Innlent

Skjálfti 5,6 að stærð reið yfir Norðurland

Andri Eysteinsson skrifar
Kort af vef Veðurstofunnar.
Kort af vef Veðurstofunnar. Veðurstofan

Enn heldur skjálftavirkni áfram fyrir utan strendur norðurlands en nú rétt um klukkan hálf átta í kvöld skjálfti af stærðinni 5,6 yfir en upptök hans var að finna 15,3 km norðvestur af Gjögurtá.

Skjálftinn fannst vel víða á Norðurlandi , þar á meðal í Eyjafirðinum en íbúar á Akureyri og á Svalbarðseyri segjast í samtali við Vísi hafa fundið vel fyrir skjálftanum.

Íbúi á Svalbarðseyri kvað rúður hafa nötrað og munir fallið af hillum vegna skjálftans sem hafði vakið hana af værum blundi. Sagðist hún telja að skjálftinn væri nær örugglega jafn stór eða stærri en sá sem reið yfir fyrr í dag. Sá skjálfti var 5,3 að stærð.

Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst skjálftinn alla leið vestur á Ísafjörð.

Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar hafa þónokkrir eftirskjálftar yfir 3 að stærð fylgt þeim stóra. Stærsti eftirskjálftinn mældist 4,1 að stærð.

Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum upplýsingum frá Veðurstofu. Skjálftinn er nú skráður 5,6 að stærð en var áður 5,4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×