Innlent

Haraldur segir ekkert benda til að skjálftarnir tengist eldvirkni

Kristján Már Unnarsson skrifar
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Myndin er tekin í Berserkjahrauni utan við Stykkishólm, á æskuslóðum Haraldar, en þar stofnaði hann Eldfjallasafnið, sem hann veitir forstöðu.
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Myndin er tekin í Berserkjahrauni utan við Stykkishólm, á æskuslóðum Haraldar, en þar stofnaði hann Eldfjallasafnið, sem hann veitir forstöðu. Stöð 2/Björn Sigurðsson.

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir ekkert benda til að skjálftarnir núna út af Eyjafirði tengist eldvirkni. Þetta segir Haraldur í svari við fyrirspurn fréttastofu í tilefni þess að fyrir átta árum taldi Haraldur miklar líkur á að skjálftahrina undan Eyjafirði í október 2012 tengdist því að kvika væri að brjóta sér leið upp í setlög á botni Eyjafjarðaráls.

„Skjálftavirknin í dag er á sprungukerfi sem tengist til austurs til Tjörness. Þetta er annað mesta skjálftasvæði landsins og tengt hliðrun á meginsprungukerfinu, frá Kolbeinseyjarhrygg til eystra gosbeltisins.

Í Eyjafjarðarál verða skjálftarnir í skorpu sem er undir mjög þykkum lögum af seti. Ekkert bendir til að þetta sé tengt eldvirkni,“ sagði Haraldur í dag.

Hér má sjá frétt Vísis fyrir átta árum um mat Haraldar á skjálftahrinunni sem þá var utan við mynni Eyjafjarðar:

Mikla athygli vakti í eldgosinu í Holuhrauni árið 2014 þegar Haraldi tókst með mikilli nákvæmni í nóvember það ár að spá fyrir um goslok þremur mánuðum síðar. Sjá hér:

Fjallað var um ævintýralegan lífsferil Haraldar í þættinum Um land allt á Stöð 2 fyrir fimm árum:

Í seinni þættinum fylgdi Haraldur áhorfendum um leyndardóma Snæfellsness:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×