Enn heldur skjálftahrinan úti fyrir norðurlandi áfram en klukkan 18:20 varð skjálfti að stærðinni 4,4 um 35 km norður af Siglufirði.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar en um er að ræða stærsta skjálftann síðan klukkan 20:11 í gærkvöldi þegar skjálfti af stærðinni 4,5 reið yfir landið.
Samkvæmt gögnum Veðurstofunnar voru upptök skjálftans á 9,3 kílómetra dýpi 32,6 kílómetra VSV af Grímsey.
Ljóst er að skjálftinn fannst víða á norðurlandi, þar með talið á Akureyri.
18:21. Þessi skjálfti fannst á Akureyri @Vedurstofan
— Guðmundur Egill (@gudmegill) June 21, 2020