Í lögreglufylgd á stefnumót: „Um leið og ég settist inn í bílinn, kom útkall“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 21. júní 2020 21:01 Kristín Ýr fjölmiðlakona og ævintýramanneskja talar um lífið sem einhleyp móðir, ævintýrirn og ansi skrautleg stefnumót. Vilhelm/Vísir „Oftast er ég bara ofvirk, lítil, einhleyp kona“, segir Kristín Ýr Gunnarsdóttir og hlær með sínum smitandi hlátri þegar ég spyr hana hvernig ég á að titla hana í viðtalinu. Ég mælti mér mót við Krisínu á kaffihúsi þar sem við spjölluðum um stefnumótamarkaðinn, lífið sem einhleyp móðir, öll ævintýrin og hvernig hún ákvað eftir sambúðaslit að segja já við öllu því sem henni þætti spennandi. Kristín Ýr er þriggja barna móðir sem hefur unnið mikið í fjölmiðlum. Í dag starfar hún sem almannatengill hjá ráðgjafafyrirtæki og auglýsingastofu. Stefnumótamarkaðurinn breyst mikið Hvernig myndir þú lýsa stefnumótamarkaðnum á Íslandi í dag? „Hann hefur breyst mjög mikið undanfarin ár. Auðvitað hafa bæði samskiptamiðlar og stefnumótaforrit haft mikil áhrif á stefnumótamarkaðinn. Það er orðið mun auðveldara að fara á stefnumót núna en áður. Samskiptin á samfélagsmiðlunum ýta þér kannski frekar út í það að fara á stefnumót eða hitta einhvern. Núna situr þú bara og spjallar í sófanum heima hjá þér en áður fyrr byrjaði þetta kannski á kossi niðrí bæ og svo sá fólk til“. Finnst þér þetta hafa breyst til batnaðar? „Já og nei. Það eru kostir og gallar við þetta allt. En mér finnst Tinder orðið svolítið mikið rugl í dag, hér á landi allavega“. Þetta er orðið dálítið feik, of mikið af feik prófílum og fólk dettur í það að senda of klúrin skilaboð alltof fljótt. Samtölin eiga það til að vera óspennandi og stundum vélræn. „Fólk er að tala við svo marga í einu og það vantar þessa nánd sem myndast þegar fólk hittist, eins og var í gamla daga. Þetta hefur líka bara breyst á síðustu árum. Mig langar eiginlega ekki að kynnast neinum í gegnum Tinder núna því ég nenni ekki að fjárfesta tímanum mínum í einhver samskipti sem eru ekki ekta“. Kristín Ýr segist ekki hafa áhuga á því að kynnast einhverjum í genum Tinder eins og stefnumótaforritið hefur þróast síðustu ár. Hún segir mikið um feik aðgana og samskiptin þar oft á tíðum vélræn. Aðsend mynd Má ég fá mynd af þér í baði? Hvernig finnst þér ganga í samskiptum á netinu? „Menningin okkar virðist svolítið þannig að við erum rosalega fljót í því að fara í gróf skilaboð og byrja að klæmast. Ég hef verið beðin um mynd af mér í baði bara eftir tvær til þrjár setningar í spjalli á netinu. Ég segi auðvitað hiklaust, nei. Mér þætti frábært ef við myndum leggja af þessum vana“. Kristín segist lenda stundum í því að karlmenn sendi henni skilaboð á nóttunni til að fiska um stöðuna. „Það er eins og þeir hafi ekki kjarkinn í að senda mér á daginn og byrja spjall. Ég er samt alls ekki að setja út á þá eða þetta. Við erum öll bara að reyna að finna einhvern takt í samskiptum. Mér finnst allskonar fallegt í samskiptum, líka það sem er svolítið kjánalegt. Það gera allir mistök og það geta allir verið taktlausir á einhverju stigi“. Maður hefur sjálfur gert sín mistök og ábyggilega stundum litið út fyrir að vera smá klikkuð týpa einhvern tíma. En mér finnst fólk almennt gefa hvert öðru svigrúm til þess og það er ákveðinn skilningur á stefnumótamarkaðnum fyrir því að við séum öll allskonar. „Ég hef til dæmis alveg sent mjög vandræðaleg skilaboð og séð eftir því en það er eins og það sé bara þegjandi samkomulag um að vera ekkert að gera mál úr því. Við höfum flest öll verið þar“. Það er munur á að vera einn og vera einmana Færðu oft spurninguna hvort að þú sért búin að finna einhvern? „Fólk á það til að finnast það vera lykilinn að hamingjunni að vera búin að finna einhvern, hinn helminginn. Við erum öll svo upptekin af því að hugsa allt í pörum, pressa frá samfélaginu kannski. En það er svo fjarri lagi að það sé ekki hægt að vera hamingjusamur einn. Ég held reyndar að það sé mjög mikilvægt að kunna það að vera hamingjusamur einn áður en þú finnur einhvern. Ef þú ert að leita á annað borð“. En ég fæ oft spurninguna hvort að ég sé ekki einmana. Ég er alls ekki einmana þó að ég sé ein, mér leiðist reyndar næstum aldrei. Hef bara ekki tíma í það. Spandexið á racerinn og námskeið í að skipta um dekk Kristín segist hafa tekið ákvörðun eftir síðustu sambúðarslit að prófa allt skemmtilegt sem væri í boði og henda sér út í allskonar ævintýri, enda segist hún sjaldan vera kyrr og una sér best þegar hún tekst á við nýjar áskoranir. Kristín segist hafa tekið ákvörðun eftir síðustu sambúðarslit að prófa allt skemmtilegt sem væri í boði og henda sér út í allskonar ævintýri.Aðsend mynd „Ég er mjög ofvirk manneskja og er alltaf að elta einhver ævintýri. Ég skelli mér í spandexið og hoppaði á racerinn minn. Ég hjóla á fjöll og hleyp um stíga borgarinnar til að halda geðheilsunni í lagi. Ég geri eiginlega allt sem mig langar til og segi sjaldan nei ef eitthvað skemmtilegt er í boði“. „Svo er ég líka þannig að ég vil geta gert allt sjálf og fór til dæmis á námskeið í að skipta upp dekk og laga keðjuna á hjólinu mínu svo ég yrði ekki háð öðrum með það“. Eina sem háir mér er hvað ég er lítil – ég á erfitt með að setja hjólin mín upp á bílinn, en það er ekkert sem ein IKEA trappa getur ekki reddað. Hvað er það sem heillar þig við karlmenn? „Húmor, húmor og meiri húmor. Ég er rosalega fljót að dæma karlmenn úr leik ef þeir eru ekki fyndnir. Ef þeir hafa engan húmor eiga þeir eiginlega bara ekki sjens. Ég tek sjálfa mig ekki of alvarlega og ég heillast af mönnum sem hafa húmor fyrir sjálfum sér og lífinu“. Lífið er svo allskonar. Það er flókið, erfitt, skemmtileg og frábært, allur skalinn. Þú verður bara að geta hlegið að því til að geta tekist á við það. „Ég heillast líka af mönnum sem eru með tilfinningagreind og samfélagslega þenkjandi“. Kristín segir að miklar kröfur í byrjun samskipta og ágengni geti verið mjög fráhrindandi. Hún segir samfélagið vera með óþarflega mikla pressu á það að fólk kynnist hratt. „Lífið er svo allskonar. Það er flókið, erfitt, skemmtileg og frábært, allur skalinn. Þú verður bara að geta hlegið að því til að geta tekist á við það“.Aðsend mynd „Þessar kröfur og ágengni í byrjun samskipta þegar það er kannski ekkert búið að fjárfesta í neinu sambandi, er fráhrindandi. Fólk gefur sér ekki tíma í að kynnast og byrja rólega saman því það er oft svo mikil pressa á það að sambönd byrji strax“. Ég held reyndar að þess vegna séum við svo mikið að hætta og byrja saman. Fólk er oft komið í allskonar skuldbiningar saman án þess að hafa lent í erfiðleikum saman eða kynnst nógu vel til að kunna á viðbrögð og væntingar. Þurfum að fara á fleiri stefnumót og hafa meira gaman „Þetta er smá brenglun í stefnumótamenningunni okkar. Okkur vantar þolið í að kynnast og njóta. Það vantar grunninn í traustinu til þess að leyfa hlutunum bara að flæða og fljóta. Við þurfum að fara á fleiri stefnumót og hafa meira gaman áður en hversdagurinn mætir í öllu sínu veldi“. Svo er það stundum svo að menn gera ráð fyrir því að konur séu með brúðarkjólinn tilbúinn bak við hurð. Eins og við stökkvum bara á næsta mann sýni hann okkur athygli. Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart. Kristín segir að fólk sé of fljótt að skilgreina sambönd þegar það byrjar að hittast og segir hún að fólk þurfi að fara á fleiri stefnumót og hafa meira gaman áður en hversdagurinn tekur við. Aðsend mynd Hvernig eru yfirleitt fyrstu stefnumótin? „Það er langalgengast að það sé planað að hittast yfir kaffibolla, sem er mjög þægilegt fyrir alla. Ég leita alltaf eftir því að finna hvort að það sé flæði og hvort að manneksjan sé að skynja kaldhæðinn húmor minn“. Mér finnst líka best að hittast í fyrsta skipti í smá tímaþröng svo að stefnumótið verði ekki of langt ef fólk nær ekki saman. Frekar bara að plana að hittast aftur ef allt er að smella saman. Þetta er smá taktík sem ég er að gefa upp hérna, ég veit það. „En ég held að þetta sé bara nokkuð góð taktík fyrir alla – ég gef hér með öllum leyfi til að nota hana, haha“. 23 ára, tvö börn, blokk og station-bíll Við tölum um aldur og aldursmun þegar kemur að stefnumótum og segir Kristín hún yfirleitt alltaf sækjast í eldri menn. „Þegar ég var 23 ára átti ég tvö börn, íbúð í blokk og station-bíl. Ég byrjaði kannski svolítið á öfugum enda. Ég var mjög ung í öllum þessum pakka. Ég er í rauninni búin að vera að hugsa um annan einstakling síðan ég var átján ára gömul. Mér finnst ég stundum of ung til að vera á þessum stað sem ég er á“. Þess vegna finnst mér flókið að vera að hitta yngri menn því mér finnst þeir vera á þeim stað sem ég var á þegar ég var 23 ára. Ég horfi kannski meira á eldri menn því að þeir eru á sama stað og ég. Búnir að eignast börnin sín og nenna að hanga með mér í ferðalögum og á fjöllum. „Ég er kannski allt í einu núna að verða 23 ára í anda. Seldi station-bílinn og keypti mér jeppling til að koma hjólum og græjum fyrir. Því núna er smá minn tími í að prófa allskonar. Vera með veiðistöng, hjálma, sup-bretti eða bara eitthvað í skottinu“. „Þegar ég var 23 ára átti ég tvö börn, íbúð í blokk og station-bíl. Ég byrjaði kannski svolítið á öfugum enda. Ég var mjög ung í öllum þessum pakka“.Aðsend mynd Nú ertu með börnin þín viku og viku, hvernig gengur að finna jafnvægið á milli barnaviku og vikunnar þar sem þú ert ein? „Þegar ég er með börnin mín er ég rosalega upptekin. Maður er að vinna og að sinna öllum og það tekur bara heilmikinn tíma. En það sem mér finnst flóknast í þessu varðandi það að kynnast einhverjum er að þegar ég er svo barnlaus þá er ég kannski búin að fylla vikurnar mínar. Ég er alltaf með plan. Ég vil svolítið hafa tíma fyrir allt og þetta getur skapað smá togstreitu þegar ég kynnist einhverjum“. En auðvitað langar mig í félagsskap þó að ég sé ekki endilega einmana. Í dag langar mig bara að hitta einhvern sem nennir að hafa gaman með mér en ég er ekkert endilega að leita eftir einhverjum til að koma inn í fjölskyldulífið mitt. En auðvitað er þetta tvöfalda líf flókið. „Þegar þú ert fullorðin og ert búin að ganga í gegnum allskonar hluti eins og að ala upp börn, slíta sambandi og sambúðum og allt það, þá þurfa allir að taka tillit. Fólk er að díla við allskonar, eins og að finna út úr þessari draumafjölskyldu sem gekk kannski ekki upp“. Þá þarf auðvitað manneskjan sem þú hittir og kynnist að geta tekið tillit til fortíðarinnar þinnar. Flækjustigin geta verið mörg. Púslið með börnin, gömul særindi og allskonar tilfinningar. „En ég viðurkenni alveg að stundum vantar mig öxlina til að styðja mig við“. Ertu með einhverjar skemmtilegar stefnumótasögur til að deila með okkur? „Þær eru nú alveg nokkrar sögurnar og margar hverjar mjög skrautlegar. Einu sinni þegar ég var nýorðin einhleyp var ég stödd á bar. Þetta var um jól og ofnarnir voru bilaðir heima hjá mér. Mér var skítkalt öll jólin. Ég hitti mann á barnum sem brosti til mín og við byrjuðum að spjalla“. Daginn eftir, á Þorláksmessu, bauð hann mér á stefnumót. Hann bauð mér í skötu á Múlakaffi. „Eftir að hann var búinn að heyra sögurnar um hvað mér væri búið að vera kalt öll jólin, þá brunaði hann í Húsasmiðjuna og keypti handa mér rafmagnsofn svo að mér yrði ekki meira kalt um jólin. Frekar krúttleg saga og við hlæjum alltaf að þessu í dag þegar við hittumst“. Aðsend mynd „Ég fór svo á stefnumót á dögunum með manni sem er agalega virðulegur íþróttaþjálfari og býr í smábæ, ekki langt frá Reykjavík. Eftir að hafa hitt hann einu sinni hér í Reykjavík þá spurði hann mig hvort ég vildi kíkja til hans á stefnumót í bænum hans. Ég í hvatvísis já-inu mínu bara sagði okei og henti mér út í bíl og af stað. „Þegar við vorum rétt lögð af stað þá stoppaði löggan og kallaði eitthvað til mannsins. Hann sem slær mig út í hvatvísinni og kallaði á móti „Getur þú nokkuð skutlað okkur? Erum á leiðinni á hótelið“. Á sömu sekúndu og ég er allt í einu komin í aftursæti á lögreglubíl, með manni sem ég kannski þekkti ekki mikið, kom útkall. Svo á ógnarhraða þeystist ég þarna um götur bæjarins . „Við hoppuðum svo út úr lögreglubílnum beint fyrir utan veitingastaðinn og það fór ekki framhjá öðrum gestum staðarins að við mættum þangað í lögreglubíl. Ég gat eiginlega ekki talað við hann það sem eftir var kvöldsins því ég hló svo mikið. Fólkið á veitingastaðnum tók okkur vel út. Enda kannski ekki á hverjum degi sem einhver mætir út að borða í lögreglufylgd. Að lokum segist Kristín mæla með því að vera alltaf í já-inu. Því þannig verði góðar sögur til. Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Hann syngur hástöfum í sturtu, þolir ekki frekjur og er með innbyggða dómaraflautu í kjaftinum. Einhleypa Makamála þessa vikuna er Jón Víðir Þorsteinsson. 21. júní 2020 19:16 Hláturinn lengir sambandið All margar rannsóknir hafa sýnt fram á góð áhrif hláturs á bæði andlega og líkamlega heilsu fólks. En hvaða áhrif hefur hlátur á sambönd? 20. júní 2020 15:25 Bréfið: „Ég er straight, en vil sjá kærastann minn með öðrum karlmanni“ Makamálum barst bréf frá konu sem tjáir sig um skömm sína yfir kynferðislegu blæti sem oftast þykir eðilegra fyrir karla að hafa. 16. júní 2020 21:21 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál „Vissum bæði að það myndi gerast um leið og við sáum hvort annað fyrst“ Makamál „Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ Makamál Ríma-búið-bless Makamál Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ Makamál „Fjórðungur para skilur þegar barnið er á leikskólaaldri eða yngra“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Oftast er ég bara ofvirk, lítil, einhleyp kona“, segir Kristín Ýr Gunnarsdóttir og hlær með sínum smitandi hlátri þegar ég spyr hana hvernig ég á að titla hana í viðtalinu. Ég mælti mér mót við Krisínu á kaffihúsi þar sem við spjölluðum um stefnumótamarkaðinn, lífið sem einhleyp móðir, öll ævintýrin og hvernig hún ákvað eftir sambúðaslit að segja já við öllu því sem henni þætti spennandi. Kristín Ýr er þriggja barna móðir sem hefur unnið mikið í fjölmiðlum. Í dag starfar hún sem almannatengill hjá ráðgjafafyrirtæki og auglýsingastofu. Stefnumótamarkaðurinn breyst mikið Hvernig myndir þú lýsa stefnumótamarkaðnum á Íslandi í dag? „Hann hefur breyst mjög mikið undanfarin ár. Auðvitað hafa bæði samskiptamiðlar og stefnumótaforrit haft mikil áhrif á stefnumótamarkaðinn. Það er orðið mun auðveldara að fara á stefnumót núna en áður. Samskiptin á samfélagsmiðlunum ýta þér kannski frekar út í það að fara á stefnumót eða hitta einhvern. Núna situr þú bara og spjallar í sófanum heima hjá þér en áður fyrr byrjaði þetta kannski á kossi niðrí bæ og svo sá fólk til“. Finnst þér þetta hafa breyst til batnaðar? „Já og nei. Það eru kostir og gallar við þetta allt. En mér finnst Tinder orðið svolítið mikið rugl í dag, hér á landi allavega“. Þetta er orðið dálítið feik, of mikið af feik prófílum og fólk dettur í það að senda of klúrin skilaboð alltof fljótt. Samtölin eiga það til að vera óspennandi og stundum vélræn. „Fólk er að tala við svo marga í einu og það vantar þessa nánd sem myndast þegar fólk hittist, eins og var í gamla daga. Þetta hefur líka bara breyst á síðustu árum. Mig langar eiginlega ekki að kynnast neinum í gegnum Tinder núna því ég nenni ekki að fjárfesta tímanum mínum í einhver samskipti sem eru ekki ekta“. Kristín Ýr segist ekki hafa áhuga á því að kynnast einhverjum í genum Tinder eins og stefnumótaforritið hefur þróast síðustu ár. Hún segir mikið um feik aðgana og samskiptin þar oft á tíðum vélræn. Aðsend mynd Má ég fá mynd af þér í baði? Hvernig finnst þér ganga í samskiptum á netinu? „Menningin okkar virðist svolítið þannig að við erum rosalega fljót í því að fara í gróf skilaboð og byrja að klæmast. Ég hef verið beðin um mynd af mér í baði bara eftir tvær til þrjár setningar í spjalli á netinu. Ég segi auðvitað hiklaust, nei. Mér þætti frábært ef við myndum leggja af þessum vana“. Kristín segist lenda stundum í því að karlmenn sendi henni skilaboð á nóttunni til að fiska um stöðuna. „Það er eins og þeir hafi ekki kjarkinn í að senda mér á daginn og byrja spjall. Ég er samt alls ekki að setja út á þá eða þetta. Við erum öll bara að reyna að finna einhvern takt í samskiptum. Mér finnst allskonar fallegt í samskiptum, líka það sem er svolítið kjánalegt. Það gera allir mistök og það geta allir verið taktlausir á einhverju stigi“. Maður hefur sjálfur gert sín mistök og ábyggilega stundum litið út fyrir að vera smá klikkuð týpa einhvern tíma. En mér finnst fólk almennt gefa hvert öðru svigrúm til þess og það er ákveðinn skilningur á stefnumótamarkaðnum fyrir því að við séum öll allskonar. „Ég hef til dæmis alveg sent mjög vandræðaleg skilaboð og séð eftir því en það er eins og það sé bara þegjandi samkomulag um að vera ekkert að gera mál úr því. Við höfum flest öll verið þar“. Það er munur á að vera einn og vera einmana Færðu oft spurninguna hvort að þú sért búin að finna einhvern? „Fólk á það til að finnast það vera lykilinn að hamingjunni að vera búin að finna einhvern, hinn helminginn. Við erum öll svo upptekin af því að hugsa allt í pörum, pressa frá samfélaginu kannski. En það er svo fjarri lagi að það sé ekki hægt að vera hamingjusamur einn. Ég held reyndar að það sé mjög mikilvægt að kunna það að vera hamingjusamur einn áður en þú finnur einhvern. Ef þú ert að leita á annað borð“. En ég fæ oft spurninguna hvort að ég sé ekki einmana. Ég er alls ekki einmana þó að ég sé ein, mér leiðist reyndar næstum aldrei. Hef bara ekki tíma í það. Spandexið á racerinn og námskeið í að skipta um dekk Kristín segist hafa tekið ákvörðun eftir síðustu sambúðarslit að prófa allt skemmtilegt sem væri í boði og henda sér út í allskonar ævintýri, enda segist hún sjaldan vera kyrr og una sér best þegar hún tekst á við nýjar áskoranir. Kristín segist hafa tekið ákvörðun eftir síðustu sambúðarslit að prófa allt skemmtilegt sem væri í boði og henda sér út í allskonar ævintýri.Aðsend mynd „Ég er mjög ofvirk manneskja og er alltaf að elta einhver ævintýri. Ég skelli mér í spandexið og hoppaði á racerinn minn. Ég hjóla á fjöll og hleyp um stíga borgarinnar til að halda geðheilsunni í lagi. Ég geri eiginlega allt sem mig langar til og segi sjaldan nei ef eitthvað skemmtilegt er í boði“. „Svo er ég líka þannig að ég vil geta gert allt sjálf og fór til dæmis á námskeið í að skipta upp dekk og laga keðjuna á hjólinu mínu svo ég yrði ekki háð öðrum með það“. Eina sem háir mér er hvað ég er lítil – ég á erfitt með að setja hjólin mín upp á bílinn, en það er ekkert sem ein IKEA trappa getur ekki reddað. Hvað er það sem heillar þig við karlmenn? „Húmor, húmor og meiri húmor. Ég er rosalega fljót að dæma karlmenn úr leik ef þeir eru ekki fyndnir. Ef þeir hafa engan húmor eiga þeir eiginlega bara ekki sjens. Ég tek sjálfa mig ekki of alvarlega og ég heillast af mönnum sem hafa húmor fyrir sjálfum sér og lífinu“. Lífið er svo allskonar. Það er flókið, erfitt, skemmtileg og frábært, allur skalinn. Þú verður bara að geta hlegið að því til að geta tekist á við það. „Ég heillast líka af mönnum sem eru með tilfinningagreind og samfélagslega þenkjandi“. Kristín segir að miklar kröfur í byrjun samskipta og ágengni geti verið mjög fráhrindandi. Hún segir samfélagið vera með óþarflega mikla pressu á það að fólk kynnist hratt. „Lífið er svo allskonar. Það er flókið, erfitt, skemmtileg og frábært, allur skalinn. Þú verður bara að geta hlegið að því til að geta tekist á við það“.Aðsend mynd „Þessar kröfur og ágengni í byrjun samskipta þegar það er kannski ekkert búið að fjárfesta í neinu sambandi, er fráhrindandi. Fólk gefur sér ekki tíma í að kynnast og byrja rólega saman því það er oft svo mikil pressa á það að sambönd byrji strax“. Ég held reyndar að þess vegna séum við svo mikið að hætta og byrja saman. Fólk er oft komið í allskonar skuldbiningar saman án þess að hafa lent í erfiðleikum saman eða kynnst nógu vel til að kunna á viðbrögð og væntingar. Þurfum að fara á fleiri stefnumót og hafa meira gaman „Þetta er smá brenglun í stefnumótamenningunni okkar. Okkur vantar þolið í að kynnast og njóta. Það vantar grunninn í traustinu til þess að leyfa hlutunum bara að flæða og fljóta. Við þurfum að fara á fleiri stefnumót og hafa meira gaman áður en hversdagurinn mætir í öllu sínu veldi“. Svo er það stundum svo að menn gera ráð fyrir því að konur séu með brúðarkjólinn tilbúinn bak við hurð. Eins og við stökkvum bara á næsta mann sýni hann okkur athygli. Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart. Kristín segir að fólk sé of fljótt að skilgreina sambönd þegar það byrjar að hittast og segir hún að fólk þurfi að fara á fleiri stefnumót og hafa meira gaman áður en hversdagurinn tekur við. Aðsend mynd Hvernig eru yfirleitt fyrstu stefnumótin? „Það er langalgengast að það sé planað að hittast yfir kaffibolla, sem er mjög þægilegt fyrir alla. Ég leita alltaf eftir því að finna hvort að það sé flæði og hvort að manneksjan sé að skynja kaldhæðinn húmor minn“. Mér finnst líka best að hittast í fyrsta skipti í smá tímaþröng svo að stefnumótið verði ekki of langt ef fólk nær ekki saman. Frekar bara að plana að hittast aftur ef allt er að smella saman. Þetta er smá taktík sem ég er að gefa upp hérna, ég veit það. „En ég held að þetta sé bara nokkuð góð taktík fyrir alla – ég gef hér með öllum leyfi til að nota hana, haha“. 23 ára, tvö börn, blokk og station-bíll Við tölum um aldur og aldursmun þegar kemur að stefnumótum og segir Kristín hún yfirleitt alltaf sækjast í eldri menn. „Þegar ég var 23 ára átti ég tvö börn, íbúð í blokk og station-bíl. Ég byrjaði kannski svolítið á öfugum enda. Ég var mjög ung í öllum þessum pakka. Ég er í rauninni búin að vera að hugsa um annan einstakling síðan ég var átján ára gömul. Mér finnst ég stundum of ung til að vera á þessum stað sem ég er á“. Þess vegna finnst mér flókið að vera að hitta yngri menn því mér finnst þeir vera á þeim stað sem ég var á þegar ég var 23 ára. Ég horfi kannski meira á eldri menn því að þeir eru á sama stað og ég. Búnir að eignast börnin sín og nenna að hanga með mér í ferðalögum og á fjöllum. „Ég er kannski allt í einu núna að verða 23 ára í anda. Seldi station-bílinn og keypti mér jeppling til að koma hjólum og græjum fyrir. Því núna er smá minn tími í að prófa allskonar. Vera með veiðistöng, hjálma, sup-bretti eða bara eitthvað í skottinu“. „Þegar ég var 23 ára átti ég tvö börn, íbúð í blokk og station-bíl. Ég byrjaði kannski svolítið á öfugum enda. Ég var mjög ung í öllum þessum pakka“.Aðsend mynd Nú ertu með börnin þín viku og viku, hvernig gengur að finna jafnvægið á milli barnaviku og vikunnar þar sem þú ert ein? „Þegar ég er með börnin mín er ég rosalega upptekin. Maður er að vinna og að sinna öllum og það tekur bara heilmikinn tíma. En það sem mér finnst flóknast í þessu varðandi það að kynnast einhverjum er að þegar ég er svo barnlaus þá er ég kannski búin að fylla vikurnar mínar. Ég er alltaf með plan. Ég vil svolítið hafa tíma fyrir allt og þetta getur skapað smá togstreitu þegar ég kynnist einhverjum“. En auðvitað langar mig í félagsskap þó að ég sé ekki endilega einmana. Í dag langar mig bara að hitta einhvern sem nennir að hafa gaman með mér en ég er ekkert endilega að leita eftir einhverjum til að koma inn í fjölskyldulífið mitt. En auðvitað er þetta tvöfalda líf flókið. „Þegar þú ert fullorðin og ert búin að ganga í gegnum allskonar hluti eins og að ala upp börn, slíta sambandi og sambúðum og allt það, þá þurfa allir að taka tillit. Fólk er að díla við allskonar, eins og að finna út úr þessari draumafjölskyldu sem gekk kannski ekki upp“. Þá þarf auðvitað manneskjan sem þú hittir og kynnist að geta tekið tillit til fortíðarinnar þinnar. Flækjustigin geta verið mörg. Púslið með börnin, gömul særindi og allskonar tilfinningar. „En ég viðurkenni alveg að stundum vantar mig öxlina til að styðja mig við“. Ertu með einhverjar skemmtilegar stefnumótasögur til að deila með okkur? „Þær eru nú alveg nokkrar sögurnar og margar hverjar mjög skrautlegar. Einu sinni þegar ég var nýorðin einhleyp var ég stödd á bar. Þetta var um jól og ofnarnir voru bilaðir heima hjá mér. Mér var skítkalt öll jólin. Ég hitti mann á barnum sem brosti til mín og við byrjuðum að spjalla“. Daginn eftir, á Þorláksmessu, bauð hann mér á stefnumót. Hann bauð mér í skötu á Múlakaffi. „Eftir að hann var búinn að heyra sögurnar um hvað mér væri búið að vera kalt öll jólin, þá brunaði hann í Húsasmiðjuna og keypti handa mér rafmagnsofn svo að mér yrði ekki meira kalt um jólin. Frekar krúttleg saga og við hlæjum alltaf að þessu í dag þegar við hittumst“. Aðsend mynd „Ég fór svo á stefnumót á dögunum með manni sem er agalega virðulegur íþróttaþjálfari og býr í smábæ, ekki langt frá Reykjavík. Eftir að hafa hitt hann einu sinni hér í Reykjavík þá spurði hann mig hvort ég vildi kíkja til hans á stefnumót í bænum hans. Ég í hvatvísis já-inu mínu bara sagði okei og henti mér út í bíl og af stað. „Þegar við vorum rétt lögð af stað þá stoppaði löggan og kallaði eitthvað til mannsins. Hann sem slær mig út í hvatvísinni og kallaði á móti „Getur þú nokkuð skutlað okkur? Erum á leiðinni á hótelið“. Á sömu sekúndu og ég er allt í einu komin í aftursæti á lögreglubíl, með manni sem ég kannski þekkti ekki mikið, kom útkall. Svo á ógnarhraða þeystist ég þarna um götur bæjarins . „Við hoppuðum svo út úr lögreglubílnum beint fyrir utan veitingastaðinn og það fór ekki framhjá öðrum gestum staðarins að við mættum þangað í lögreglubíl. Ég gat eiginlega ekki talað við hann það sem eftir var kvöldsins því ég hló svo mikið. Fólkið á veitingastaðnum tók okkur vel út. Enda kannski ekki á hverjum degi sem einhver mætir út að borða í lögreglufylgd. Að lokum segist Kristín mæla með því að vera alltaf í já-inu. Því þannig verði góðar sögur til.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Hann syngur hástöfum í sturtu, þolir ekki frekjur og er með innbyggða dómaraflautu í kjaftinum. Einhleypa Makamála þessa vikuna er Jón Víðir Þorsteinsson. 21. júní 2020 19:16 Hláturinn lengir sambandið All margar rannsóknir hafa sýnt fram á góð áhrif hláturs á bæði andlega og líkamlega heilsu fólks. En hvaða áhrif hefur hlátur á sambönd? 20. júní 2020 15:25 Bréfið: „Ég er straight, en vil sjá kærastann minn með öðrum karlmanni“ Makamálum barst bréf frá konu sem tjáir sig um skömm sína yfir kynferðislegu blæti sem oftast þykir eðilegra fyrir karla að hafa. 16. júní 2020 21:21 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál „Vissum bæði að það myndi gerast um leið og við sáum hvort annað fyrst“ Makamál „Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ Makamál Ríma-búið-bless Makamál Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ Makamál „Fjórðungur para skilur þegar barnið er á leikskólaaldri eða yngra“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Hann syngur hástöfum í sturtu, þolir ekki frekjur og er með innbyggða dómaraflautu í kjaftinum. Einhleypa Makamála þessa vikuna er Jón Víðir Þorsteinsson. 21. júní 2020 19:16
Hláturinn lengir sambandið All margar rannsóknir hafa sýnt fram á góð áhrif hláturs á bæði andlega og líkamlega heilsu fólks. En hvaða áhrif hefur hlátur á sambönd? 20. júní 2020 15:25
Bréfið: „Ég er straight, en vil sjá kærastann minn með öðrum karlmanni“ Makamálum barst bréf frá konu sem tjáir sig um skömm sína yfir kynferðislegu blæti sem oftast þykir eðilegra fyrir karla að hafa. 16. júní 2020 21:21