Ólafur Ingi um Rúnar Pál: Með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár Anton Ingi Leifsson skrifar 19. júní 2020 07:30 Ólafur Ingi Skúlason í leik með Fylki. vísir/bára Ólafur Ingi Skúlason, aðstoðarþjálfari og fyrirliði Fylkis, lét gamminn geisa á Twitter í gær en Ólafur Ingi fékk rautt spjald í leik Fylkis og Stjörnunnar fyrr í vikunni. Ólafur Ingi hefur fengið mikla gagnrýni fyrir tæklingu sína á Alex Þór Hauksson og sér í lagi úr herbúðum Stjörnumanna en hann gat ekki setið undir því lengur og tjáði sig á Twitter í gær. „Er ekki vanur að tjá mig mikið á samfèlagsmiðlum en nenni ekki að segja ekki neitt núna. Hræsnin í þessu öllu saman, ég viðurkenni það fúslega að tækling mín gegn Stjörnunni var slök ef ekki arfaslök. Ég var alltof seinn og uppskar réttilega rautt spjald fyrir,“ sagði Ólafur Ingi er hann svaraði tísti frá Jóhanni Skúla Jónssyni. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var allt annað en sáttur með tæklingu Ólafs Inga eftir leikinn og sagði að þetta hafi verið árás að hálfu Ólafs Inga. „Ég brást liðsfélögum og félagi mínu illa. Þó ég geti tæplega gert þær kröfur til Rúnars Páls þá reikna ég fastlega með því að meðalgreindir knattspyrnuáhugamenn átti sig á því að það var ekki ætlun mín að koma inn á völlinn til þess að slasa andstæðing og skilja liðsfélagana eftir manni færri. Þetta var einfaldlega illa tímasett og léleg tækling! Líklega ein af ótal mörgum sem koma til með að sjást á völlum landsins í sumar.“ Klippa: Ólafur Ingi fær rautt „Rúnar Páll fór mikinn eftir leik og fullyrti að þetta hafi verið árás af minni hálfu. Hann hefur sennilega aldrei upplifað það að einn af hans leikmönnum tímasetji tæklingu illa og uppskeri rautt spjald. Velti því fyrir mér hvort Rúnar Páll, sem er með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár, sé best fallinn til þess að taka sér hlutverk siðapostula.“ Fyrr í leiknum lentu Daníel Laxdal og Ragnar Bragi Sveinsson í hörðu samstuði sem endaði með því að Ragnar Bragi fór kinnbeinsbrotinn af velli. Ólafur Ingi segir að það hafi verið lítið talað um það atvik. „Velti líka fyrir mér hvernig framganga Daníels Laxdal horfir við honum. Daníel henti sér óheppilega í glórulaust einvígi gegn Ragnari Braga sem lá eftir tvíkinnbeinsbrotinn og verður frá í um 6 vikur. Við Fylkismenn reyndum ekki að búa til histeríu í kringum návígi Daníels og Ragnars þó það sæju allir á vellinum að Daníel ætti aldrei möguleika á að ná boltanum og að afrakstur framgöngu hans hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.“ „Það hvarflar ekki að okkur á að ásaka Daníel um árás. Við getum gagnrýnt hann fyrir háskalegann leik og að fara í einvígi til þess eins að láta finna hraustlega fyrir sér - en árás tæplega. Fótbolti er líkamleg íþrótt, menn takast hressilega á, tækla og lenda í tæklingum.“ Hann segir að lokum að hann frábiðji sér ásakanir Rúnars Páls og biður hann um að koma niður af háa hestinum og líta sér nær. „Það er ekki að fara að breytast og á meðan munum við sjá misheppnaðar tæklingar. Þá taka dómararnir í stjórnartaumana og beita sínum valdheimildum til þess að leikurinn fari fram innan ramma knattspyrnulaganna. Niðurstaða Guðmundar Ársæls og aðstoðarmanna í tengslum við mína tæklingu var rétt – þó ég frábiðji mér ásakanir Rúnars um árás. Niður af þínum háa hesti kæri Rúnar og líttu þèr nær. Rant over,“ sagði Ólafur Ingi. Allar færslurnar má lesa hér. Pepsi Max-deild karla Fylkir Stjarnan Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason, aðstoðarþjálfari og fyrirliði Fylkis, lét gamminn geisa á Twitter í gær en Ólafur Ingi fékk rautt spjald í leik Fylkis og Stjörnunnar fyrr í vikunni. Ólafur Ingi hefur fengið mikla gagnrýni fyrir tæklingu sína á Alex Þór Hauksson og sér í lagi úr herbúðum Stjörnumanna en hann gat ekki setið undir því lengur og tjáði sig á Twitter í gær. „Er ekki vanur að tjá mig mikið á samfèlagsmiðlum en nenni ekki að segja ekki neitt núna. Hræsnin í þessu öllu saman, ég viðurkenni það fúslega að tækling mín gegn Stjörnunni var slök ef ekki arfaslök. Ég var alltof seinn og uppskar réttilega rautt spjald fyrir,“ sagði Ólafur Ingi er hann svaraði tísti frá Jóhanni Skúla Jónssyni. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var allt annað en sáttur með tæklingu Ólafs Inga eftir leikinn og sagði að þetta hafi verið árás að hálfu Ólafs Inga. „Ég brást liðsfélögum og félagi mínu illa. Þó ég geti tæplega gert þær kröfur til Rúnars Páls þá reikna ég fastlega með því að meðalgreindir knattspyrnuáhugamenn átti sig á því að það var ekki ætlun mín að koma inn á völlinn til þess að slasa andstæðing og skilja liðsfélagana eftir manni færri. Þetta var einfaldlega illa tímasett og léleg tækling! Líklega ein af ótal mörgum sem koma til með að sjást á völlum landsins í sumar.“ Klippa: Ólafur Ingi fær rautt „Rúnar Páll fór mikinn eftir leik og fullyrti að þetta hafi verið árás af minni hálfu. Hann hefur sennilega aldrei upplifað það að einn af hans leikmönnum tímasetji tæklingu illa og uppskeri rautt spjald. Velti því fyrir mér hvort Rúnar Páll, sem er með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár, sé best fallinn til þess að taka sér hlutverk siðapostula.“ Fyrr í leiknum lentu Daníel Laxdal og Ragnar Bragi Sveinsson í hörðu samstuði sem endaði með því að Ragnar Bragi fór kinnbeinsbrotinn af velli. Ólafur Ingi segir að það hafi verið lítið talað um það atvik. „Velti líka fyrir mér hvernig framganga Daníels Laxdal horfir við honum. Daníel henti sér óheppilega í glórulaust einvígi gegn Ragnari Braga sem lá eftir tvíkinnbeinsbrotinn og verður frá í um 6 vikur. Við Fylkismenn reyndum ekki að búa til histeríu í kringum návígi Daníels og Ragnars þó það sæju allir á vellinum að Daníel ætti aldrei möguleika á að ná boltanum og að afrakstur framgöngu hans hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.“ „Það hvarflar ekki að okkur á að ásaka Daníel um árás. Við getum gagnrýnt hann fyrir háskalegann leik og að fara í einvígi til þess eins að láta finna hraustlega fyrir sér - en árás tæplega. Fótbolti er líkamleg íþrótt, menn takast hressilega á, tækla og lenda í tæklingum.“ Hann segir að lokum að hann frábiðji sér ásakanir Rúnars Páls og biður hann um að koma niður af háa hestinum og líta sér nær. „Það er ekki að fara að breytast og á meðan munum við sjá misheppnaðar tæklingar. Þá taka dómararnir í stjórnartaumana og beita sínum valdheimildum til þess að leikurinn fari fram innan ramma knattspyrnulaganna. Niðurstaða Guðmundar Ársæls og aðstoðarmanna í tengslum við mína tæklingu var rétt – þó ég frábiðji mér ásakanir Rúnars um árás. Niður af þínum háa hesti kæri Rúnar og líttu þèr nær. Rant over,“ sagði Ólafur Ingi. Allar færslurnar má lesa hér.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Stjarnan Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira