Smituðum fjölgar í minnst 77 ríkjum heims Samúel Karl Ólason skrifar 18. júní 2020 22:03 Götusölumenn í Lima í peru hunsa tilmæli um félagsforðun. Smituðum hefur fjölgað hratt í Perú og mörgum öðrum ríkjum Suður-Ameríku. AP/Rodrigo Abd Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. Smituðum hefur fjölgað í minnst 77 ríkjum heims á undanförnum tveimur vikum og en að mestu má rekja fjölgunina til Ameríku, Afríku og Asíu. Á þriðjudaginn tilkynntu ríki heimsins rúmlega 140 þúsund nýsmitaða og í gær voru þeir 166 þúsund. Þessi tveir dagar eru meðal þeirra þriggja verstu frá því að faraldurinn hófst. Samkvæmt frétt New York Times hefur smituðum fækkað í minnst 43 ríkjum á síðustu tveimur vikum. Í Afríku tók það um 100 daga að staðfesta hundrað þúsund smit. Næstu hundrað þúsund tóku einungis 19 daga. Líklegast má þó bæði rekja það til hraðari dreifingu Covid-19 og aukinnar skimunar. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum, þar sem fylgst er með opinberum tölum ríkja, hafa um það bil 8,4 milljónir smitast af veirunni og rúmlega 450 þúsund eru dánir. Útlit er þó fyrir að tala látinna sé víða mun lægri en hún á að vera. Blaðamenn víða um heim hafa verið að bera meðaltal látinna yfir nokkur ár við saman við fjölda látinna á undanförnum mánuðum til að reyna að fá betri yfirsýn yfir raunverulegan fjölda látinna. Sagan er víðast hvar sú sama. Fleiri eru dánir en yfirvöld segja og munar miklu sum staðar. Rannsókn BBC vísar til að mynda til þess að minnst 130 þúsund fleiri hafi dáið á heimsvísu en opinberar tölur segja til um. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í faraldrinum Sænska fánanum var flaggað í hálfa stöng fyrir framan Riksdag, sænska þingið, í dag þegar haldin var minningarathöfn um þau sem hafa látist í landinu af völdum Covid-19 sýkingarinnar sem kórónuveiran veldur. 17. júní 2020 16:45 Bretaprins finnur enn hvorki bragð né lykt Karl Bretaprins glímir enn við afleiðingar kórónuveirusýkingarinnar sem hrjáði hann í mars síðastliðinn en bragð- og þefskyn prinsins hefur ekki batnað. 16. júní 2020 22:40 Ástandið í Peking vegna kórónuveirunnar grafalvarlegt Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi. 16. júní 2020 10:36 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Sjá meira
Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. Smituðum hefur fjölgað í minnst 77 ríkjum heims á undanförnum tveimur vikum og en að mestu má rekja fjölgunina til Ameríku, Afríku og Asíu. Á þriðjudaginn tilkynntu ríki heimsins rúmlega 140 þúsund nýsmitaða og í gær voru þeir 166 þúsund. Þessi tveir dagar eru meðal þeirra þriggja verstu frá því að faraldurinn hófst. Samkvæmt frétt New York Times hefur smituðum fækkað í minnst 43 ríkjum á síðustu tveimur vikum. Í Afríku tók það um 100 daga að staðfesta hundrað þúsund smit. Næstu hundrað þúsund tóku einungis 19 daga. Líklegast má þó bæði rekja það til hraðari dreifingu Covid-19 og aukinnar skimunar. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum, þar sem fylgst er með opinberum tölum ríkja, hafa um það bil 8,4 milljónir smitast af veirunni og rúmlega 450 þúsund eru dánir. Útlit er þó fyrir að tala látinna sé víða mun lægri en hún á að vera. Blaðamenn víða um heim hafa verið að bera meðaltal látinna yfir nokkur ár við saman við fjölda látinna á undanförnum mánuðum til að reyna að fá betri yfirsýn yfir raunverulegan fjölda látinna. Sagan er víðast hvar sú sama. Fleiri eru dánir en yfirvöld segja og munar miklu sum staðar. Rannsókn BBC vísar til að mynda til þess að minnst 130 þúsund fleiri hafi dáið á heimsvísu en opinberar tölur segja til um.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í faraldrinum Sænska fánanum var flaggað í hálfa stöng fyrir framan Riksdag, sænska þingið, í dag þegar haldin var minningarathöfn um þau sem hafa látist í landinu af völdum Covid-19 sýkingarinnar sem kórónuveiran veldur. 17. júní 2020 16:45 Bretaprins finnur enn hvorki bragð né lykt Karl Bretaprins glímir enn við afleiðingar kórónuveirusýkingarinnar sem hrjáði hann í mars síðastliðinn en bragð- og þefskyn prinsins hefur ekki batnað. 16. júní 2020 22:40 Ástandið í Peking vegna kórónuveirunnar grafalvarlegt Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi. 16. júní 2020 10:36 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Sjá meira
Minntust þeirra sem hafa látist í faraldrinum Sænska fánanum var flaggað í hálfa stöng fyrir framan Riksdag, sænska þingið, í dag þegar haldin var minningarathöfn um þau sem hafa látist í landinu af völdum Covid-19 sýkingarinnar sem kórónuveiran veldur. 17. júní 2020 16:45
Bretaprins finnur enn hvorki bragð né lykt Karl Bretaprins glímir enn við afleiðingar kórónuveirusýkingarinnar sem hrjáði hann í mars síðastliðinn en bragð- og þefskyn prinsins hefur ekki batnað. 16. júní 2020 22:40
Ástandið í Peking vegna kórónuveirunnar grafalvarlegt Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi. 16. júní 2020 10:36
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent