Sleppur við að reyta arfa í Hveragerði í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júní 2020 20:26 Hann þarf ekki að reyta arfa í Hveragerði sumar, ekki að kantskera, ekki að stinga upp njóla og ekki að sópa gangstéttar. Hér eru við að tala um Pétur Nóa Stefánsson, 16 ára Hvergerðing sem ætlar að spila á launum á orgel og píanó í sumar í Hveragerðiskirkju fyrir gesti og gangandi í stað þess að vera í unglingavinnunni. Pétur Nói hefur verið að æfa sig síðustu daga og vikur í kirkjunni á orgelið og píanóið en hann er mjög efnilegur hljóðfæraleikari enda búin að vera að læra á píanói frá því að hann var í fyrsta bekk. Sumarvinnan hans verður ekki með krökkunum í bæjarvinnunni heldur ætlar hann að vinna í kirkjunni á vegum Hveragerðisbæjar og vera þar með hádegistónleika þrisvar í viku fyrir alla sem vilja koma og hlusta en það er ókeypis á allan tónleikana, sem verða í hádeginu á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum í júní og júlí. „Við ræddum þetta heima hvað ég ætti að gera í sumar, ég nennti ekki beint að fara að reita arfa. Þetta var hugmynd um að nýta hæfileikana mína að spila og ég sótti um hjá bænum, mér fannst þetta bara mjög sniðugt og frábær hugmynd“, segir Pétur Nói. Pétur Nói, sem er aðeins 16 ára gamall og verður með hádegistónleika þrisvar í viku í Hveragerðiskirkju í júní og júlí í sumar.Vísir/Magnús Hlynur Pétur Nói segist ætla að hafa lagavalið fjölbreytt og skemmtilegt á tónleikunum. „Já, ég mun spila líka eitthvað sem fólk þekkir og kannski einhver íslensk dægurlög, sem allir þekkja“. Anna Jórunn Stefánsdóttir, amma Péturs Nóa hefur verið hans hægri hönd í gegnum tónlistarnámið hans enda er hún mjög stolt af stráknum. „Hann byrjaði á píanó sem Suzuki-nemandi og ég fékk það hlutverk að vera Suzuki-amma, og það þótti mér mjög vænt um.“ Hvernig myndir þú lýsa Pétri Nóa? „Hann er duglegur og þægilegur í umgengni, svolítið ýtin, platar ömmu og afa á meðan það var, dálítið góður í því en hann er frábær strákur“, segir Anna Jórunn. Hádegistónleikar Péturs Nóa verður í Hveragerðiskirkju í júní og júlí. Tónleikarnir verða á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum frá klukkan 12:30 til 13:30 þar sem hann mun spila ýmist á orgelið eða flygilinn. Tónleikarnir eru í boði Hveragerðisbæjar. Allir hjartanlega velkomnir, frítt inn. Hveragerði Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Hann þarf ekki að reyta arfa í Hveragerði sumar, ekki að kantskera, ekki að stinga upp njóla og ekki að sópa gangstéttar. Hér eru við að tala um Pétur Nóa Stefánsson, 16 ára Hvergerðing sem ætlar að spila á launum á orgel og píanó í sumar í Hveragerðiskirkju fyrir gesti og gangandi í stað þess að vera í unglingavinnunni. Pétur Nói hefur verið að æfa sig síðustu daga og vikur í kirkjunni á orgelið og píanóið en hann er mjög efnilegur hljóðfæraleikari enda búin að vera að læra á píanói frá því að hann var í fyrsta bekk. Sumarvinnan hans verður ekki með krökkunum í bæjarvinnunni heldur ætlar hann að vinna í kirkjunni á vegum Hveragerðisbæjar og vera þar með hádegistónleika þrisvar í viku fyrir alla sem vilja koma og hlusta en það er ókeypis á allan tónleikana, sem verða í hádeginu á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum í júní og júlí. „Við ræddum þetta heima hvað ég ætti að gera í sumar, ég nennti ekki beint að fara að reita arfa. Þetta var hugmynd um að nýta hæfileikana mína að spila og ég sótti um hjá bænum, mér fannst þetta bara mjög sniðugt og frábær hugmynd“, segir Pétur Nói. Pétur Nói, sem er aðeins 16 ára gamall og verður með hádegistónleika þrisvar í viku í Hveragerðiskirkju í júní og júlí í sumar.Vísir/Magnús Hlynur Pétur Nói segist ætla að hafa lagavalið fjölbreytt og skemmtilegt á tónleikunum. „Já, ég mun spila líka eitthvað sem fólk þekkir og kannski einhver íslensk dægurlög, sem allir þekkja“. Anna Jórunn Stefánsdóttir, amma Péturs Nóa hefur verið hans hægri hönd í gegnum tónlistarnámið hans enda er hún mjög stolt af stráknum. „Hann byrjaði á píanó sem Suzuki-nemandi og ég fékk það hlutverk að vera Suzuki-amma, og það þótti mér mjög vænt um.“ Hvernig myndir þú lýsa Pétri Nóa? „Hann er duglegur og þægilegur í umgengni, svolítið ýtin, platar ömmu og afa á meðan það var, dálítið góður í því en hann er frábær strákur“, segir Anna Jórunn. Hádegistónleikar Péturs Nóa verður í Hveragerðiskirkju í júní og júlí. Tónleikarnir verða á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum frá klukkan 12:30 til 13:30 þar sem hann mun spila ýmist á orgelið eða flygilinn. Tónleikarnir eru í boði Hveragerðisbæjar. Allir hjartanlega velkomnir, frítt inn.
Hveragerði Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira