Landsliðssumarið fellur ekki niður hjá körfuboltakrökkunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2020 14:46 Norðurlandamót U16 og U18 landsliða drengja og stúlkna í körfubolta mun fara fram dagana 4.til 7. ágúst í Kisikallio í Finnlandi. Það verða samt engir Svíar og Norðmenn á svæðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. Þar sem ástandið á Norðurlöndum vegna COVID-19 hefur breyst hratt til batnaðar undanfarnar vikur hafa körfuknattleikssamböndin unnið að því að koma aftur á Norðurlandamóti U16 og U18 sem átti að fara fram 29. júní-5. júlí í Kisakallio í Finnlandi. Mótið verður haldið í Kisakallio, líkt og undanfarin ár, en um er að ræða glæsilegt íþróttasetur með öllu sem til þarf til að halda stórt mót. Norðmenn og Svíar verða ekki með á mótinu í ár þar sem Norðmenn ákváðu að vera ekki með þegar hugmyndin fór af stað aftur og Svíar fá ekki að fara yfir til Finnlands eins og staðan er núna, og er þessi ákvörðun tekin í góðri sátt við körfknattleiksambönd beggja landa. Landslið Íslands munu spila fjóra leiki hvert við Finnland, Danmörku og Eistland og svo úrslitaleikur eða leikur um 3. sætið síðasta dag mótsins. Engir áhorfendur verða leyfir og aðeins lágmarksmannskapur frá hverju sambandi verður leyfður, allir leikir mótsins verða sýndir í beinni útsendingu á netinu ásamt því að vera í beinni tölfræði lýsingu. Icelandair mun fljúga hópnum út mánudaginn 3. ágúst og heim laugardaginn 8. ágúst. Það er afar gleðilegt að fá þessa landsleiki í ágúst fyrir U16 og U18 landsliðin okkar en allt útlit var fyrir að engir landsleikir yrðu spilaðir á þessu sumri en EM-mót FIBA hjá U16, U18 og U20 liðunum voru felld niður sem og alþjóðlegt mót U15-liðanna í Kaupmannahöfn sem fara átti fram um síðastliðnu helgi. Fyrstu æfingar landsliðanna fyrir NM verða 3.-5. júlí. Verkefnið er að sjálfsögðu háð þeim fyrirvara að mótið fari eingöngu fram ef allt ástand vegna COVID-19 verði í lagi áfram í þjóðfélaginu og ferðalög áfram leyfð af hálfu yfirvalda sóttvarna og annara aðila vegna COVID-19 faraldursins bæði hér heima og í Finnlandi. Körfubolti Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Sjá meira
Norðurlandamót U16 og U18 landsliða drengja og stúlkna í körfubolta mun fara fram dagana 4.til 7. ágúst í Kisikallio í Finnlandi. Það verða samt engir Svíar og Norðmenn á svæðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. Þar sem ástandið á Norðurlöndum vegna COVID-19 hefur breyst hratt til batnaðar undanfarnar vikur hafa körfuknattleikssamböndin unnið að því að koma aftur á Norðurlandamóti U16 og U18 sem átti að fara fram 29. júní-5. júlí í Kisakallio í Finnlandi. Mótið verður haldið í Kisakallio, líkt og undanfarin ár, en um er að ræða glæsilegt íþróttasetur með öllu sem til þarf til að halda stórt mót. Norðmenn og Svíar verða ekki með á mótinu í ár þar sem Norðmenn ákváðu að vera ekki með þegar hugmyndin fór af stað aftur og Svíar fá ekki að fara yfir til Finnlands eins og staðan er núna, og er þessi ákvörðun tekin í góðri sátt við körfknattleiksambönd beggja landa. Landslið Íslands munu spila fjóra leiki hvert við Finnland, Danmörku og Eistland og svo úrslitaleikur eða leikur um 3. sætið síðasta dag mótsins. Engir áhorfendur verða leyfir og aðeins lágmarksmannskapur frá hverju sambandi verður leyfður, allir leikir mótsins verða sýndir í beinni útsendingu á netinu ásamt því að vera í beinni tölfræði lýsingu. Icelandair mun fljúga hópnum út mánudaginn 3. ágúst og heim laugardaginn 8. ágúst. Það er afar gleðilegt að fá þessa landsleiki í ágúst fyrir U16 og U18 landsliðin okkar en allt útlit var fyrir að engir landsleikir yrðu spilaðir á þessu sumri en EM-mót FIBA hjá U16, U18 og U20 liðunum voru felld niður sem og alþjóðlegt mót U15-liðanna í Kaupmannahöfn sem fara átti fram um síðastliðnu helgi. Fyrstu æfingar landsliðanna fyrir NM verða 3.-5. júlí. Verkefnið er að sjálfsögðu háð þeim fyrirvara að mótið fari eingöngu fram ef allt ástand vegna COVID-19 verði í lagi áfram í þjóðfélaginu og ferðalög áfram leyfð af hálfu yfirvalda sóttvarna og annara aðila vegna COVID-19 faraldursins bæði hér heima og í Finnlandi.
Körfubolti Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum