Ungar konur leiða þróun á rafrænum ökuskírteinum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. júní 2020 10:02 Þórdís Jóna Jónsdóttir, Edda Konráðsdóttir, Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir, Vaka Njálsdóttir, Andrea Skúladóttir, Helga Lárusdóttir og Katla Rún Arnórsdóttir leiða þróun á stafrænum ökuskírteinum. Aðsend mynd Fyrirtækið Smart Solutions þróar nú rafræn ökuskírteini en 87,5% starfsmanna eru nú konur. Þær ætla sér að hrista upp í þeim staðalímyndum sem lita tækniheiminn og sprotafyrirtæki á Íslandi í dag. Smart Solutions er íslenskt sprotafyrirtæki sem vinnur að stafrænni væðingu hversdagsleikans með því að þróa lausnir sem snúa að hagræðingu á þjónustu ríkis og sveitafélaga við almenning. Fyrsta lausn fyrirtækisins er útgáfa á íslenskum ökuskírteinum á rafrænu formi. Fyrirtækið fékk á dögunum styrk frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarsjóði Námsmanna og hefur í kjölfarið ráðið inn í teymið fimm ungar konur með það að leiðarljósi að sækja fram í tækniheiminum. Skapa vettvang fyrir ungar konur í tækni „Stofnendur Smart Solutions eru feðginin Þórdís Jóna Jónsdóttir og Jón Jarl Þorgrímsson en þau hafa þróað tæknilausnir s.l. 2 ár er snúa að stafrænum pössum og veskis appi. Í janúar 2020 gekk Edda Konráðsdóttir til liðs við Smart Solutions og sér hún um viðskiptaþróun fyrirtækisins. Nú stækkar teymið enn á ný þar sem fimm ungar konur ganga til liðs við Smart Solutions, þær Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir og Vaka Njálsdóttir sem sölu- og markaðsfulltrúar og þær Andrea Skúladóttir, Helga Lárusdóttir og Katla Rún Arnórsdóttir sem forritarar,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Smart Solutions hefur unnið að stafrænni væðingu ökuskírteinisins í samráði við Ríkislögreglustjóra og Stafrænt Ísland og hefur það samstarf gengið vel. Fyrirtækið býður upp á stafræna þjónustu á formi passa í gegnum veskisapp í snjallsímum. Allt sem gamla seðlaveskið innihélt áður er nú hægt að útfæra sem stafræna passa og verður á næstunni hægt að geyma í snjallforriti fyrirtækisins, Smart Wallet, eða hvaða veskisappi sem er á iOS eða Android.“ feðginin Þórdís Jóna Jónsdóttir og Jón Jarl ÞorgrímssonAðsend mynd „Þróun stafræna ökuskírteinisins er nú á lokametrunum og við sjáum fram á að það verði aðgengilegt öllum í júní. Tækniþróunarsjóður og Nýsköpunarsjóður námsmanna hafa veitt okkur stuðning og tækifæri til þess að sækja fram á íslenskum markaði og munum við nýta það tækifæri til þess að efla stuðningsumhverfi kvenna í tækni og skapa vettvang fyrir ungar konur innan tæknigeirans,“ segir Þórdís Jóna Jónsdóttir, stofnandi og tæknistjóri Smart Solutions „Fyrirtækið Smart Solutions snýr að því að auka innlenda verðmætasköpun á sviði stafrænnar væðingar á þjónustu. Með lausnum fyrirtækisins er líf almennings einfaldað þar sem hlutir líkt og ökuskírteini og önnur kort eða miðar geta auðveldlega gleymst þegar fólk er á ferð og flugi. Á sama tíma sporna lausnir Smart Solutions við sóun á plasti og pappír með einföldum umhverfisvænum lausnum. Möguleikarnir eru nánast endalausir og fyrirtækið er nú, með auknum starfskrafti, enn betur í stakk búið til að sækja fram og takast á við enn fleiri verkefni,“ segir í tilkynningunni. Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Stafrænu ökuskírteinin munu ekki gilda utan landsteinanna Stafræn ökuskírteini verða jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi en munu ekki gilda annars staðar en hér á landi. 12. júní 2020 20:55 Starfsfólk Vínbúðanna fagnar rafrænu ökuskírteinunum Aðstoðarforstjóri ÁTVR segist gera ráð fyrir að starfsfólk Vínbúðanna muni fagna hinum nýju rafrænum skilríkjum sem væntanleg eru í lok mánaðar. 12. júní 2020 08:21 Rafræn ökuskírteini væntanleg í lok júní Íslendingar munu geta haft ökuskírteini sín á rafrænu formi í símanum sínum í lok júní ef allt gengur upp. 10. júní 2020 18:00 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Fyrirtækið Smart Solutions þróar nú rafræn ökuskírteini en 87,5% starfsmanna eru nú konur. Þær ætla sér að hrista upp í þeim staðalímyndum sem lita tækniheiminn og sprotafyrirtæki á Íslandi í dag. Smart Solutions er íslenskt sprotafyrirtæki sem vinnur að stafrænni væðingu hversdagsleikans með því að þróa lausnir sem snúa að hagræðingu á þjónustu ríkis og sveitafélaga við almenning. Fyrsta lausn fyrirtækisins er útgáfa á íslenskum ökuskírteinum á rafrænu formi. Fyrirtækið fékk á dögunum styrk frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarsjóði Námsmanna og hefur í kjölfarið ráðið inn í teymið fimm ungar konur með það að leiðarljósi að sækja fram í tækniheiminum. Skapa vettvang fyrir ungar konur í tækni „Stofnendur Smart Solutions eru feðginin Þórdís Jóna Jónsdóttir og Jón Jarl Þorgrímsson en þau hafa þróað tæknilausnir s.l. 2 ár er snúa að stafrænum pössum og veskis appi. Í janúar 2020 gekk Edda Konráðsdóttir til liðs við Smart Solutions og sér hún um viðskiptaþróun fyrirtækisins. Nú stækkar teymið enn á ný þar sem fimm ungar konur ganga til liðs við Smart Solutions, þær Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir og Vaka Njálsdóttir sem sölu- og markaðsfulltrúar og þær Andrea Skúladóttir, Helga Lárusdóttir og Katla Rún Arnórsdóttir sem forritarar,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Smart Solutions hefur unnið að stafrænni væðingu ökuskírteinisins í samráði við Ríkislögreglustjóra og Stafrænt Ísland og hefur það samstarf gengið vel. Fyrirtækið býður upp á stafræna þjónustu á formi passa í gegnum veskisapp í snjallsímum. Allt sem gamla seðlaveskið innihélt áður er nú hægt að útfæra sem stafræna passa og verður á næstunni hægt að geyma í snjallforriti fyrirtækisins, Smart Wallet, eða hvaða veskisappi sem er á iOS eða Android.“ feðginin Þórdís Jóna Jónsdóttir og Jón Jarl ÞorgrímssonAðsend mynd „Þróun stafræna ökuskírteinisins er nú á lokametrunum og við sjáum fram á að það verði aðgengilegt öllum í júní. Tækniþróunarsjóður og Nýsköpunarsjóður námsmanna hafa veitt okkur stuðning og tækifæri til þess að sækja fram á íslenskum markaði og munum við nýta það tækifæri til þess að efla stuðningsumhverfi kvenna í tækni og skapa vettvang fyrir ungar konur innan tæknigeirans,“ segir Þórdís Jóna Jónsdóttir, stofnandi og tæknistjóri Smart Solutions „Fyrirtækið Smart Solutions snýr að því að auka innlenda verðmætasköpun á sviði stafrænnar væðingar á þjónustu. Með lausnum fyrirtækisins er líf almennings einfaldað þar sem hlutir líkt og ökuskírteini og önnur kort eða miðar geta auðveldlega gleymst þegar fólk er á ferð og flugi. Á sama tíma sporna lausnir Smart Solutions við sóun á plasti og pappír með einföldum umhverfisvænum lausnum. Möguleikarnir eru nánast endalausir og fyrirtækið er nú, með auknum starfskrafti, enn betur í stakk búið til að sækja fram og takast á við enn fleiri verkefni,“ segir í tilkynningunni.
Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Stafrænu ökuskírteinin munu ekki gilda utan landsteinanna Stafræn ökuskírteini verða jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi en munu ekki gilda annars staðar en hér á landi. 12. júní 2020 20:55 Starfsfólk Vínbúðanna fagnar rafrænu ökuskírteinunum Aðstoðarforstjóri ÁTVR segist gera ráð fyrir að starfsfólk Vínbúðanna muni fagna hinum nýju rafrænum skilríkjum sem væntanleg eru í lok mánaðar. 12. júní 2020 08:21 Rafræn ökuskírteini væntanleg í lok júní Íslendingar munu geta haft ökuskírteini sín á rafrænu formi í símanum sínum í lok júní ef allt gengur upp. 10. júní 2020 18:00 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Stafrænu ökuskírteinin munu ekki gilda utan landsteinanna Stafræn ökuskírteini verða jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi en munu ekki gilda annars staðar en hér á landi. 12. júní 2020 20:55
Starfsfólk Vínbúðanna fagnar rafrænu ökuskírteinunum Aðstoðarforstjóri ÁTVR segist gera ráð fyrir að starfsfólk Vínbúðanna muni fagna hinum nýju rafrænum skilríkjum sem væntanleg eru í lok mánaðar. 12. júní 2020 08:21
Rafræn ökuskírteini væntanleg í lok júní Íslendingar munu geta haft ökuskírteini sín á rafrænu formi í símanum sínum í lok júní ef allt gengur upp. 10. júní 2020 18:00