Verði af verkfalli er ekki unnt að manna alla skimunarbása á Keflavíkurflugvelli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júní 2020 19:46 Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins mættu til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf þrjú í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið. Hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið fyrir samningafundinn í dag til að sýna samstöðu. „Það er mjög þungt hljóðið í okkur félagsmönnum að ríkið skuli ekki koma til móts við þessa kvennastétt,“ sagði Gísli Níls Einarsson, stjórnarmaður í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fundað hefur verið stíft í deilunni síðustu daga og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta í fyrramálið. Verði af verkfalli mun það hafa töluverð áhrif á þjónustu Landspítalans. Spítalinn gaf þó ekki kost á viðtali í dag. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Verkfallið hefur einnig gríðarleg áhrif á þjónustu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Til dæmis verður skerðing á ungbarnavernd. Hún nánast fellur niður. Mæðraverndin skerðist,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Símaráðgjöf skerðist einnig verulega auk þess sem netspjall fellur niður. Heilsuvernd aldraða raskast töluvert auk þess sem heimahjúkrun verður unnin eftir neyðaráætlun. Mörg verkefni hafa setið á hakanum vegna kórónuveirufaraldursins. Þau verkefni munu því bíða enn lengur. „Við erum með 180 hjúkrunarfræðinga í vinnu og erum með rúmlega tuttugu sem mæta á morgun ef af verkfalli verður,“ sagði Óskar. Þú talar um 20 sem mæta. Þið eruð með 15 heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Er þetta geranlegt? „Þetta er erfitt. En auðvitað reynum við að láta hlutina ganga upp og sjá til þess að fólk líði ekki alvarlega fyrir þetta. Við munum gera það,“ sagði Óskar. Undanþágunefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins kom einnig saman í dag til að fara yfir undanþágubeiðnir. Beiðnir verða þó ekki afgreiddar fyrr en á morgun, verði af verkfalli. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með skimunum á Keflavíkurflugvelli ásamt fleirum. Verði af verkfalli hægist á sýnatöku. „Við erum með tíu bása og við munum ekki geta mannað þá alla,“ sagði Óskar. Verkföll 2020 Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins mættu til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf þrjú í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið. Hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið fyrir samningafundinn í dag til að sýna samstöðu. „Það er mjög þungt hljóðið í okkur félagsmönnum að ríkið skuli ekki koma til móts við þessa kvennastétt,“ sagði Gísli Níls Einarsson, stjórnarmaður í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fundað hefur verið stíft í deilunni síðustu daga og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta í fyrramálið. Verði af verkfalli mun það hafa töluverð áhrif á þjónustu Landspítalans. Spítalinn gaf þó ekki kost á viðtali í dag. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Verkfallið hefur einnig gríðarleg áhrif á þjónustu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Til dæmis verður skerðing á ungbarnavernd. Hún nánast fellur niður. Mæðraverndin skerðist,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Símaráðgjöf skerðist einnig verulega auk þess sem netspjall fellur niður. Heilsuvernd aldraða raskast töluvert auk þess sem heimahjúkrun verður unnin eftir neyðaráætlun. Mörg verkefni hafa setið á hakanum vegna kórónuveirufaraldursins. Þau verkefni munu því bíða enn lengur. „Við erum með 180 hjúkrunarfræðinga í vinnu og erum með rúmlega tuttugu sem mæta á morgun ef af verkfalli verður,“ sagði Óskar. Þú talar um 20 sem mæta. Þið eruð með 15 heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Er þetta geranlegt? „Þetta er erfitt. En auðvitað reynum við að láta hlutina ganga upp og sjá til þess að fólk líði ekki alvarlega fyrir þetta. Við munum gera það,“ sagði Óskar. Undanþágunefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins kom einnig saman í dag til að fara yfir undanþágubeiðnir. Beiðnir verða þó ekki afgreiddar fyrr en á morgun, verði af verkfalli. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með skimunum á Keflavíkurflugvelli ásamt fleirum. Verði af verkfalli hægist á sýnatöku. „Við erum með tíu bása og við munum ekki geta mannað þá alla,“ sagði Óskar.
Verkföll 2020 Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira