Biðla til foreldra að fara eftir fyrirmælum um sóttvarnir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júní 2020 20:30 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Vísir/Egill Samkomutakmarkanir sem nú miðast við fimm hundruð manns eiga ekki við um börn og þessa stundina fer fram fjölmennt íþróttamót á Akranesi. Um 1400 börn taka þátt í mótinu og með þeim eru foreldrar en talið er að um fimm þúsund manns sé á mótinu um helgina alls staðar að af landinu. „Hér er auðvitað verið að fara að fyrirmælum yfirvalda og það er mjög mikilvægt að fólk geri það. Auðvitað eru börnin ekki vandamál, þau eru eins og við þekkjum mjög vel óhult. En ég biðla bara til foreldra að fylgja þeim tilmælum að vera í fimm hundruð manna hólfunum og ég var nú að skoða hérna í dag og þar voru allir virkilega að standa sig vel,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Vellirnir hafa verið hólfaðir nokkuð niður og segist Sævar trúa því að hægt verði að halda stærri hópum frá því að koma saman. Götur bæjarins voru iðandi af lífi og börn út um allt, íklædd sínum liðstreyjum. Mótið gríðarlega mikilvægt fyrir íþróttahreyfinguna „Þetta er bara yndislegt. Að geta haldið svona mót aftur er bara dásamlegt en já, við höfum þá trú að við náum að halda fólki í hópum og mér sýnist þetta bara ganga einstaklega vel eins og þetta er búið að vera í dag.“ Hann segist taka undir það að mikilvægt sé að fylgja tilmælum heilbrigðisyfirvalda til að koma í veg fyrir að smit komi upp eftir mót helgarinnar. Nokkur smit hafa komið upp hér á landi eftir að ferðatakmörkunum var létt og flug fóru að koma til landsins erlendis frá. „Ég auðvitað tek undir það, auðvitað viljum við ekki sjá aðra bylgju hérna á Íslandi og núna er verið að stíga skref í átt þess að opna landið og ég bara biðla til foreldra að fara varlega og sinna þeim tilmælum sem allir þekkja orðið vel hérna á Íslandi.“ Hann segir mótið gríðarlega mikilvægt fyrir bæjarfélagið. „Þetta er gríðarlega mikilvægt mót, fyrir íþróttahreyfinguna að fá að taka á móti öllum þessum börnum og foreldrum og bjóða upp á Akranes, Flórídaskagann í þessu dásamlega veðri. Það er bara meiriháttar.“ Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Samkomutakmarkanir sem nú miðast við fimm hundruð manns eiga ekki við um börn og þessa stundina fer fram fjölmennt íþróttamót á Akranesi. Um 1400 börn taka þátt í mótinu og með þeim eru foreldrar en talið er að um fimm þúsund manns sé á mótinu um helgina alls staðar að af landinu. „Hér er auðvitað verið að fara að fyrirmælum yfirvalda og það er mjög mikilvægt að fólk geri það. Auðvitað eru börnin ekki vandamál, þau eru eins og við þekkjum mjög vel óhult. En ég biðla bara til foreldra að fylgja þeim tilmælum að vera í fimm hundruð manna hólfunum og ég var nú að skoða hérna í dag og þar voru allir virkilega að standa sig vel,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Vellirnir hafa verið hólfaðir nokkuð niður og segist Sævar trúa því að hægt verði að halda stærri hópum frá því að koma saman. Götur bæjarins voru iðandi af lífi og börn út um allt, íklædd sínum liðstreyjum. Mótið gríðarlega mikilvægt fyrir íþróttahreyfinguna „Þetta er bara yndislegt. Að geta haldið svona mót aftur er bara dásamlegt en já, við höfum þá trú að við náum að halda fólki í hópum og mér sýnist þetta bara ganga einstaklega vel eins og þetta er búið að vera í dag.“ Hann segist taka undir það að mikilvægt sé að fylgja tilmælum heilbrigðisyfirvalda til að koma í veg fyrir að smit komi upp eftir mót helgarinnar. Nokkur smit hafa komið upp hér á landi eftir að ferðatakmörkunum var létt og flug fóru að koma til landsins erlendis frá. „Ég auðvitað tek undir það, auðvitað viljum við ekki sjá aðra bylgju hérna á Íslandi og núna er verið að stíga skref í átt þess að opna landið og ég bara biðla til foreldra að fara varlega og sinna þeim tilmælum sem allir þekkja orðið vel hérna á Íslandi.“ Hann segir mótið gríðarlega mikilvægt fyrir bæjarfélagið. „Þetta er gríðarlega mikilvægt mót, fyrir íþróttahreyfinguna að fá að taka á móti öllum þessum börnum og foreldrum og bjóða upp á Akranes, Flórídaskagann í þessu dásamlega veðri. Það er bara meiriháttar.“
Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira