Starfsfólk Landspítala fær allt að 250 þúsund í umbun vegna faraldursins Andri Eysteinsson skrifar 19. júní 2020 18:29 Forstjórapistill Páls Matthíassonar birtist á vefnum í dag. Vísir/Vilhelm Allir starfsmenn Landspítala, að forstjóra, aðstoðarmanni forstjóra, framkvæmdastjórum og forstöðumönnum undanskildum, fá greidda út umbun um næstu mánaðarmót vegna vinnu þeirra í faraldri kórónuveirunnar, þetta segir í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans sem birtist í dag. „Í byrjun apríl óskaði ég eftir því við heilbrigðisráðherra að okkur yrði gert kleift að umbuna með beinum hætti starfsfólki sem tók þátt í þessu gríðarlega átaki með okkur,“ skrifaði Páll í pistli sínum. Forstjórinn segir heilbrigðisráðherra hafa brugðist snöfurmannlega við beiðninni og var tillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra samþykkt af Alþingi. Þá er í pistlinum greint frá niðurstöðum örkönnunar skrifstofu mannauðsmála á Landspítalanum þar sem fram kemur að nær allir starfsmenn töldu sig hafa orðið fyrir áhrifum vegna Covid-19. Þar sem að ljóst er að álagið var mismikið á starfsmenn í faraldrinum og því hefur starfsfólki spítalans verið skipt í hópa. „Annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við Covid smitaða (A- hópur) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur).“ Upphæð umbunarinnar mun fara eftir viðveru starfsmanna í mars og apríl og getur hún numið allt að 250 þúsund krónum fyrir starfsfólk í A-hópi og 105 þúsund krónur fyrir aðra. „Þetta hefur reynst flókið í útfærslu en við höfum átt mikið samráð hér á spítalanum vegna þessa og teljum að þetta sé sú leið sem rétt er að fara. Umbunin er þakklætisvottur frá stjórnvöldum sem að mínu mati sýnir skilning á þessu flókna verkefni sem þó er hvergi nærri lokið,“ skrifar Páll. Ábyrgð ríkisins og samningsaðila gríðarleg Þá fjallar forstjórinn einnig um yfirvofandi verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga sem hefst, að óbreyttu, 22. júní. Páll segir ekkert verra og meira truflandi fyrir starfsemi sjúkrahúsa en verkfall og bætir við að staðan sem upp er komin sé afleit. „Landspítali sinnir mikilvægri en jafnframt viðkvæmri og flókinni starfsemi og það er skaðlegt þegar starfsemin er sett í uppnám vegna kjaradeilna ríkis og stéttarfélaga. Ég hef þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem skapast mun hér strax á mánudagsmorgun og get ekki lagt nógu mikla áherslu á að samningsaðilar nái saman,“ skrifar Páll og bendir á að ábyrgð ríkisins og samningsaðila sé gríðarleg. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Fara fram á Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Sjá meira
Allir starfsmenn Landspítala, að forstjóra, aðstoðarmanni forstjóra, framkvæmdastjórum og forstöðumönnum undanskildum, fá greidda út umbun um næstu mánaðarmót vegna vinnu þeirra í faraldri kórónuveirunnar, þetta segir í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans sem birtist í dag. „Í byrjun apríl óskaði ég eftir því við heilbrigðisráðherra að okkur yrði gert kleift að umbuna með beinum hætti starfsfólki sem tók þátt í þessu gríðarlega átaki með okkur,“ skrifaði Páll í pistli sínum. Forstjórinn segir heilbrigðisráðherra hafa brugðist snöfurmannlega við beiðninni og var tillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra samþykkt af Alþingi. Þá er í pistlinum greint frá niðurstöðum örkönnunar skrifstofu mannauðsmála á Landspítalanum þar sem fram kemur að nær allir starfsmenn töldu sig hafa orðið fyrir áhrifum vegna Covid-19. Þar sem að ljóst er að álagið var mismikið á starfsmenn í faraldrinum og því hefur starfsfólki spítalans verið skipt í hópa. „Annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við Covid smitaða (A- hópur) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur).“ Upphæð umbunarinnar mun fara eftir viðveru starfsmanna í mars og apríl og getur hún numið allt að 250 þúsund krónum fyrir starfsfólk í A-hópi og 105 þúsund krónur fyrir aðra. „Þetta hefur reynst flókið í útfærslu en við höfum átt mikið samráð hér á spítalanum vegna þessa og teljum að þetta sé sú leið sem rétt er að fara. Umbunin er þakklætisvottur frá stjórnvöldum sem að mínu mati sýnir skilning á þessu flókna verkefni sem þó er hvergi nærri lokið,“ skrifar Páll. Ábyrgð ríkisins og samningsaðila gríðarleg Þá fjallar forstjórinn einnig um yfirvofandi verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga sem hefst, að óbreyttu, 22. júní. Páll segir ekkert verra og meira truflandi fyrir starfsemi sjúkrahúsa en verkfall og bætir við að staðan sem upp er komin sé afleit. „Landspítali sinnir mikilvægri en jafnframt viðkvæmri og flókinni starfsemi og það er skaðlegt þegar starfsemin er sett í uppnám vegna kjaradeilna ríkis og stéttarfélaga. Ég hef þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem skapast mun hér strax á mánudagsmorgun og get ekki lagt nógu mikla áherslu á að samningsaðilar nái saman,“ skrifar Páll og bendir á að ábyrgð ríkisins og samningsaðila sé gríðarleg.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Fara fram á Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Sjá meira