Innlent

Um 160 skjálftar á Tjör­nes­brota­beltinu frá há­degi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjórir stórir skjálftar riðu yfir á áttunda tímanum í kvöld.
Fjórir stórir skjálftar riðu yfir á áttunda tímanum í kvöld. Veðurstofa Íslands/skjáskot

Á milli klukkan sjö og átta í kvöld riðu fjórir skjálftar sem voru stærri en þrír að stærð yfir á Tjörnesbrotabeltinu á Norðurlandi. Sá stærsti var af stærðinni 3,4 og tveir af stærðinni 3,3 segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu.

Ein tilkynning barst frá Siglufirði um að stærsti skjálftinn hafi fundist þar. Skjálftarnir áttu upptök sín um 20 km norðaustan við Siglufjörð. Einhverjir minni eftirskjálftar komu en nokkuð hefur verið um minni skjálfta á svæðinu í dag og eru þeir orðnir um 160 frá því á hádegi í dag.

Veðurfræðingur segir ekki óvenjulegt að þarna verði jarðskjálftahrina, enda séu jarðskorpuhreyfingar miklar á Tjörnesbrotabeltinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×