Hefja framkvæmdir við nýja byggð á Vatnsleysuströnd Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2020 08:10 Nýja hverfið í Vogum rís austan við núverandi byggð. Sjá má vinnuvélar skammt utan við knattspyrnuvöllinn. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Framkvæmdir eru hafnar við nýtt íbúðahverfi í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir allt að 2.500 manna byggð. Bæjarstjórinn segir hverfið vel í sveit sett miðja vegu milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkursvæðisins. Fjallað var um uppbygginguna í fréttum Stöðvar 2. Í Sveitarfélaginu Vogum búa núna um 1.300 manns en nýja hverfið rís austan við núverandi þéttbýli. Ef áformin ganga eftir gæti íbúafjöldinn nærri þrefaldast á næsta áratug. Félagið Grænabyggð ehf. fer fyrir verkefninu sem hófst á gatnagerð. Gert er ráð fyrir að hverfið byggist upp í áföngum en áformað er að þarna rísi áttahundruð íbúðir á næstu tíu árum. Sverrir Pálmason, framkvæmdastjóri Grænubyggðar ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hverfið verður blanda af sérbýlis- og fjölbýlishúsum og ætlað að höfða jafnt til yngri sem eldri kaupenda. Skipuleggjendur leggja þó áherslu á minni íbúðir. Hverfið er tengt núverandi byggð og því sagt stutt í helstu þjónustu. Allir innviðir séu þegar til staðar og ráði þeir vel við fyrstu stig uppbyggingarinnar. Leik- og grunnskóli eru í næsta nágrenni en samhliða stækkun hverfisins er áformað að reisa bæði nýjan leik- og grunnskóla í hverfinu á næstu árum. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ef að þessi áform ganga öll eftir þá erum við að tala um 2.000-2.500 manns sem bætast við. Það er allavega ríflega tvöföldun. Það er heilmikil áskorun fólgin í því fyrir sveitarfélagið að takast á við það að geta veitt þessum aukna fjölda viðunandi þjónustu,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóra Voga. -Hvenær fara svo fyrstu fjölskyldurnar að flytja inn? „Ég á mér þann draum að hér geti svona með næsta vori, - verði þá fluttar inn fyrstu fjölskyldurnar,“ svarar Sverrir Pálmason, framkvæmdastjóri Grænubyggðar ehf. Nánar er rætt við þá Sverri og Ásgeir um nýju byggðina í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Vogar Skipulag Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við nýtt íbúðahverfi í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir allt að 2.500 manna byggð. Bæjarstjórinn segir hverfið vel í sveit sett miðja vegu milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkursvæðisins. Fjallað var um uppbygginguna í fréttum Stöðvar 2. Í Sveitarfélaginu Vogum búa núna um 1.300 manns en nýja hverfið rís austan við núverandi þéttbýli. Ef áformin ganga eftir gæti íbúafjöldinn nærri þrefaldast á næsta áratug. Félagið Grænabyggð ehf. fer fyrir verkefninu sem hófst á gatnagerð. Gert er ráð fyrir að hverfið byggist upp í áföngum en áformað er að þarna rísi áttahundruð íbúðir á næstu tíu árum. Sverrir Pálmason, framkvæmdastjóri Grænubyggðar ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hverfið verður blanda af sérbýlis- og fjölbýlishúsum og ætlað að höfða jafnt til yngri sem eldri kaupenda. Skipuleggjendur leggja þó áherslu á minni íbúðir. Hverfið er tengt núverandi byggð og því sagt stutt í helstu þjónustu. Allir innviðir séu þegar til staðar og ráði þeir vel við fyrstu stig uppbyggingarinnar. Leik- og grunnskóli eru í næsta nágrenni en samhliða stækkun hverfisins er áformað að reisa bæði nýjan leik- og grunnskóla í hverfinu á næstu árum. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ef að þessi áform ganga öll eftir þá erum við að tala um 2.000-2.500 manns sem bætast við. Það er allavega ríflega tvöföldun. Það er heilmikil áskorun fólgin í því fyrir sveitarfélagið að takast á við það að geta veitt þessum aukna fjölda viðunandi þjónustu,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóra Voga. -Hvenær fara svo fyrstu fjölskyldurnar að flytja inn? „Ég á mér þann draum að hér geti svona með næsta vori, - verði þá fluttar inn fyrstu fjölskyldurnar,“ svarar Sverrir Pálmason, framkvæmdastjóri Grænubyggðar ehf. Nánar er rætt við þá Sverri og Ásgeir um nýju byggðina í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Vogar Skipulag Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira