Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2020 15:58 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. Í samtali við Vísi segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, að engin ný gögn hafi verið til kynnt til sögunnar á fundi dagsins, en vísindaráðið fundaði einnig 10. júní síðastliðinn um stöðuna í Grímsvötnum. Þá kom fram að vísindamenn telji að meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Á fundi dagsins var farið yfir stöðuna auk þess sem að sérfræðingar gátu borið saman bækur sínar. Segir Magnús Tumi að eldgos í Grímsvötnum hafi tilhneigingu til að fylgja í kjölfar jökulhlaups og nú bendi aðstæður til þess að slíkt hlaup sé handan við hornið á næstu dögum, vikum eða mánuðum. „Vatnshæð er núna frekar há í Grímsvötnum og fer hækkandi, hækkar um svona þrjá sentimetra á dag, sem er eðlilegt í sjálfu sér þegar vatnssöfnun er í gangi. Núna er staðan þannig að það er ekkert ólílegt að Grímsvötn séu að verða tilbúin til þess að gjósa,“ segir Magnús Tumi og bendir á að Grímsvötn gjósi að jafnaði á fimm til tíu ára fresti. „Nú eru að verða níu á síðan og gos í Grímsvötnum hafa tilhneygingu til að koma í kjölfar hlaupa. Þá lækkar þrýstingurinn ofan á kvikuhólfinu og nú eru þessar aðstæður og þess vegna teljum við að það sé möguleiki að það gerist þegar að það hleypur,“ segir Magnús Tumi. Fundur dagsins snerist að mestu leyti um að ræða stöðuna þannig að menn séu viðbúnir þegar og ef gos hefst. „Það gæti byrjað á næstu dögum eða vikum en það getur líka dregist um mánuði og þá þarf að vera viðbúinn að það geti komið hlaup, koma gos, sem er sennilegt að komi, miðað við reynsluna, nokkrum dögum eftir að hlaup er komið.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. Í samtali við Vísi segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, að engin ný gögn hafi verið til kynnt til sögunnar á fundi dagsins, en vísindaráðið fundaði einnig 10. júní síðastliðinn um stöðuna í Grímsvötnum. Þá kom fram að vísindamenn telji að meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Á fundi dagsins var farið yfir stöðuna auk þess sem að sérfræðingar gátu borið saman bækur sínar. Segir Magnús Tumi að eldgos í Grímsvötnum hafi tilhneigingu til að fylgja í kjölfar jökulhlaups og nú bendi aðstæður til þess að slíkt hlaup sé handan við hornið á næstu dögum, vikum eða mánuðum. „Vatnshæð er núna frekar há í Grímsvötnum og fer hækkandi, hækkar um svona þrjá sentimetra á dag, sem er eðlilegt í sjálfu sér þegar vatnssöfnun er í gangi. Núna er staðan þannig að það er ekkert ólílegt að Grímsvötn séu að verða tilbúin til þess að gjósa,“ segir Magnús Tumi og bendir á að Grímsvötn gjósi að jafnaði á fimm til tíu ára fresti. „Nú eru að verða níu á síðan og gos í Grímsvötnum hafa tilhneygingu til að koma í kjölfar hlaupa. Þá lækkar þrýstingurinn ofan á kvikuhólfinu og nú eru þessar aðstæður og þess vegna teljum við að það sé möguleiki að það gerist þegar að það hleypur,“ segir Magnús Tumi. Fundur dagsins snerist að mestu leyti um að ræða stöðuna þannig að menn séu viðbúnir þegar og ef gos hefst. „Það gæti byrjað á næstu dögum eða vikum en það getur líka dregist um mánuði og þá þarf að vera viðbúinn að það geti komið hlaup, koma gos, sem er sennilegt að komi, miðað við reynsluna, nokkrum dögum eftir að hlaup er komið.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira