Engin mistök komið upp í 9000 leikjum en gæti nú kostað Sheffield United sæti í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2020 08:30 Mun þetta atvik halda Sheffield frá Meistaradeildinni og Aston Villa í úrvalsdeildinni? Matthew Ashton/Getty Images Fyrsti leikur ensku úrvalsdeildarinnar eftir þriggja mánaða hlé var leikur Aston Villa og Sheffield United í gær. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og lauk honum með markalausu jafntefli. Gestirnir frá Sheffield komu þó knettinum yfir marklínuna í fyrri hálfleik en á einhvern ótrúlegan hátt missti Hawk Eye-marklínutæknin sem og dómaratríó leiksins af því þegar boltinn fór yfir línuna. Er þetta í fyrsta skipti sem Hawk Eye-tæknin virkar ekki en alls hefur hún verið notuð í 9000 leikjum. Hvað gerðist? Oliver Norwood, miðjumaður Sheffield, tók aukaspyrnu inn á vítateig Aston Villa sem Ørjan Håskjold Nyland, markvörður heimamanna, greip en lenti í kjölfarið inn í markinu eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni sem og í myndbandi hér að neðan sem Sheffield birti á Twitter-síðu sinni. Michael Oliver, dómari leiksins, benti einfaldlega á úrið sitt er leikmenn Sheffield fögnuðu því sem þeir héldu að væri fyrsta mark úrvalsdeildarinnar í yfir 100 daga. Dómarar fá skilaboð í úr sín sem gefa til kynna að boltinn hafi farið yfir marklínuna. Það var ekki fyrr en í hálfleik sem Oliver og aðstoðardómarar hans komust að því að boltinn hefði farið yfir línuna. I think he was in the Holte End when he caught it - Chris Wilder. The talking point from today s game pic.twitter.com/ICaDyhJ2dP— Sheffield United (@SheffieldUnited) June 17, 2020 Samtök úrvalsdeildardómara á Englandi gáfu út eftir leik að samkvæmt reglugerð IFAB þá hafi ekki verið gripið til myndbandsdómgæslu, VAR, þar sem dómarar leiksins hafi ekki fengið skilaboð um að boltinn hefði farið yfir línuna þó svo að það hafi verið augljóst í endursýningum. Þá hefur Hawk Eye-fyrirtækið gefið það út að leikmenn hafi byrgt myndavélum fyrirtækisins – sem greina hvort boltinn sé allur farinn yfir marklínuna – sýn. Þetta er í fyrsta skipti sem Hawk Eye-tæknin gerir mistök og hefur fyrirtækið beðist afsökunar. Hawk-Eye statement on the goal line incident during Aston Villa v Sheffield match this evening. pic.twitter.com/I2u5lqKMqe— Hawk-Eye Innovations (@Hawkeye_view) June 17, 2020 Sá sem sér um samfélagsmiðla Sheffield United var ekki alveg að kaupa ástæður Hawk Eye og segir einfaldlega að það hafi gleymst að kveikja á kerfinu fyrir leik. It wasn t working — Sheffield United (@SheffieldUnited) June 17, 2020 Chris Wilder, þjálfari Sheffield, var eðlilega hálf orðlaus að leik loknum enda um ótrúleg mistök að ræða. Hefði Sheffield United unnið leikinn hefði liðið farið upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 46 stig, stigi meira en Manchester United og aðeins tveimur minna en Chelsea sem situr í hinu margrómaða fjórða sæti. Svo gæti farið að fimmta sæti dugi til að komast í Meistaradeild Evrópu fari svo að bann Manchester City frá leikjum á vegum knattspyrnusambands Evrópu standi. Í stað þess er Sheffield í sjötta sæti með 44 stig, stigi minna en Manchester United. Þá heldur Aston Villa í vonina um að halda sæti sínu í deildinni en liðið er í 19. sæti með 26 stig, aðeins stigi frá öruggu sæti, þegar níu umferðir eru eftir. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00 David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15 Ótrúlegur munur á tölfræði Luiz frá því hann færði sig úr bláu yfir í rautt Varnarmaðurinn David Luiz átti slæman leik er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í gær. 18. júní 2020 07:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Fyrsti leikur ensku úrvalsdeildarinnar eftir þriggja mánaða hlé var leikur Aston Villa og Sheffield United í gær. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og lauk honum með markalausu jafntefli. Gestirnir frá Sheffield komu þó knettinum yfir marklínuna í fyrri hálfleik en á einhvern ótrúlegan hátt missti Hawk Eye-marklínutæknin sem og dómaratríó leiksins af því þegar boltinn fór yfir línuna. Er þetta í fyrsta skipti sem Hawk Eye-tæknin virkar ekki en alls hefur hún verið notuð í 9000 leikjum. Hvað gerðist? Oliver Norwood, miðjumaður Sheffield, tók aukaspyrnu inn á vítateig Aston Villa sem Ørjan Håskjold Nyland, markvörður heimamanna, greip en lenti í kjölfarið inn í markinu eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni sem og í myndbandi hér að neðan sem Sheffield birti á Twitter-síðu sinni. Michael Oliver, dómari leiksins, benti einfaldlega á úrið sitt er leikmenn Sheffield fögnuðu því sem þeir héldu að væri fyrsta mark úrvalsdeildarinnar í yfir 100 daga. Dómarar fá skilaboð í úr sín sem gefa til kynna að boltinn hafi farið yfir marklínuna. Það var ekki fyrr en í hálfleik sem Oliver og aðstoðardómarar hans komust að því að boltinn hefði farið yfir línuna. I think he was in the Holte End when he caught it - Chris Wilder. The talking point from today s game pic.twitter.com/ICaDyhJ2dP— Sheffield United (@SheffieldUnited) June 17, 2020 Samtök úrvalsdeildardómara á Englandi gáfu út eftir leik að samkvæmt reglugerð IFAB þá hafi ekki verið gripið til myndbandsdómgæslu, VAR, þar sem dómarar leiksins hafi ekki fengið skilaboð um að boltinn hefði farið yfir línuna þó svo að það hafi verið augljóst í endursýningum. Þá hefur Hawk Eye-fyrirtækið gefið það út að leikmenn hafi byrgt myndavélum fyrirtækisins – sem greina hvort boltinn sé allur farinn yfir marklínuna – sýn. Þetta er í fyrsta skipti sem Hawk Eye-tæknin gerir mistök og hefur fyrirtækið beðist afsökunar. Hawk-Eye statement on the goal line incident during Aston Villa v Sheffield match this evening. pic.twitter.com/I2u5lqKMqe— Hawk-Eye Innovations (@Hawkeye_view) June 17, 2020 Sá sem sér um samfélagsmiðla Sheffield United var ekki alveg að kaupa ástæður Hawk Eye og segir einfaldlega að það hafi gleymst að kveikja á kerfinu fyrir leik. It wasn t working — Sheffield United (@SheffieldUnited) June 17, 2020 Chris Wilder, þjálfari Sheffield, var eðlilega hálf orðlaus að leik loknum enda um ótrúleg mistök að ræða. Hefði Sheffield United unnið leikinn hefði liðið farið upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 46 stig, stigi meira en Manchester United og aðeins tveimur minna en Chelsea sem situr í hinu margrómaða fjórða sæti. Svo gæti farið að fimmta sæti dugi til að komast í Meistaradeild Evrópu fari svo að bann Manchester City frá leikjum á vegum knattspyrnusambands Evrópu standi. Í stað þess er Sheffield í sjötta sæti með 44 stig, stigi minna en Manchester United. Þá heldur Aston Villa í vonina um að halda sæti sínu í deildinni en liðið er í 19. sæti með 26 stig, aðeins stigi frá öruggu sæti, þegar níu umferðir eru eftir.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00 David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15 Ótrúlegur munur á tölfræði Luiz frá því hann færði sig úr bláu yfir í rautt Varnarmaðurinn David Luiz átti slæman leik er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í gær. 18. júní 2020 07:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00
David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15
Ótrúlegur munur á tölfræði Luiz frá því hann færði sig úr bláu yfir í rautt Varnarmaðurinn David Luiz átti slæman leik er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í gær. 18. júní 2020 07:30