinst eftir 15. júní.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ekkert smit greindist við skimun á landamærum í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist í landamæraskimun í gær að því er fram kemur í uppfærðum tölum á síðunni covid.is. 22. júní 2020 13:05 Vísa sjö Rúmenanna úr landi Til stendur að vísa sjö af ellefu Rúmenum sem komu nýverið til landsins úr landi. Umræddir menn gerðust allir brotlegir við reglur um sóttkví. 22. júní 2020 12:51 Kemur til greina að hætta að skima ferðamenn frá ákveðnum löndum Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gætu komið til greina. 22. júní 2020 15:11 Ekkert sem bendi til þess að fordómar geti spilað inn í komi til frávísunar Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. 22. júní 2020 15:28 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Ekkert smit greindist við skimun á landamærum í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist í landamæraskimun í gær að því er fram kemur í uppfærðum tölum á síðunni covid.is. 22. júní 2020 13:05
Vísa sjö Rúmenanna úr landi Til stendur að vísa sjö af ellefu Rúmenum sem komu nýverið til landsins úr landi. Umræddir menn gerðust allir brotlegir við reglur um sóttkví. 22. júní 2020 12:51
Kemur til greina að hætta að skima ferðamenn frá ákveðnum löndum Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gætu komið til greina. 22. júní 2020 15:11
Ekkert sem bendi til þess að fordómar geti spilað inn í komi til frávísunar Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. 22. júní 2020 15:28